Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir hagsmunir í Kabúl?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar var í Danmörku í síðustu viku að gera Dönum grein fyrir hvað allt væri í góðu lagi í efnahagsmálunum á Íslandi. Á sama tíma var pólitískur ástmögur hennar Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins að segja frá því á Amrískum fréttamiðlum eins og CNN hvað íslenska efnahagslífið væri ofboðslega flott. Þetta forustufólk í flokkum sínum og ríkisstjórn hefur talið heppilegra að tala hlýlega um efnahagsástandið í landinu erlendis en forðast það að taka á málunum hér heima.  Það er alltaf flott að vera flottur í útlandinu.

Nú ekur Ingibjörg Sólrún ásamt íslenskum sérsveitarmönnum  á brynvörðum bifreiðum um götur Kabúl til að skoða stríðsástandið í landinu. Á sama tíma fellur flotkrónan sem aldrei fyrr og hlutabréfavísitalan sömuleiðis. Hvorki utanríkisráðherra né forsætisráðherra hafa séð ástæðu til að móta stefnu sem gæti verið trúverðug fyrir fólkið í landinu sem er áhyggjufullt yfir þeirri þróun sem er að verða og hefur verið í gangi í haust. Það er mikilvægt að forusta ríkisstjórnarinnar sinni  hagsmunum íslensku þjóðarinnar en láti það mæta afgangi að vera flott í útlöndum.

Ingibjörg hefur ekkert til Afghanistan að sækja nema þá íslensku friðargæsluliðana sem hún hefur illu heilli sent þangað.


mbl.is Ingibjörg Sólrún í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið skiljið þetta ekki.  Það er búið að reyna allt sem hugsast getur til að losna við þessa talibana.  Vinkona okkar var auðvitað send til að gera það sem hún er svo góð í:  Drepa þá úr leiðindum...

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Sýndarmennska hefði einhvern tímann verið sagt og skrifað í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.3.2008 kl. 00:00

3 identicon

 Af hverju erum við endalaust að standa í þessum stríðsrekstri. Utanríkisráðherann gerir viðreist til að stappa stálinu í  íslensku hermennina í Afganistan. Á sama tíma vegur  fjöldi heimila í landinu  salt á barmi gjaldþrots. Ráðherrann væri betur settur heima að hugga sína þjóð. Kalla hermenninina heim og   hætta þessu stríðbrölti, bruðli og sjálfumgleði. Ráðherrann á að láta öðrum eftir að frelsa heiminn. Ég hugsa að Jóhanna væri líklegri, hvað það varðar. Jóhanna er nefninlega með puttana á púlsinum. En hvað með það, ég styð þig Jón og þínar manneskjulegu hugmyndir. 

Kveðja, Kolbrún

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 01:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já maður er farin að spyrja sig hver forgangsröðunin er í Samfylkingunni.  Það er vitamál hver hún er hjá Sjálfstæðismönnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nú hefur Geir verið í CNN og róað þjóðir heims með því að benda á að íslenskt efnahagslíf sé eitt það besta í heimi og þess vegna geti þeir sem hafa áhyggjur af efnahagskreppu í heiminum sofið rólega.

Ingibjörg Sólrún er í Afganistan og eflaust má búast við því að ástandið í þeim heimshluta fari mjög batnadi á næstunni.

Það kæmi mér ekki á óvart ef það fréttist af Össuri karlinum Skarphéðinssyni einhversstaðar í Miðausturlöndum á næstu dögum t.d. í Kadar eða Sádí Arabíu og þá auðvitða til að lækka heimsmarkaðsverð á olíu.

Sigurjón Þórðarson, 18.3.2008 kl. 09:35

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rosalega eruð þið neikvæðir.  Ingibjörg er að sinna afar brýnum verkefnum í Afganistan þ.e. að setja niður þrálátann ættflokkaríg.

Eins og hún sagði sjálf:  "Það skiptir mjög miklu máli að þegar svona stórpólitískt mál er rætt á þessum vettvangi, að mér hafi gefist kostur á að hitta stjórnmálamenn, ráðamenn og fulltrúa ýmissa samtaka, svo ég hafi tilfinningu fyrir viðhorfi þarlendra".

Á blogginu mínu eru birtar nýjar myndir af tveimur viðræðunefndum. 

Sigurður Þórðarson, 18.3.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 4664
  • Frá upphafi: 2416338

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 4331
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband