Leita í fréttum mbl.is

Fleiri útlendingar til landsins enn í fyrra?

Maður verður stundum agndofa á óvandvirkni fréttamiðla. Þannig hef ég í morgun hlustað á það í fréttaþáttum Ríkisútvarpsins að fleiri útlendingar séu að koma til landsins en í fyrra og vísað er í því sambandi í frétt í Fréttablaðinu. En fréttin í Fréttablaðinu fjallar ekki um það.

Starfsmaður Vinnumálastofnunar segir frá því í frétt Fréttablaðsins að jafnmörg atvinnuleyfi hafi verið gefin út til útlendinga það sem af er árinu og í fyrra. En síðar segir starfsmaður Vinnumálastofnunar að skýringin sé aukið vinnustaðaeftirlit Vinnumálastofnunar sem kunni að leiða til þess að skráningar skili sér betur en á sama tíma og í fyrra.  Semsagt hér er um ekki frétt að ræða. Það hafa verið gefin út jafnmörg atvinnuleyfi en skráningin er betri sem segir ekkert til um hvort fleiri útlendingar eru að koma eða jafnmargir eða færri. Miðað vði það sem starfsmaðurinn segir þá eru þeir líklega færri en það sem starfsmaðurinn segir er í raun það að Vinnumálastofnun viti þetta ekki.

Þetta er í samræmi við það sem við Frjálslynd höfum ítrekað bent á að eftirlit hér væri í molum og þess vegna væri um stórfelld undirboð á atvinnumarkaðnum að ræða. Það er raunar fleira sem hefur komið fram af því sem við Frjáslynd bentum á. Við viljum að þeir sem koma til lengri dvalar verði að skila inn hegningar- og heilbrigðisvottorðum. Fulltrúar hins sósíalíska réttrúnaðar hafa hafnað því með öllu og talið slíkt bera vott um rasisma en það er rangt. Þetta er spurning um að vilja tryggja öryggi fólksins í landinu bæði þeirra sem eru af íslensku bergi brotnir sem og þeirra innflytjenda sem hér starfa og ætla sér að dvelja. Væri ekki í ráði þegar reynslan hefur sýnt að við Frjálslynd höfðum og höfum rétt fyrir okkur að stjórnvöld færu að taka tillit til heilbrigðrar skynsemi í þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein besta sparnaðarleið þeirra sem standa í atvinnurekstri í umhverfi ofurhárra vaxta og lánaerfiðleika, er að ráða ódýrt útlent vinnuafl. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá stóraukningu í slíkum ráðningum, enda landið galopið fyrir slíku. Á meðan munu venjulegir íslenskir launþegar sigla hratt inn í atvinnuleysi og gjaldþrot. Bankarnir munu sitja uppi með margar fasteignir á næstu mánuðum. Restin af landanum mun síðan fá það verkefni að borga niður bruðl og skuldir bankana með "hjálp" seðlabankans.

Kristófer (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Elías því miður þá virðist hvorki þing né ríkisstjórn átta sig á því hvað þetta er alvarlegt mál.  Flestir innflytjendur sem hingað koma er heiðvirt fólk sem vill standa sig og það ver verið að gera  því fólki erfitt fyrir því miður með því að ekki sé hægt að hafa stjórn á landamærunum. En úr því sem komið er þá verður það ekki gert nema á löngum tíma og með því að fá eða virkja undanþágu skv EES samningnum.

Jón Magnússon, 14.4.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Sæll Jón. Mikið er ég sammála þér hvað varðar það sem þú varst að skrifa. Ég er alltaf titlaður rasisti ef ég opna munninn en hef eingöngu verið að benda á það sama og þú. Höldum áfram á réttri braut.

Svanur Heiðar Hauksson, 14.4.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það þarf að auka eftirlit með atvinnurekendum og það þarf að upplýsa útlendinga um réttindi og skyldur það er málið. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.4.2008 kl. 18:09

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hef trú á að Kristofer hafi rétt fyrir sér og að það sé verið að ráða inn erlent vinnuafl til að mæta komandi uppsögnum þvi hvernig er betra að hagræða en með því að lækka launakostnað. Svo er spurninginn hvenær við hættum að láta riðlast á okkur og stöndum upp eins og vörubílstjórar einfaldlega vegna þess að við erum búin að fá nóg af bullinu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.4.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 808
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 5747
  • Frá upphafi: 2426381

Annað

  • Innlit í dag: 749
  • Innlit sl. viku: 5303
  • Gestir í dag: 676
  • IP-tölur í dag: 636

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband