Leita í fréttum mbl.is

Ómarkviss umræða um Evrópusambandið?

Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins bendir réttilega á það að umræðan um aðild að Evrópusambandinu sé ómarkviss og leiðarsteina vanti til að þoka henni áfram. Magnús telur að það verði best gert með því að samningsmarkmið verði mótuð og síðan borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessar hugmyndir eru góðra gjalda verð en því má ekki gleyma að Evrópusambandsaðild er ekki á dagskrá hjá þessari ríkisstjórn eins og skýrt er tekið fram í stjórnarsáttmálanum. Það er því til of mikils mælst að ætla að  fela ríkisstjórn sem hefur ekki málið á dagskrá að móta samningsmarkmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ég er ekki hlynnt aðild að Evrópusambandinu en hins vegar tel ég hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að umræða sé til staðar og að hver flokkur hafi þar afstöðu sinna flokksmanna á hreinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst mikilvægast að það fari fram hreinskiptin málefnaleg umræða um Evrópusambandið og kosti  og galla aðildar. Þá er líka eðlilegt að við ásamt þeim þjóðum sem mynda Evrópska efnahagssvæðið könnum til hlítar hvaða kostir eru í boði varðandi breytingar á þeim samningi.  Ég hef mikla fyrirvara varðandi kosti aðildar en vil ekki loka dyrum án þess að skoða málið.

Jón Magnússon, 2.4.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 483
  • Sl. sólarhring: 883
  • Sl. viku: 3764
  • Frá upphafi: 2448731

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 3513
  • Gestir í dag: 448
  • IP-tölur í dag: 432

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband