Leita í fréttum mbl.is

Þrír nýir sendiherrar.

Utanríkisráðherra hefur skipað 3 nýja sendiherra. Ekki er vitað hvert þeir eiga að fara eða yfir höfuð hvort þeir fara nokkuð.

Ég hélt að nóg væri komið að sendiherrum. Davíð skipaði 10 þann stutta tíma sem hann var í embætti. Ef til vill ætlar Ingibjörg Sólrún að bæta um betur.  En af hverju voru þessir nýju sendiherrar skipaðir? Voru einhverjir að hætta? Er þetta e.t.v. hrein viðbót við báknið í utanríkisráðuneytinu?

Vonandi svelgist utanríkisráðherra ekki á svínasteikinni og Waldorfsalatinu við tilhugsunina um að með aukinni útþenslu báknsins verður minna eftir hjá þrautpíndum skattborgurum þessarar þjóðar. En að sjálfsögðu á Ingibjörgu Sólrúnu ekki að svelgjast á þó að ríkisvæðingin aukist. Hún er jú sósíalisti. Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn er löngu orðinn ríkishyggjuflokkur og samþykkir aukin ríkisútgjöld hægri vinstri. 

En er nokkur þörf fyrir þessa nýju sendiherra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég sagði þetta á mínu bloggi í dag:

Hér sitja allir ráðherrar, þingmenn, menn úr viðskiptalífinu ásamt öllum öðrum sjálfskipuðum vitringum og segja að allt sé hér að fara fjandans til og að við þurfum að gæta að okkur og draga saman. Allir nema Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en hún skautar nú um allan heim og hristir af sér krónurnar okkar til mála sem seint munu koma okkur til góða eða nytja.

Halla Rut , 11.3.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er frekar þörf á fækkun í þessum geira.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Snorri Gestsson

Á sama tíma og þetta er gert er ekki til fyrir aumum launum tollara í sumarafleysningar! 

Snorri Gestsson, 11.3.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Á sama tíma og þetta er gert er ekki til fyrir aumum launum tollara í sumarafleysingar!"

Já hugsið ykkur forgangsröðina hjá utanríkisráðherra. Það liggur nefnilega fyrir að betur má ef duga skal er kemur að því að verja landið fyrir eiturlyfjadjöflinum. En ég vissi bara ekki að það væri bráða-skortur á sendiherrum sem brýnt var að ráða bót á... en gott til þess að vita að því "óvissuástandi" er hér með afstýrt... í bili.  

Atli Hermannsson., 12.3.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 252
  • Sl. sólarhring: 572
  • Sl. viku: 3940
  • Frá upphafi: 2449424

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 3684
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband