Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu til að gera neitt.

Í viðtali við Stöð 2 að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði forsætisráðherra, að vandinn í efnahagslífinu væri ekki kominn á það stig að það kallaði á ráðstafanir.  Þá lagði forsætisráðherra áherslu á að það ástand sem væri í efnahagsmálum þjóðarinnar væri ekki bundið við Ísland heldur væri um alþjóðleg vandamál að ræða. Spurður um gjaldmiðilinn þá sagði forsætisráðherra að fall hans endurspeglaði það sem væri að gerast á alþjóðlegum mörkuðum.

Er það svo að fall krónunnar sé vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum? Hlaut ekki að koma að því að krónan félli af því að hún hefur verið allt of hátt skráð vegna hávaxtastefnu Seðlabankans og gríðarlegrar erlendrar lántöku.  Ekki hefur Evran fallið eða Pundið. Hávaxtamyntirnar hafa hins vegar fallið en krónan mest. Endurspeglar það ekki frekar þann vanda sem við erum í vegna glórulausrar efnahagsstjórnar á undanförnum árum og glórulausrar gengisstefnu?

Spurningin er hvenær verður ástandið komið á það stig að það kalli á aðgerðir að mati ríkisstjórnarinnar?  Verðbólgan mælist nú rúm 8% og á sennilega eftir að hækka. Kallar það ekki á aðgerðir. Vandi unga fólksins vegna veðtryggðu lánanna sem munu hækka verulega á næstunni vegna verðbólgunnar kallar það ekki á aðgerðir.  Er ekki rétt að bregðast við fyrirfram og huga að því að afstýra lánsfjárkreppu en margt bendir til þess að sameiginlegar aðgerðir Seðlabanka og viðskiptabankana muni leiða til lánsfjárkreppu og minnkandi peningamagni í umferð. Gangi það eftir verða vandamálin gríðarleg. Er ekki ástæða til að bregðast við í tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Í öllum siðmenntuðum löndum kallar svona ástand á aðgerðir...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:30

2 identicon

Þessir menn vita augljóslega ekkert hvað þeir eru að gera, því miður fyrir okkur hin sem þurfum að súpa seiðið súra

DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þetta kallar náttúruleg frekar á meiri ferðalög hans utan til að tala velmegunina upp á Íslandi, og Ingibjörg hlýtur að fara með honum í þá vegferð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér fannst Geir Haarde vera sleginn og það skein í gegnum viðtalið mikið óöryggi.

Sigurjón Þórðarson, 18.3.2008 kl. 14:02

5 identicon

Það er ljóst að núverandi staða á eftir að koma mörgum heimilum á hausinn ef ekki verður gripið inn í strax.   Topp 10 listinn sem Geir H. Haarde ætti að framkvæma strax:

  1. Lækka skatta heimilina - innleiða lækkun umsamins persónuafsláttar strax og meira til.
  2. Skera niður ríkisbáknið verulega og tryggja að útþensla þessa mikla skrímslis hætti þegar í stað.
  3. Leggja fram vandaða áætlun um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki á þekkingarsviði - fjármagn og brúarsmíði
  4. Lækka verulega ofurskatta af eldsneyti  
  5. Fella niður hinn kjánalega skatt, stimpilgjöldin áður en biðstaðan sem nú er á fasteignamarkaðnum verður til þess að óstöðvandi hrun fari í gang
  6. Leiðrétta sjálftöku (þjófnað) alþingismanna sem felst í "Eftirlaunafrumvarpinu"
  7. Að ríkisstjórnin stuðli að uppbyggingu orkufreks útflutningsiðnaðar, sem skapar alvöru verðmæti, í stað þess að standa í veginum, sbr. hegðun umhverfisráðherra o.fl. meðlima ríkisstjórnarinnar
  8. Lækka matvælaverð verulega með því að fella niður eða lækka stórlega aðflutningsgjöld
  9. Breyta stefnunni í stjórnun peningamála (búið er að sýna fram á að núverandi stefna er gjaldþrota)
  10. Hefja herferð til að hvetja landann til að spara

Það þarf að bregðast strax við - það er of seint þegar skaðinn er skeður og fjöldi heimila orðin gjaldþrota.   Ríkisstjórnin ætti að vera á táknum (eins og t.d. sú bandaríska) og bregðast við þeirri stöðu sem hreyfingar markaðarins skapa.   Það er mjög óþægilegt að horfa upp á þetta aðgerðaleysi þessa fólks sem við greiðum há laun til að standa vörð um hagsmuni okkar - ef þetta væru starfsmenn í einkafyrirtæk, væri búið að sparka þeim þegar, líka forstjóranum, Geiri Hilmari Haarde.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Þessir ráðamenn tala eins og fjáramálalífið sé náttúruafl sem menn ráða ekkert við frekar en jarðskjálfta og eldgos.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 18.3.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 388
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 4902
  • Frá upphafi: 2426772

Annað

  • Innlit í dag: 363
  • Innlit sl. viku: 4551
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband