Leita í fréttum mbl.is

Krónan og hlutabréfavísitalan falla mikið.

Krónan hefur fallið mikið í morgun og Evran kominn yfir 117 krónur og Pundið í 150. Hlutabréf falla mikið í verði. Ástand íslensks efnahagslífs er hvað sem hver segir grafalvarlegt. Svo alvarlegt að það kallar á skoðun stjórnvalda á því með hvaða hætti megi koma til móts við almenning í landinu sem hefur tekið verðtryggð lán sem munu hækka gríðarlega á næstunni vegna gengisfalls krónunnar.

Ólíkt því sem það er í nágrannalöndum okkar og Bandaríkjunum þar sem verðbólga vinnur á langtímalánum þá hækka lánin á Íslandi sem aldrei fyrr þegar flotkrónan, lottógjaldmiðillinn gefur eftir.  Enn lítur út fyrir að stjórnvöld ætli unga fólkinu að bera mestu byrðarnar hvað það varðar.

Það verður að leita leiða um nýja þjóðarsátt um stjórn efnahagsmála. Stóru liðirnir í þeirri þjóðarsátt er að við búum við gjaldmiðil sem má treysta en feykist ekki undan á floti eins og nú er. Að almenningur búi við sambærileg lánakjör og verðlag og í nágrannalöndum okkar. Okurstefnan gengur ekki lengur.  Allra síst þegar sverfur að.

Er ekki kominn tími til að breyta til og taka almannahagsmuni framyfir sérhagsmuni? Það er hægt að stjórna betur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist á genginu nú um hádegi að kjarasamningar séu roknir út í veður og vind. Veist þú Jón afhverju alþingi er komið í frí eins og skólabörn og kemur ekki saman fyrr en síðasta dag marsmánaðar? Eru ekki komnar samgöngubætur frá 1845?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt hjá þér Jón, ástandið fer versnandi eins og þú hefur sagt mjög lengi. Við erum með stjórnendur í þessu landi sem virðast alls ekki kunna að stjórna og jafnvel þó svo að þeir hafi alla þá "bestu" sér við hlið.

Það alvarlegast eru öll heimilin sem eru skuldum vafinn nú þegar og geta engu bætt við sig. Kjarasamningar uppétnir áður en þeir taka gildi.

Kannski rísa Geir og Árni upp núna á páskum og fara að lesa rétt í tölurnar. Við eigum alltaf von ! Er það ekki?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.3.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Er það satt, að bankarnir eigi fullt af svonefndum,,framvirkum samningum" á ískr?

Ef svo er, græða þeir elling á þessu.

Gæti verið eitthvað til þi þeirri Gróusögu, að bankarnir og innlendir fjárfestar, sem eiga útlend firma,séu nú að gera áhlaup á Krónugreyið?

Það hækkar verulega gróðann af Verðtryggingunni hjá bönunum í það minnsta.

Miðbæjaríbúi

Bjarni Kjartansson, 17.3.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hér kremur hluti úr viðtali sem Egill Helga átti við Guðmund Ólafsson hagfræðing í haust og segir allt sem segja þarf um krónuna.

"Guðmundur Ólafsson: Já við erum nú svona yfirleitt með fjóra mælikvarða á gjaldmiðil. Hann þarf að auðvelda viðskipti en hann þarf líka að geta varðveitt verðmæti, menn verða að geta lagt til elliáranna, menn þurfa að geta mælt hluti, þ.e.a.s. verið eining í bókhaldi og gjaldmiðillinn þarf að geta verið forsenda fyrir loforðum í framtíð, þ.e.a.s. lán. Og við getum, við sjáum t.d. að allir þessir þrír síðustu, þessi þrjú síðustu hlutverk, þau eru bara í vindinum með krónuna. Það er ekki hægt að lána nema vera með meiriháttar reikniverk í kringum verðtryggingu til þess að það sé hægt að stunda lánastarfsemi og svo framvegis. Það er ekki heldur hægt að vera með bókhald hér öðruvísi en að vera með verðbólgufærslur út og suður í bókhaldinu sem eru feykilega flóknar. Og það er ekki heldur hægt að stunda lánaviðskipti nema það sé verðtrygging. Það er bara svona. Nú þetta er, að það skuli þurfa verðtryggingarhækju til að bjarga gjaldmiðlinum er eitt besta dæmið um það að við búum við óeðlilegt ástand. Það er bara þannig.'

Atli Hermannsson., 17.3.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 569
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 4077
  • Frá upphafi: 2451353

Annað

  • Innlit í dag: 527
  • Innlit sl. viku: 3759
  • Gestir í dag: 513
  • IP-tölur í dag: 499

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband