Leita í fréttum mbl.is

Hvers konar flokkur er Samfylkingin?

Staksteinar Morgunblaðsins á laugardag eru athygliverðir. Þar kemst Staksteinahöfundur að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin sé ekki jafnaðarmannaflokkur, hún sé heldur ekki sósíaldemókratískur flokkur í hefðbundnum skilningi þess orðs og mjög langt frá því að vera gamli Alþýðuflokkurinn.  Staksteinahöfundur telur að Samfylkingin sé flokkur hinnar vinstri sinnuðu menntaelítu landsins sem hefur engan áhuga á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og vinnandi fólks. 

Það má taka undir með Staksteinahöfundi að því marki að Samfylkingin hefur ekki markað sér ákveðna hugmyndafræðilega stöðu sem sósíaldemókratískur flokkur og vinstri sinnaða menntaelítan er þar ansi fyrirferðarmikil.

Samfylkingin hefur leitað eftir stuðningi stórkapítalsins í landinu og formaður flokksins hefur ítrekað boðað að ríkið ætti að taka dýr erlend stórlán á kostnað skattgreiðenda til að gæta hagsmuna stórkapítalsins eins og Staksteinahöfundur Morgunblaðsins kallar það.  

Á það skortir að Samfylkingin hugsi fyrst og fremst um hagsmuni venjulegs íslendings með þó nokkrum heiðarlegum undantekningum sbr. t.d. Jóhönnu Sigurðardóttur og Björgvin G. Sigurðsson, fólk sem hefur fastari rætur í gömlum Alþýðuflokksgildum fremur en hugmyndafræði vinstri sinnuðu menntaelítunnar.

Mér fannst vanta í þessa stuttaralegu úttekt Staksteina sem e.t.v. er von af því að plássið var takmarkað að Samfylkingin var stofnuð til að verða valdaflokkur. Markmiðið með bræðingnum sem fékk nafnið Samfylking var umfram allt að komast til valda valdanna vegna en ekki á grundvelli hugmyndafræðilegrar stöðu og baráttu  flokksins.  Hefði Samfylkingin ekki náð að komast í ríkisstjórn eftir síðustu kosningar er hætt við að kvarnast hefði upp úr þessum sálarlitla valdaflokki.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig risunum tveim í íslenskri pólitík gengur að stjórna. Báðir hafa þeir þá meginskoðun í pólitík að stjórna eigi frá degi til dags. Báðir flokkarnir leita lausna mikillar skattheimtu og mikilla ríkisumsvifa. Það skortir ekkert á sósíalismann. Ekki vegna þess að Samfylkingin reki slíka pólitík heldur vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn svo mikill ríkishyggjuflokkru að það er stundum erfitt að greina hvor flokkurinn vill hvað.

Úttekt Staksteinahöfundar á Samfylkingunni kom mér ekki á óvart og ég er að mestu leyti sammála honum en býð spenntur eftir sambærilegri úttekt hans á Sjálfstæðisflokknum.  Það væri annars frólegt að vita hvað fólki finnst almennt um þessa tvo Dínósárusa íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Sæll Jón

Ég verð að segja eitt að mér finnst það bara frábært að samfylkingin sé ekkert lík Alþýðuflokknum. Mannstu hvernig Ísland var þá? Ég man það nefnilega ekki, hef bara lesið um það, en þau 25 ár sem ég hef lifað hér í þessu frábæru landi.

Sem stjórnmálamaður, gefðu þeim smá tíma að koma sér fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn kann þetta mun betur þar sem þeir eru búnir að stjórna lengur.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 28.4.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já ég tek undir með þér að það verður spennandi að fylgjast með úttekt staksteina á Sjálfstæðisflokknum sem leggur sig ekki beint fram um að leysa úr málum sjálfstæðra einstaklinga í atvinnurekstri til sjávar og vega.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst Ingibjörg orðin svo lík íhaldinu að það kæmi mér ekki á óvart að þau biðu fram næst....það verður kanski seinna, þau koma stöðugt á óvart.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.4.2008 kl. 00:47

4 identicon

Sammála. Með Björgvin líka, traustvekjandi maður. Óheppilegt að formaður Samfylkingarinnar sé utanríkisráðherra og flandrandi um heiminn meðan þjóðarskútan er í brimgarðinum. Fordómar í mér kannski en Ingibjörg Sólrún komst ekki vel frá Silfri Egils í dag að mínum dómi. Virtist ekki í sambandi við fólkið, gerði lítið úr veruleika vinnandi fólks. Margir hljóta að hafa áhyggjur framtíðinni og mer fannst ekki taka á því. Kv. Ingimundur Kjarval  

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 471
  • Sl. sólarhring: 891
  • Sl. viku: 3752
  • Frá upphafi: 2448719

Annað

  • Innlit í dag: 450
  • Innlit sl. viku: 3502
  • Gestir í dag: 439
  • IP-tölur í dag: 423

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband