Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru flestir milljarðamæringar

Ég var undrandi að lesa það að flestir milljarðamæringar í einni og sömu borg í heiminum eru í Moskvu í Rússlandi eða 74. Næstflestir í New York 71. Þá  kemur London með 36 og svo Istanbul í Tyrklandi með 34. Höfuðborg Japan Tokyo kemur í 10 sæti með 15. Einna athygliverðast fannst mér samt að Mumbai á Indlandi er í 7 sæti með 20 milljarðamæringa.

Ef til vill er ekkert sérkennilegt að lönd eins og Rússland, Indland og Tyrkland eigi jafn marga milljarðamæringa og raun ber vitni en í þessum ríkjum öllum er gríðarleg misskipting borgaranna og ríkisvald sem vanrækir að nota skattakerfið sem vald- og auðdreifingartæki. Íslenska  ríkið hefur verið að þróa skattkerfið í sömu átt og hjá þeim þjóðum þar sem misskipting borgaranna er mest. Auðmönnum er hyglað en þeir sem hafa eingöngu atvinnutekjur eru þrautpíndir í skattheimtu.

Það verður að breyta þessu. Við eigum að sejta okkur markmið almennrar velferðar og tekjudreifingar, leið mannúðlegrar markaðshyggju í stað þeirrar markaðshyggju ójöfnuðar og misskiptingar sem hefur verið að þróast hér og er við lýði í  vanþróaðri ríkum heims. Viljum við  vera í þeim flokki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei svo sannarlega viljum við ekki vera með í þessum flokki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Jón.

Ég er nú ekkert sérstaklega skarpur í stærðfræði og er það einn rökstuðningur fyrir starfsvali mínu. Ég hélt að hinir dýralæknarnir væru svipaðir. En hann sló mig heldur betur út af laginu í gær. Ég skil ekki ennþá hvernig aukinn kaupmáttur veldur meiri skattheimtu á Íslandi. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.3.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 585
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 5524
  • Frá upphafi: 2426158

Annað

  • Innlit í dag: 542
  • Innlit sl. viku: 5096
  • Gestir í dag: 518
  • IP-tölur í dag: 492

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband