Leita í fréttum mbl.is

Er e.t.v. ráð að hækka stýrivexti?

Að því  hlaut að koma að óábyrg efnahagsstjórn ríkisstjórna og Seðlabanka mundi leiða til mikils efnahagsvanda.  Vandinn er enn meiri vegna þess að ríkisstjórnin er gjörsamlega úrræðalaus. Væri ríkisstjórnin ekki úrræðalaus þá mundi hún nú þegar a.m.k. boðað aðgerðir.

Ef til vill sjá þeir þá einu leið að hækka stýrivexti.

 Hvað hefur ríkisstjórn og Seðlabanki sér til varnar þegar lán einstaklinga hækka um 20-30% vegna óábyrgrar efnahagsstjórnar. Hvað hefur ríkisstjórn og Seðlabanki sér til afsökunar ef hjól atvinnulífsins stöðvast vegna hávaxtastefnu.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta eru keðjuverkandi þættir, allavega eru forsendur kjarasamninga klárlega brostnar.

Gengissveiflur virðast hafa áhrif út í verðlag áður...!  en gengið sjálft gefur tilefni til. 

Skv meðf. eru aðgerðir Seðlabanka allavega ekki að skila því sem menn þar á bæ hafa vonast til. 

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/28/verdbolgutolur_skelfilegar/

Marta B Helgadóttir, 28.4.2008 kl. 11:41

2 identicon

Tvennt er ljóst: Bankarnir geta lagt niður greiningardeildirnar og Þorvaldur Gylfason, og fl. höfðu rétt fyrir sér. Eitt í viðbót, það er óhætt að leggja niður Seðlabankann eins og Sighvatur Björgvinsson lagði til fyrir 20 árum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Púkinn

Það er nú ekki allt stjórnvöldum að kenna.  Hluti ábyrgðarinnar liggur hjá þjóðinni sem hefur lifað um efni fram undanfarin ár, en hitt er annað mál að aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Úrræðaleysi ráðamanna er algjört og bókstaflega með ólíkindum miðað við það ástand sem til staðar er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 75
  • Sl. sólarhring: 948
  • Sl. viku: 3356
  • Frá upphafi: 2448323

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 3126
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband