Leita í fréttum mbl.is

Pólitíska veðurfræðin hefur ýmsar birtingarmyndir.

Trúmenn á hnattræna hlýnun af mannavöldum vilja grípa til ómarkvissra og mjög dýrra lausna.  Hnattræn hlýnun hefur verið undanfarin ár um það er ekki deilt en það er hins vegar ágreiningsefni af hverju hún stafar.  Er sú fullyrðing rétt að það hafi líka orðið hnattræn hlýnun á Venus og Mars nálægustu reikisstjörnum í okkar sólkerfi.  Hnattræna hlýnunin í Venus og Mars er tæpast af mannavöldum eða vegna losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið.

Það er varasamt að grípa til dýrra og ómarkvissra aðgerða sem geta kostað meiri vandamál en það vandamál sem ætlað er að leysa. Ein birtingarmynd þess er ríkisstyrkt framleiðsla á lífrænu eldsneyti í Evrópu og Bandaríkjum Norður Ameríku.  Loksins hafa nokkrir þjóðarleiðtogar bæði í forsætisráðherra Bretlands og tveir leiðtogar Suður Ameríku ríkja varað við áhrifum sem framleiðsla á lífrænu eldsneyti hefur á matarforða heims. 

Framleiðsla á lífrænu eldsneyti hefur þegar átt sinn hlut í hækkun matvælaverðs sem bitnar mest á þeim milljarði manna í heiminum sem þarf að lifa á 100 krónum á dag eða minna. Velmegunarríki vesturlanda mættu hugsa til þessa fólks áður en þeir láta trúboða hnattrænu hlýnunarinnar af mannavöldum og dýr og ómarkviss úrræði þeirra valda óbætanlegum skaða fyrir mannlífið á jörðinni.


mbl.is Gagnrýna framleiðslu lífræns eldsneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæll Jón. 

Ef Samfylkingin með fulltingi Neytendasamtakanna kemur því í gegn að innflutningur á fersku kjöti og öðrum matvælum verði gefinn frjáls, þá leggst íslensk matvælaframleiðsla af, að mestu leyti nema á fiski.

Þá verða Íslendingar háðir erlendum matvælum, og verðið þar er að fljúga upp um strompinn eins og við heyrum í heimsfréttunum.  Að byrja matvælaframleiðslu aftur frá núlli seinna meir er erfitt mál.

Ég held að við Íslendingar ættum að sleppa því að flytja inn erlenda matvöru, matvöru sem við getum framleitt hér, og styðja þannig íslenskan landbúnað.  Það er fórnarkostnaður,sem borgar sig þegar fram í sækir, matvælaverð erlendis er ekki að fara að hætta að hækka.

Sigurbjörn Friðriksson, 22.4.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Framleiðsla á lífrænu eldsneyti er ekki bara hugsuð til að minnka losun gróðuhúsalofttegunda heldur ekki síður til að bregðast við hækkuðu verði á olíu. En hvort heldur sem, er þá þarf að bregðast við svo matvælaverð fari ekki upp úr öllu valdi.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.4.2008 kl. 23:26

3 identicon

Hér er grein um vísindamann sem segir að ef global warming(Climate change) fari ekki að rífa sig upp á rassgatinu, að þá þurfum við að fara að búa okkur undir aðra ísöld
Smella hér

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 730
  • Sl. sólarhring: 1452
  • Sl. viku: 5872
  • Frá upphafi: 2470256

Annað

  • Innlit í dag: 688
  • Innlit sl. viku: 5396
  • Gestir í dag: 678
  • IP-tölur í dag: 655

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband