Leita í fréttum mbl.is

Krampakennt fálm.

Bankastjórn Seðlabankans virðist halda að það sé enn þensla í landinu.  Ég átta mig ekki á því hvað Seðlabankinn er að reyna með þessu.  Ef til vill að reyna að hækka gengi krónunnar? En er innistæða fyrir því að hækka gengi gjaldmiðils á grundvelli ofurhárra stýrivaxta í krampakenndu fálmi við að fá erlenda fjárfesta til að fjárfesta áfram í íslenskum krónum.

Er ekki nær að viðurkenna að hávaxtastefna Seðlabankans hefur mistekist. Hágengisstefna Seðlabankans hefur mistekist.  Hagstjórn Seðalbanka og ríkisstjórnar hafa valdið ofurþenslu og gríðarlegri skuldsetningu. Ofurþenslu sem nú er lokið og hætt er við samdrætti.  Ýmis teikn eru á lofti um að  samdráttur sé þegar hafinn.  Er þá rétti tíminn til að hækka stýrivexti?

Af hverju fer Seðlabanki Íslands algjörlega öfuga leið miðað við Seðlabanka annarra landa í Evrópu og Ameríku. Af hverju lækkar hann ekki stýrivexti og veitir viðskiptabönkunum fyrirgreiðslu til að örva lánastarfsemi til að hjól atvinnulífsins geti snúist með eðlilegum hætti.  Það gilda ekki önnur lögmál á Íslandi en í öðrum löndum hvað hagstjórn varðar.

Færa má að því gild rök að við stæðum nú betur að vígi hefði enginn Seðlabanki verið í landinu.

Er ekki kominn tími til að viðurkenna að íslenska krónan gengur ekki lengur sem flotkróna. Það verður að tengja hana raunverulegum verðmætum eða raunverulegum gjaldmiðli. Mér fannst þessi frétt um stýrivaxtahækkun verulega vond frétt.

En vel má vera að það hlýni aðeins við að pissa í skóinn sinn, en það er skammtímalausn.


mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held þetta snúist nú bara um að fá gjaldeyri inn í landið. Þ.e. að mynda aftur markað með krónur. Þetta vaxtastig mun vara fram á sumarið til þess að verja krónuna þangað til að markaðir verða eðlilegir. Það er eins og sumir stjórnmálamenn hreinlega átti sig ekki á alvarleika krýsunnar sem við erum í og þaðan af síður hafa þeir til að bera hæfileika til að leysa hana. Þetta sem kom frá Seðlabankanum í morgun var því miður nauðsynlegt.

IG (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Ég átta mig ekki á því hvað Seðlabankinn er að reyna með þessu. "

Þessi tilvitnuðu orð þín segja allt um þig en ekkert um sérfræðinga Seðlabankans.

Því miður eru margir stjórnmálamenn að geipa um mál sem þeir hafa varla hundsvit á.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Á nú að veita íslenskum lántakendum náðarhöggið, var það sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttirnar af stýrivaxtahækkun seðlabankans. Sennilega er þetta rétt sem kemur fram að ofan að verið sé að reyna að lokka fé til landsins. Þá er bara að vona að það takist.

Þóra Guðmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:25

5 identicon

Út í heimi er fjallað um þessa vaxtahækkun á Íslandi í dag, af ummfjöllunni að dæma er Ísland viðrini erlendis.
Svona vextir þekkjast ekki í neinum löndum sem við viljum miða okkur við, heldur einungis í löndum sem við viljum ekki miða okkur við.

Hví sjá þessir bergþursar ekki að krónan er dauð og handónýt.
Afhverju er ekki rætt við evrópska seðlabankann um að tengja krónuna evrunni á meðan við erum á leið í ESB/EMU.

Það hljóta að vera takmörk hversu lengi er hægt að nauðga fólki á Íslandi með okurvöxtum og verðbólgu.

Hannes (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:35

6 Smámynd: lady

hvað endar þetta með okkur Íslendingana  allt hækkar og hækkar en Jón gangi þér vel  með það sem þú ert að gera og takast á við kveðja ólöf jónsdóttir

lady, 25.3.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það lítur helst út fyrir að að menn viti varla hvað snýr upp og hvað niður lengur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.3.2008 kl. 01:20

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þeir pissa nú afar oft í skóinn sinn Jón þessir ráðamenn þjóðarinnar.

Það er eins og langtímalausn sé ekki til í þeirra hugsun.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.3.2008 kl. 08:24

9 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll minn kæri vinur, þegar stórt er spurt er fátt um svör.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 26.3.2008 kl. 19:04

10 Smámynd: Landfari

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að tal þitt um verðtryggingu væri lýðskrum. Maður með þina menntun og hæfileika hlyti að vita betur.

Nú velti ég því fyrir mér hvort þekking þín á fjármálum sé bara ekki meiri en þetta eða hvort þú ert enn í atkvæðaleit því það virðist vera vinsælt núna að kenna Seðlabankanum og ríkistjórninni um eyðslufylleríið sem landinn er búinn að vera á undanfarin ár.

Vissulega hefðu báðir aðilar getað gert betur en viðsiptahallinn sem enn er til staðar að því erég best veit, er ekki síst landanum sjálfum að kenna. Það er bara svo auðvelt að benda á einhvern annan en sjálfan sig þegar þarf að finna blóraböggul.

Landfari, 26.3.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 56
  • Sl. sólarhring: 962
  • Sl. viku: 3337
  • Frá upphafi: 2448304

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 3107
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband