Leita í fréttum mbl.is

Bárujárnsbyltingin er rugl.

Bárujárnskofar í niðurníðslu sem iðulega eru notaðir af útigangsfólki birtast á síðum dagblaða nú dag eftir dag. Sjónvarpsstöðvarnar hafa í fréttatímum sínum gert kofakyrrstöðuna í miðbænum að sérstöku umfjöllunarefni oftar en einu sinni.  Því miður er miðbær Reykjavíkur orðinn afar nöturlegur á stórum svæðum vegna vanrækslu Reykjavíkurborgar á því í mörg ár að móta skipulag fyrir nútímafólk til framtíðar.  Vandræðagangurinn sýnir betur en margt annað hvað stjórnkerfi Reykjavíkur er veikt og hvað það er nauðsynlegt að fá almennilegt fólk að stjórn borgarinnar.

 R listinn brást í þessu efni. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Björns Inga brást í þessu efni. Meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Margrétar Sverrisdóttur og Björns Inga brást í þessu efni. Núverandi meirihluti gerir meira en að bregðast.  Núverandi meirihluti hefur gert kofavæðingu miðborgarinnar að markmiði skipulagsstefnu sinnar.  Ekki getur að líta betri mynd af nöturleika núverandi meirihluta en með því að skoða miðborgina sem er í niðurníðslu vegna bárujárnsvæðingar meirihlutans.

Brunarústir standa á dýrustu lóðum í miðborginni og það er ekkert gert vegna glóruleysis meirihlutans. Eigendur ónýtra húsa fá ekki að rífa þau vegna ráðaleysis stjórnenda borgarinnar. Það er síðan dæmigert fyrir fulltrúa ráðstjórnarinnar þegar skipulagsstjóri Reykjavíkur talar um að sekta eigendur þessara kofa fyrir að halda þeim ekki við.  Þessir vesalings eigendur fá ekki að nýta eignir sínar en þurfa að borga há fasteignagjöld til borgarinnar. Eigendunum er meinað um þau sjálfsögðu réttindi borgara að fá að nýta eignir sínar og gera þær arðsamar allt vegna ráðaleysis bullukollana í borgarstjórn. Það væri síðan að bæta gráu ofan á svart að ætla að sekta fólk fyrir úrræðaleysi og vingulshátt borgarstjórnar.

Það væri nær að draga núverandi meirihluta til ábyrgðar fyrir að hafa hent 700 milljónum í ónýta húskofa við Laugaveginn í því skyni að fæla enn fleiri borgarbúa frá miðbænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér Jón.  Ólafur F hefur sett miðbæinn í herkví sem erfitt getur verið að losna úr.. miðbærinn er að deyja vegna miskilinnar verndarstefnu  sem Frjálslyndi flokkurinn styður.

Óskar Þorkelsson, 26.3.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Kári Harðarson

Enginn hefur spurt hvers vegna hliðin við innganga sundstaðanna standa ónotuð.  Þau eru hluti af 500 milljónum sem fóru í vaskinn...

Kári Harðarson, 26.3.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er mikil einfeldni að skrifa þetta ófremdarástand á reikning síðustu tveggja meirihluta í borgarstjórn með sinn samtals sex mánaða valdatíma að baki.

R-listinn hafði tólf ár, 144 mánuði, til að taka til í þessum málum og það mun taka meiri tíma en nokkra mánuði að koma þessu á réttan kúrs.

Til þess þarf snarpa og ítarlega endurskoðun á bæði landslögum og reglugerðum í stað þess að fara á taugum. Róm var ekki byggð á einum degi og heldur ekki gamli miðbærinn.

Ómar Ragnarsson, 26.3.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Jónas Jónasson

sammála Ómari. R- Listinn er einhver mesta ógæfa sem dunið hefur á borginni.

Jónas Jónasson, 27.3.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þetta er ekki alveg svona, menn hafa beinlínis gert í því að láta hús, sem voru alveg í þokkalegu standi, grotna niður til þess að fá að rífa þau. Þetta hafa menn komist upp með allt of lengi.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:25

6 identicon

Miðborgin er ein sú ljótasta sem til er, færa þessa kofa upp á árbæjarsafn eða einfaldlega henda þeim á haugana.

Hvað er annars í gangi með íslenska stjórnmálamenn í dag... ég get svo svarið það að ég hef vart séð meiri viðvaninga ever.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:07

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Eru stjórnmálamenn kannski að bjóða uppá tímabil húsbrunahrynu með þvergirðingsafstöðu sinni? Væri nær fyrir stjórnmálamennina að ná samkomulagi við húseigendur og byggingaverktaka um þróun og framkvæmdir í miðbænum? Ekki er sá tónn í þeim, heldur veifa þeir kokhraustir refsivendinum.

Gústaf Níelsson, 27.3.2008 kl. 22:03

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég gekk um miðbæinn um síðustu helgi, þetta er meira en dapurtegt.

Það er meira en lítið að þeim sem að stjórna borginni.

Þetta er alls ekkert að byrja núna síðustu ár. Stefnan um að gera ekkert fyrir miðbæinn hefur verið á þeirra stefnuskrá lengi.

Þeir ættu að skammast sín. Valdasýkin nær öllum tökum á þessum líka hæfileikalausu stjórnmálamönnum, sem þeir eru.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.3.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 109
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 5306
  • Frá upphafi: 2416327

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 4910
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband