23.4.2008 | 19:14
Hvað gerðist?
Þeir atburðir sem urðu á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í dag eru vægast sagt afar sérstæðir. Í áratugi hefur ekki komið til átaka með þeim hætti sem þarna urðu milli lögreglu og almennra borgara. Óneitanlega eru þessir atburðir afar óhugnanlegir og það er nauðsynlegt að fá allar upplýsingar um það sem raunverulega gerðist. Hvað olli því að gripið var til þeirra aðgerða sem gert var af hálfu lögreglunnar. Voru þær nauðsynlegar? Voru þær afsakanlegar? Voru almennir borgarar varaðir við áður en gripið var til aðgerðanna? Þessar og fleiri spurningar eru mjög áleitnar og nauðsynlegt er að upplýsa um málið.
Vegna alvarleika þessara atburða höfum við Atli Gíslason og Siv Friðleifsdóttir farið fram á sérstakan fund í Allsherjarnefnd Alþingis sem allra fyrst í því skyni að aflað verði sem bestra upplýsinga um það sem gerðist.
Á þessu stigi finnst mér ekki eðlilegt að segja meira um þennan dapurlega atburð en mér finnast yfirlýsingar dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjóra ótrúlega afrdáttarlausar um réttmæti aðgerða lögreglunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1124
- Sl. sólarhring: 1584
- Sl. viku: 6266
- Frá upphafi: 2470650
Annað
- Innlit í dag: 1052
- Innlit sl. viku: 5760
- Gestir í dag: 1019
- IP-tölur í dag: 990
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Jón ! mér finnst svör þessara ráðamanna sem þú telur upp, sína máttleysi þeirra. Þeir halda að þeir hafi stjórn á einhverju en þar hafa það ekki. Slagsmálin upp í Nörðlingaholti í dag er trúlega byrjun á mun meiri aðgerðum. Þeganar þessa lands eru orðnir mjög þreyttir á sinnuleysi ráðamanna, því lofrð þeirra fyrir kosningar voru allt aðrar en það sem þeir hafa sýnt í verki.
Þeir verða að koma út úr sínum fólabeinsturni of sinni því sem þeir lofuðu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 20:03
Jón, væri ekki líka hægt að ræða eftirlaunafrumvarpið, svona í leiðinni? Tel óþarft að eyða takmörkuðum tíma Alþingis í að ræða svona. Lögreglan ætti að koma með skýrslu til dómsmálaráðherra og hann ætti að geta sent hana til ykkar.
Haffi, 23.4.2008 kl. 20:35
Ég er sammála þér Guðrún þetta er lognið á undan storminum það er vaxandi reiði í þjóðfélaginu og hún á eftir að brjótast út á ýmsa vegu. Ég tel að lögreglan hafi farið út á mjög hála braut.
ragnar bergsson, 23.4.2008 kl. 20:37
Lögreglan missti sig gjörsamlega þarna í dag. Af hálfu hennar hefur verið talað um stjórnleysi í mótmælunum. Vissulega er það rétt en stjórnleysið hjá lögreglunni var algjört. Þarna var lögregluliðinu stefnt í einum tilgangi. Það kom greinilega fram í fréttum beggja stöðva í viðtali við lögregluþjón þegar hann sagði: "Við látum verkin tala" - Jón - Þjarmiði nú svolítið að Geir og Birni. - Fáið svör við því hvers vegna þeir telja þetta eðlileg viðbrögð lögreglu. Þeir hljóta að þurfa að gefa þingmönnum og þjóðinni svör við því hvort eðlilegt er að bregðast við með ofbeldi.
Haraldur Bjarnason, 23.4.2008 kl. 20:57
Hverju er verið að mótmæla? Ég hef fylgst með þessum mönnum æsast upp meira og meira með hverjum deginum og ég veit ekki enn nákvæmlega hverju þeir eru að mótmæla. Eru þeir að mótmæla ríkisstjórninni? Ef svo er þá er hægt að segja henni upp í næstu kosningum, þannig virkar lýðræðið, það virkar ekki með ofbeldi. Er kannski verið að mótmæla stjórnvöldum yfir höfuð? Vilja þessir menn anarkisma? Maður veit ekkert hvað þeir vilja því það sem þeir leggja áherslu á í sínum málflutningi er að segja að ríkisstjórnin og ráðamenn þurfi að vakna og að þeir séu ekki að vinna vinnuna sína og þannig fram eftir götunum, og tala svo um lögregluna eins og hún sé óvinur þeirra.
Þetta er bara þvæla hjá þessum mönnum og ég held að þeir ættu að reyna að þroskast aðeins og sýna smá skynsemi. Ég er ekki í þeim hluta þjóðarinnar sem svo margir karpast við að segja að sé komin með nóg af aðgerðaleysi og ráðþrota ríkisstjórnarinnar, hvernig getur nokkur maður brugðist við þegar það er svona óljóst hvað er verið að fara fram á? Ef verið er að mótmæla háum álögum á eldsneyti og að ríkið geti í ljósi hækkana á heimsmarkaðsverði á eldsneyti lækkað álögur, þá myndi ég frekar vilja sjá álögur á eldsneyti hækkaðar og peningarnir notaðir til að lækka matvælaverð, það eru hagsmunir allra að lækka matvælaverð, ekki bara sumra.
Sem lögmaður Jón, þá veistu mætavel að það er brot á lögum að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Handtökuheimild er fyrir hendi ef lög hafa verið brotin. Veiti menn mótspyrnu við handtöku hefur lögreglan heimild til að beita valdi. Þetta veistu allt. Svona horfði ég á þetta gerast í sjónvarpinu í morgun og ég bara skil ekki fólk sem getur séð eitthvað annað útúr þessu. Að fólk skuli leggja blessun sína og stuðning við svona skrílslæti gerir þeirra málflutning að engu. Lögreglunni ber að taka þetta föstum tökum og handtaka fólk sem ekki fer að lögum. Og þessar aðgerðir trukkabílstjóranna og annarra í dag eru engu síðri lögbrot en þjófnaður, líkamsárásir og önnur ofbeldisbrot.
Heimir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:26
Ég verð að segja að ég sakna þess að sjá ekki umræðu um það hvaða kröfur mótmælendur eru að fara fram með á hendur stjórnarinnar. Ég hef ekki séð fréttamenn ræða þá hlið á mótmælunum, eða það sem kallast má rót vandans. Það er ekki traustvekjandi að heyra forsætisráðherran neita fólki um að ræða sín mál við fulltrúa ríkisstjórnarirnnar, það hefur hingað til þótt eðlilegt að mann geti bókað viðtal hjá ráðherra og rætt sín mál. Get ekki séð að það breyti einhverju hvort hér er um að ræða hagsmunasamtök eða einstaklinga. Við heyrum í fréttum að ráðamenn séu tilbúinir að ræða um frið í miðausturlöndum, en geti ekki á sama tíma rætt við þegna sína. Að mínu mati er hér skrítin forgangsröðun.
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.4.2008 kl. 21:42
Ekki er nokkur leið að bera virðingu fyrir þeim sem ráða þessu landi.Landbúnaðarráðherrann laug ískaldur þegar hann var spurður á útvarp Sögu hvort hann svaraði ekki stjórnsýslukærum.Hann er einfaldlega lögbrjótur.Hann svarar ekki umboðsmanni heldur.Er ekki mál til komið að Frjálslyndi flokkurinn boði til útifundar við stjórnarráðið og segi fólki að koma á bílum að staðnum eins langt og það kemst og síðan getur mannfjöldinn lokað öllum leiðum að stjórnarráðinu.
Sigurgeir Jónsson, 23.4.2008 kl. 21:48
Sæll Jón.
Já það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að fara fram á fund með allsherjarnefnd vegna þessa og gott að farið hefur verið fram á það.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2008 kl. 23:42
Ég held að þessi truflun við afleggjarann á Bessastöðum í gær hafi orsakað þessa hörku í aðgerðir lögreglunnar í dag. Forristumenn þjóðarinnar hafi fundist þeir vera hafðir af fíflum með svona framkomu að hálfu trukkamanna meðan forseti Palestínu og fylgdarmenn voru í heimsókn. Þeim hefur þótt þetta vera þeim til minnkunar að geta ekki haft hemil á þessum svokölluðum " skríl "
Það sást líka á stöð 2 að ákveðin lögreglumaður bað viðmælanda stöð 2 að bíða um stund og sagði með berum orðum að breyting væri í aðsýgi á ástandinu. Það kom berlega í ljós stuttu síðar að þeir byrjuðu slagsmálin eins og við sáum sannarlega í sjónvarpinu. Skrítið líka að þeir hafi kosið að gera þessa stóru aðgerð með óeirðarlögreglunni með trukkamenn voru sem fæstir og eins og kom fram í viðtali við Sturlu jónsson að þetta hafi ekki verið skipulögð mótmæli og einungis fáir bílar þá finnst mér þessi harka hjá lögreglunni til skammar.
þetta hefur allavega fengið mig til að hugsa minn gang og er akkurat núna fyrst tilbúinn til að sýna trukkamönnum sýnilegan stuðning ásamt flest öllum sem ég hef talað við í dag. Þessi sýn í dag á lögreglu berjandi fólk fékk verulega á mig og vitandi að Björn Bjarnason með sinn einkaher (varalið) sé virkilega í burðaliðnum vekur upp litla vikinginn í mér. Þennan mann þurfum við að stöðva því að svona framkoma í dag mun ekki stilla til friðar heldur mun þetta efla stuðning við trukkamenn. Ég er hræddur um að þetta sé kveikjan á einhverju miklu stærra atburði.
Þröstur
Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:31
Væri ekki betra að nota slökkviliðsbíla og sprauta vatni á mótmælendur heldur en að byrja á svona villimannslegum aðferðum . Vatnið hefur verið notað í stórum mótmælum og virkað mjög vel erlendis . Kveðja Jón Viðar
Jón V Viðarsson, 24.4.2008 kl. 01:08
Gott hjá þér Jón og vona ég að þú sleppir þeim ekki auðveldlega út úr þessu ljóta máli.
Þó ég sé ekki fylgjandi aðferðafræði vörubílsstjórana, þá voru aðgerðir lögreglu í dag langt út fyrir öll mörk sem við getum sætt okkur við hér á landi. Að mínu viti á lögreglan alla sök á því ofbeldi sem átti sér stað þarna; það var mjög augljóst af þeim myndum sem maður hefur séð af vettvangi - allt frumkvæði af ofbeldi kom frá lögreglumönnum. Þarna var framinn alvarlegur glæpur og ég vona að þið gerið kröfur um ítarlega rannsókn og að þeir sem bera ábyrgð á þessu verði látnir víkja hið fyrsta úr þeim störfum sem við höfum treyst þeim fyrir; þeir hafa brugðist því trausti algjörlega. Svona ofbeldi viljum við ekki á Íslandi!
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:45
Sæl.
Mér virðist við lestur um mótmælin að löggæslan hafi misst sig í skapinu gagnvart mótmælendum og áhorfendum að þeim. Sjá lýsingu sjónarvotts og nokkur myndskeið frá vettvangi á þessari slóð :
http://einartor.blog.is/blog/einartor/entry/517840/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.4.2008 kl. 08:53
Þingmenn sem eru svo uppteknir við úthlutanir af almannafé til samþingmanna á Alþingi, að þeir hafa ekki verið að fylgjast með, skipulagsbreytingar Björns Bjarna og meðreiðarmanna á lögreglu, hafa miðast við að byggja upp óeirðarlögreglu til að geta barið á almenningi innanlands, þátttaka í friðargæslu er ekkert annað en þjálfunarbúðir í nýjum samskiptum innanlands.
Engin ógn er til staðar önnur en brostið langlundargeð landsmanna, á sífellt auknum álögum og mismunun, auk stéttskiptingarinnar.
Skilaboð stjórnvalda til almennings eru skýr, eða eins og annar bloggari skrifaði :
"Vinnið vinnuna ykkar og borgið skatta, við sjáum um rest og hugsum fyrir ykkur. Ef ekki þá látum við lemja ykkur!"
Vinnubrögð og aðferðir lögreglu, eru þau nákvæmlega sömu og þeir beittu á mótmælendur við Kárahnjúk, nú er bara um Íslenska fjölskyldumenn að ræða, en ekki krakka erlendis frá.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.4.2008 kl. 09:26
Jón, ég spyr þig beint: Veistu nákvæmlega hverju verið er að mótmæla?
Ég meina nákvæmar en háu eldsneytisverði og hvíldartíma.
Mér skilst að verið sé að vinna í þessu hvíldartíamamáli en þú leiðréttir mig þá ef það er misskilningur.
Hvað vilja þeir að að ríkið lækki sínar álögur mikið á eldsneytið og hvaðan eiga þá aurarnir að koma í vegagerðina undir þessa trukka?
Og svo ein í lokin: Hvað á lögregla að gera þegar ekki er farið að beinum fyrirmælum hennar?
Landfari, 24.4.2008 kl. 10:08
Ég hjó í eitt atriði í sjónvarpinu en það var þegar að lögreglan hafði sprautað táragasinu yfir maninn í fyrsta skiftið, þá voru margar hendur á lofti með vatn í litlum plastbrúsum..... Hvað voru menn að gera með þessar litlu vatnsflöskur á sér NEMA vegna þess eins að þetta var undirbúið allt saman. Það átti sem sagt að æsa til uppþota og skrílsláta og espa lögreglu til athafna. Hverju eru þessir menn að mótmæla ? Af hverju leggja þeir ekki bara niður vinnu í viku eða lengur og taka sér frí ? Það er miklu árangursríkara að fara þá leiðina. Svelta alla þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Vörubílar allskonar myndu lama helling, vöruflutningar alls konar myndu lama verslanir, dreifbýli og alla þá aðra sem eiga undir þessum aðilum lífsviðurværið sitt, sendibílar gætu hjálpað til og líka leigubílar. En, ekkert gengur upp ef ekki er samstaða meðal mótmælenda. Örfáir bílstjórar með skrílslæti gera ekkert annað en að skemma fyrir fjöldanum.
Magnús (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:51
Kæri samherji og bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar
Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:23
Þetta er mjög sorglegt sem gerðist þarna í gær og augljóst að það var lögreglan sem olli með athæfi sínu múgæsingi sem varð til þess að hún fékk alla upp á móti sér. Allt frumkvæði af ofbeldi var lögreglunnar og framganga hennar til mikillar skammar. Það er engu líkara en að lögregluyfirvöld hafi verið búinn að ákveða það fyrirfram að skapa það ástand sem þarna varð. Ef ekki þá eru þetta illa gefnir menn sem ættu ekki að gegna þessum mikilvægu störfum.
Ég hef löngum haft mikið álit á Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, talið hann vera einn besta ráðherrann okkar að mörgu leyti, þar sem hann er hagsýnn, gríðarlega vinnusamur og skilvirkur starfsmaður. Eftir viðtal sem ég sá við hann í sjónvarpinu í gær, þar sem hann lýsti aðförum lögreglunnar sem eðlilegum, án þess þó að hafa kynnt sér þær eða séð fréttir af þeim, verð ég að segja að hann hefur fallið verulega í áliti hjá mér. Hvaða maður í ábyrgðastöðu með fullu viti lýsir yfir ánægju með eitthvað, án þess að hafa kynnt sér það áður í þaula?
María J. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:20
Í fyrsta lagi þá er ég ekki að mæla með lögbrotum. Í öðru lagi þá mun ég hitta fulltrúa vörubílstjóra á morgun til að kynna mér betur þeirra málstað. Í þriðja lagi þá hef ég verið fylgjandi því að eftirlaunafrumvarpið yrði afgreitt sem fyrst og það stendur ekki á mér að vinna að því. Í fjórða lagi þá finnst mér mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að reynt sé að leysa og bregðast við sanngjörnum kröfum ef um þær er að ræða. Þá hafa þeir lögreglustjórar sem ég hef þekkt náið eins og t.d. Sigurjón Sigurðsson heitinn lögreglustjóri í Reykjaví á sínum tíma talað um nauðsyn þess að lögreglan reyni að koma málum þannig í þeim tilvikum sem hægt er að þau megi leysa án ofbeldis. Í fimmta lagi þá báðum við fulltrúar stjórnarandstöðunnar um fund í allsherjarnefnd til að fá kynningu á því hvað raunverulega gerðist og hvernig var að málum staðið. Í því fellst ekkert annað en sá vilji að stjórnmálamenn eigi þess kost að fá allar bestur upplýsingar áður en þeir móta afstöðu.
Jón Magnússon, 24.4.2008 kl. 22:56
Flott hjá þér og ykkur. Geri ráð fyrir, þó þú getir þess ekki hér að ofan, að þið kallið til fulltrúa lögreglu og fáir upplýst hvenær og af hverju ákveðið var að beita gasinu. Ég vænti þess að þú leyfir svo okkur hinum að fylgjast með líka og upplýsir hér nákvæmlega um hvað málið snýst og hver staða þess eða hluta þess er í kerfinu.
Geri ekki ráð fyrir að þetta verði neit trúnaðarmál.
Gleðilegt sumar.
Landfari, 25.4.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.