Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg í útrás.

Utanríkisráðherra hefur tekið af öll tvímæli um það í viðtali í Berlinske Tidende í gær að íslenska ríkisstjórnin  ætli að koma íslenskum bönkum til hjálpar lendi þeir í erfiðleikum. Þessi yfirlýsing er gefin án nokkurs fyrirvara. Þannig verður ekki annað skilið á utanríkisráðherra að hvað svo sem upp kunni að koma þá muni ríkisstjórnin nota peninga skattgreiðenda til að aðstoða banka og þá væntanlega allar sambærilegar fjármálastofnanir lendi þær í erfiðleikum og þá virðist ekki máli skipta af hverju erfiðleikarnir kunna að stafa.

Vel kann að vera að það sé heppilegt að tala  með þessum hætti á erlendum vettvangi en samt sem áður þá er óvarlegt af ríkisstjórn að skuldbinda sig með þeim hætti sem utanríkisráðherra boðar að íslenska ríkisstjórnin hafi gert komi til erfiðleika fjármálastofnana.

Hvað með heimilin í landinu? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir heimilin sem búa við verstu lánakjör í Evrópu og munu líða fyrir ógætilega efnahagsstjórn undanfarinna ára. Utanríkisráðherra, víkur ekki einu orði að hagsmunum heimilanna eða einstaklinganna. Aðrir hafa greinilega forgang í huga ráðherrans.

Allt kostar á þessu sviði og það er spurning hvað ríkissjóður er tilbúinn til að leggja í mikinn kostnað. Nú er talað um stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki ókeypis. Og til hvers til að styrkja gjaldmiðilinn sem að utanríkisráðherra hefur kallað ónýtan gjaldmiðil.  Er þetta virkilega stefna Samfylkingarinnar núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Orð eru ódýr á Íslandi eftir því sem það hentar og er þeim slegið fram samkvæmt því. Þetta er einhvers konar afneitun. Svona álíka og að reyna að plástra krabbamein. Við erum afar slæm blanda af svíum og bandaríkjamönnum ef ég má orða það svo. Annars er þetta verkefni fyrir geðstjórnmálafræðinga.

Baldur Fjölnisson, 15.4.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það myndi æra óstöðugan að ætla að skilgreina stefnu Samfylkingarinnar, hún er út og suður og eftir hentugleikum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Jamm vægast sagt furðuleg yfirlýsing

Gylfi Björgvinsson, 16.4.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 530
  • Sl. sólarhring: 1027
  • Sl. viku: 4833
  • Frá upphafi: 2459376

Annað

  • Innlit í dag: 472
  • Innlit sl. viku: 4432
  • Gestir í dag: 467
  • IP-tölur í dag: 461

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband