Leita í fréttum mbl.is

Obama er vonandi á sigurbraut.

Allt frá því að ég byrjaði að fylgjast með forkosningum Demókrata þá hefur mér geðjast einkar vel að framkomu og málflutningi Barack Obama. Obama boðar breytingar á jákvæðum grunni og raunverulegt fráhvarf frá stefnu George W. Bush.  Mér finnst Hillary Clinton vera rödd úr fortíðinni í bandarískum stjórnmálum og hvergi í stefnumörkun hennar er að finna með sama hætti og hjá Barack Obama jákvæða nálgun á vandamálunum sem vekja von um jákvæðar breytingar í bandarískum stjórnumálum.

 Ég sagði það á blogginu mínu daginn fyrir forkosningarnar í Idaho að ég ætti óskaframbjóðendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þá Barack Obama fyrir Demókrata og John Mc. Cain fyrir Repúblikana.  Nú er spurning hvort ég fæ þá ósk uppfyllta.


mbl.is Clinton og Obama skerpa klær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert klassískur vinstri maður, greinilega. kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.4.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Persónulega leist mér best á frjálslynda repúblikanan dr Ron Paul í forkosningunum og ég hygg að hann bjóði sig fram sem sjálfstæður frambjóðandi þegar að kosningunum sjálfum kemur.

Annars er Obaba skástur af þeim sem þú minnist á þarna... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.4.2008 kl. 17:56

3 identicon

Verð að segja það líka að mér leist lang best á Ron Paul af repúblikönum.

Obama er fínn líka. 

Stebbi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég mundi ekki skilgreina Obama sem vinstri mann.  Sennilega yrði hann skilgreindur sem liberal right í Bandaríkjunum, en Frjálslyndur í Evrópu.

Ég er sammála varðandi Ron Paul en hann átti því miður aldrei möguleika.

Jón Magnússon, 21.4.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já góður Jón, við verðum að veðja á Obama...er það ekki ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.4.2008 kl. 00:00

6 identicon

Þú ert hvorki vinstri eða hægri, bara sjálfum þér næstur eins og alltaf reynir að troðast inn hvar sem er,hvort sem það er í pólitík eða öðru. Ætlar þú aldrei að átta þig á því að fólk vill þig ekki  á þing. Þú ert ekki sá sjarmur sem þú heldur. Ekki skrítið að þú viljir Obama, þú ert skít hræddur við sterkar og ákveðnar konur, við köllum það að vera karlrembusvín. Upp með frú Clinton.

 Ragnh.

ragnheidur (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 87
  • Sl. sólarhring: 1277
  • Sl. viku: 5229
  • Frá upphafi: 2469613

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 4788
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband