Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttafordómar og Obama.

Barack Obama flutti frábæra ræðu um kynþáttamál um daginn. Ég hvet alla til að hlusta á þessa ræðu.  Þá vek ég líka athygli á umfjöllun Obama um innflytjendur í bók hans The Audacity of Hope.

Þar bendir hann á nauðsyn þess að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu en verði ekki utangarðs. Nákvæmlega eins og við Frjálslynd höfum bent á varðandi okkar innflytjendur. Í fyrsta lagi að innflytjendastraumurinn verði ekki meiri en velferðarkerfið ráði við hverju sinni og allir sem komnir eru til landins eigi að búa við full og óskert mannréttindi.

Þetta er grunnur að því að skapa umburðarlyndi milli fólks af ólíkum uppruna. Lausnin felst ekki í að gera lítið úr menningu okkar og síðum. Hún felst heldur ekki í því að þeir sem koma haldi sínum siðum og taki ekki upp okkar. 


mbl.is Kynþáttaræða Obama slær í gegn á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta svar númer eitt er dæmigert fyrir fólk sem vill ekki sannleikan en hatast út í fólk út af einhverju sem það getur ekki einu sinni útskýrt sjálft.  Svona fólki er vorkunn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Halla Rut

Ég fór frá Fróni og bjó í eitt ár í UK. Ég lagði mig alla fram við að aðlagast og hlíta þeirri menningu sem á staðnum var. Ég át tilbúin mat, fór reglulega á pöbbinn og fór í röð allstaðar sem tækifæri gafst. Ég var gestur í þeirra landi og ákvað stax við komu að ég og mín fjölskylda mundi haga sér sem slíkur. Enda er það eina leiðin til að reikningsdæmið gangi upp.

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll Jón minn; gaman að sjá hvað þú horfir víða í stjórnmálum og bloggi. Ég hef sjálfur búið erlendis 4-5 ár og veit að það getur verið erfitt, en um leið gefandi, þó að maður vilji aðlagast. Gott væri hins vegar að fá tengil á svona fínar ræður hjá félögum okkar demókrötum. GT

Gísli Tryggvason, 22.3.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það er alveg rétt að Frjálslyndi flokkurin hefur skýra stefnu i þessum málum en ólíkt hinum stjórnmálaflokkunum er hann eini flokkurinn sem hefur þorað að ræða þessi mál, hinir hafa þagað, flóknara er það ekki.

Sökum þess hefur hluti manna úr hinum stjórnmálaflokknum rembst eins og rjúpan við staurinn að koma rasistastipli á Frjálslynda flokkinn og er upptekinn við það enn, því miður.

Það er hins vegar ekkert sama hvernig við ræðum þessi mál því ætla ég ekki að gera litið úr en enginn getur sakað þig um ómálefnalega umræðu í þessum efnum svo mikið er víst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2008 kl. 02:36

5 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Jón og gleðilega Páska,

ræðan hans Obama var góð, það sem ég hef heyrt af henni. Sérstaklega er forvitnilegt hvernig hann tæklar viðhorf hvítrar ömmu sinnar í garð svartra karla, sem hann hefur reyndar fengið skammir fyrir, m.a. vegna þess að hann fylgir ekki pólitískri rétthugsun út í æsar.

Obama vill ekki brennimerkja fólk med stimpli kynþáttafordóma, einungis ef fólk sýnir tilhneigingu í þá veru. Meira þurfi til áður en rasistaflagginu sé veifað.

Obama veit sem er að umræða um kynþáttafordóma er tvíeggjað sverð og hefur því í lengstu lög forðast að hella sér út í þá umræðu. En þessi ræða var nauðsynleg eftir fárið í kringum prestinn Wright og hver veit nema honum hafi tekist að snúa andbyr í meðbyr á nýjan leik.

Ólafur Als, 23.3.2008 kl. 08:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. Mörg af ykkur sem gera athugasemdir búið eða hafið búið erlendis og þið vitið af eigin raun að það er auðvelt að halda í íslenska siði um leið og maður aðlagar sig að því þjóðfélagi sem við búum í. 

Ég var í morgun í páskamessu og hlustaði þar m.a. á ágætan kirkjukór Árbæjarkirkju sem er undir stjórn kirkjuorganistans sem flutti til landsins fyrir nokkrum árum. Hún hefur fært söng, félags og safnaðarlífi hér mikið.  Hún og margir aðrir innflytjendur hafa gert þjóðfélagið ríkara.  Þannig er það líka með marga Íslendinga erlendis. Þeir halda áfram að vera Íslendingar en eru trúir þeirri þjóð og þjóðmenningu sem þeir koma til og aðlaga sig helstu háttum gistiþjóðarinnar. Með þeim hætti og þannig komumst við að mestu hjá árekstrum og áttum okkur á að sama von býr í brjóstum allra góðra einstaklinga um að móta betra samfélag, kærleika og vonar.

Jón Magnússon, 23.3.2008 kl. 11:08

7 identicon

Tja, ég man eftir því frá Danmerkurárum mínum að þó svo að mér væri auðvitað gróflega misboðið að þeir seldu bjór í matvöruverslunum, þá hvorki fór ég að plana morð eða hryðjuverk né kom fram í sjónvarpi til að lýsa því yfir að þetta siðlausa athæfi særði blygðunarkennd mína og að Danir ættu að láta af þessu athæfi sínu að tillitsemi við menningararfleifð innflytjenda.

 Ég bara aðlagaðist og keypti mitt öl í Netto, fyrst að þeir ráku ekkert ÁTVR.

Haukur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 948
  • Sl. sólarhring: 1042
  • Sl. viku: 5251
  • Frá upphafi: 2459794

Annað

  • Innlit í dag: 852
  • Innlit sl. viku: 4812
  • Gestir í dag: 822
  • IP-tölur í dag: 807

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband