29.4.2008 | 07:36
Þungavigtarmenn kveða sér hljóðs um Evrópusambandið.
Fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Sigurðsson mæla báðir með því í skrifum sínum í blöð í dag að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Pálsson skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem hann segir m.a. "Evrópusambandið er örugglega ekki endastöð í evrópskri þróun. En það er fullkomlega eðlilegur farvegur til að tryggja þá íslensku hagsmuni er hvíla á sömu grundvallargildum sem fyrr. Aðildarspurningin snýst fyrir þá sök um eðlilega þáttöku í framrás tímans í því samfélagi þjóða sem næst standa."
Þessi niðurstaða fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins er athygliverð að því leyti að hér er ekki töluð nein tæpitunga. Í huga Þorsteins þá er aðildarumsókn að Evrópusambandinu eðlileg.
Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins segir í grein í Morgunblaðinu "Íslendingar eiga ekki að bíða lengur með framtíðarákvarðanir um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Tími umsóknar er kominn."
Nýleg skoðanakönnun leiðir í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar eða meir en 2 af hverjum 3 telja æskilegt að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Ég hef lengi talið og látið þá skoðun mína í ljós að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég hef samt sem áður talið verulega spurningu um það hvort við mundum ná ásættanlegum samningum en það á ekki að hindra okkur í að leita eftir því hvort að framtíðarhagsmunum Íslensku þjóðarinnar getur verið betur borgið með aðild eða án hennar.
Á endanum snýst spurningin ekki um annað en kalt mat á því hvað Íslandi og Íslendingum er fyrir bestu niðurstaða um hvort svo getur verið innan eða utan Evrópusambandsins kemur fyrst fram þegar aðildarviðræðum er lokið og þjóðin á þess kost að taka afstöðu til aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 8
- Sl. sólarhring: 119
- Sl. viku: 4667
- Frá upphafi: 2416341
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 4332
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Nú stærsti gallinn við það að ganga í Evrópusambandið er að okkar heitt elskaði Íslenski FETA ostur mun missa nafn sitt, heyrði ég tilkynnt í fréttum fyrir einhverjum tíma :)
En þú sem maður sem styður inngöngu okkar í Evrópusambandið...ég er tildurlega ungur einstaklingur og veit ekki nákvæmlega hverju við töpum eða hvað við græðum, en lítið sé ég um það þegar menn tala um þetta eru svör, eins og væntanlega tala þeir sem mótfallnir eru innritningu Íslands benda á galla, geturðu svarað þeim niðrunum á inngöngu landsins?
Ottó Marvin Gunnarsson, 29.4.2008 kl. 08:37
Jón:
Málflutningur þinn gengur ekki upp. Þú vilt í einu orðinu hefta straum útlendinga til landsins og nýta fyrirvara í EES-samningnum til þess en í hinu orðinu viltu ganga í Evrópusambandið. Heldurðu virkilega að hægt sé að semja við sambandið um að hefta straum íbúa Evrópusambandsríkjanna til Íslands ef til aðildar að því kæmi? Eða ertu kannski hættur að tala fyrir því að takmarka eigi straum útlendinga til landsins? Þessi málflutningur gengur einfaldlega ekki upp og þú eykur ekki trúverðugleika þinn með svona framgöngu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 08:45
Sammála Hjörtur. Jón hvað með sjávarútveginn ef við förum inn í ESB ég veit að við getum væntanlega fengið allt að 15 ár í undanþágu þá lít ég til Skotlands hvernig fór þar 15 árin liðu!! Fáum við að halda í 200 mílurnar sér fyrir okkur Íslendinga til framtíðar ef við við förum inn í ESB? Nei stjórnarskrá(Rómarsáttmálinn) ESB leyfir það ekki. Óska eftir skýrum svörum. Hvað skal gera með sjávarútveginn ef gengið er til saminga við ESB gefa út afsal vegna hans til erlenda fjárfesta??
Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:25
Og hvað með svo margt, margt annað. Hvað með t.d. vægi Íslands innan Evrópusambandsins við aðild sem verður næsta ekkert vegna þess að mælikvarðinn er íbúafjöldi aðildarríkjanna? Nokkuð sem er eitt af þeim grundvallarmálum sem ekki verður samið um í aðildarviðræðum við sambandið og er eitt sér næg ástæða og rúmlega það til að hafna aðild.
Þykir Jóni Frjálslyndi flokkurinn hafa mikið vægi og völd á Alþingi? Hvernig gengur honum að standa vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna þar? Nær flokkurinn miklum árangri í að koma málum sínum á framfæri og fá ráðandi aðila til að taka nægt tillit til hans og fara að sjónarmiðum hans?
Vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði margfalt minna en Frjálslynda flokksins á Alþingi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 10:26
Því má svo kannski bæta við að Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf möguleika á að auka vægi sitt á Alþingi með bættum árangri í kosningum, en vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði ákveðið fyrirfram.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 10:34
B.N. það tók ekki nein 15 ár, þau urðu ekki nema 3, þar til að fransmann kom upp að þeirra ströndum.
Sjálfstæðinu er auð niður glutrað, það læra sumar þjóðir ,,the hard way".
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 29.4.2008 kl. 10:35
Vandamálin varðandi aðild eru mörg en við erum í dag aukaaðilar að ESB með aðildinni að EES. Það sem við undanskiljum sérstaklega í EES samningnum er landbúnaður að hluta, sjávarútvegur, peningamálastefna og gjaldmiðillinn. Ég hygg að flestir séu sammála um að það væri til góðs að meiri festa væri í peningamálastefnunni og það er tvímælalaust kostur að geta nýtt besta gjaldmiðilinn í stað þess að sitja uppi með þann versta.
Hjörtur ég vil takmarka frjálst flæði til landsins og þegar umræður voru um EES samninginn á Alþingi þá voru margir þingmenn sem gerðu athugasemdir við frjálsa flæðið og mæltu gegn því m.a. Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. Sigfússon. Ég er þeirrar skoðunar að ESB hafi farið of hratt í að taka gömlu Austur Evrópu ríkin inn í ESB og heimila þeim aðgang að Evrópska vinnumarkaðnum sem hefur orðið til tjóns bæði fyrir uppbyggingu í þessum löndum og skapað óeðlilega þenslu sérstaklega þeirra ríkja sem beittu ekki undanþágu sem við gátum beitt, lönd eins og við og Bretland. Ég tel að þetta atriði ásamt öðrum hljóti að koma til skoðunar í aðildarviðræðum. Lichtenstein fékk á sínum tíma verulega betri kjör en við hvað varðar frjálsa flæðið þó þeir séu inni í miðri Evrópu og Sviss gerði sérstakan tvíhliða samning við ESB þar sem frjálsa flæðið er mjög takmarkað. Við höfum ekki síðri forsendur til að höfða til sérstöðu okkar í þessu máli.
Vægi Íslands yrði ákveðið fyrirfram það er rétt Hjörtur. En vægi okkar í dag er 0 við höfum engin áhrif og þurfum að taka þær ESB gerðir sem að okkur eru réttar og Alþingi íslendinga hefur ekkert með þær að gera fyrr en komið er að innleiðingu. Mér finnst sú málsmeðferð óásættanleg
Sjálfstæðinu er auðniðurglutrað og ég er hræddur um að óábyrg efnahagsstjórn sé hættulegri sjálfstæði landsins en flest annað. Þjóðin þarf því miður að ganga í gegn um þrengingar vitlausrar efnahagsstjórnar og útþennslu ríkisbáknsins í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og síðar.
Jón Magnússon, 29.4.2008 kl. 11:16
Jón, þessvegna vildi ég TVÍHLIÐA VIÐRÆÐUR VIÐ ESB en EES er ekki óafturkræft en það væri um slíkt að ræða ef aðildarumsóknin væri samþykkt af hræddri þjóð við framtíðina.
Ég er þjóðholur maður og tel það ekki bara ósvinnu, heldur daður við LAndráð, að vilja inn í Kalmarsambandið hið nýja.
Miðbæjaríhaldið
segi sem forfeður hans
Íslandi allt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bjarni Kjartansson, 29.4.2008 kl. 11:52
Jón:
Vandamálin við aðild eru svo sannarlega mörg og um fæst þeirra verður samið við Evrópusambandið. Það er tóm vitleysa að tala um EES-samninginn sem aukaaðila að Evrópusambandinu og ekki einu sinni sambandið sjálft lítur svo á heldur aðeins að um sé að ræða samning á milli þess og EFTA um aðgang að innri markaði sambandsins og samræmingu á reglum sem um hann gilda.
Það er síðan fjölda margt sem samningurinn kveður ekki á um s.s. sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, tollamál almennt, löggæzlumál, utanríkismál og þ.m.t. frjálsir samningar við þriðja aðila, peningamál og efnahagsmál almennt og fjölmargt annað. Ef um einhvers konar aukaaðild væri að ræða væri hún því æði rýr í roðinu. Völd okkar yfir eigin málum eru svo annarlega margfalt meiri í dag en þau yrðu nokkurn tímann innan Evrópusambandsins. Svo mikið er víst og þarf ekki mikla þekkingu á Evrópumálunum til að sjá það.
En ef þú ert ósáttur við vægi okkar nú með EES-samninginn og sömuleiðis vægi okkar innan Evrópusambandsins ef til aðildar kæmi (sem ég geri ráð fyrir að sé raunin) liggur beinast við að vera andvígur báðum kostunum og styðja þess í stað að látið verði reyna á tvíhliða samninga við sambandið eins og Sviss hefur gert með mjög góðum árangri, nokkuð sem ekki einu sinni formaður svissnesku Evrópusamtakanna gat neitað í heimsókn til Ísland fyrir ekki svo löngu. Það er einkennileg afstaða að vilja bregðast við áhrifaleysi yfir takmörkuðum sviðum þjóðfélagsins með því að framselja yfirráðin yfir nær öllum sviðum þess fyrir vægi sem yrði nánast ekki neitt.
Það þarf svo sannarlega að laga margt í okkar efnahagsstjórn, en það er deginum ljósara að það verður ekki gert með því að segja sig til sveitar og ganga í Evrópusambandið eins og t.a.m. frændur okkar Írar eru að kynnast þessa dagana. Ef eitthvað væri vitlaust efnahagslega séð væri það að ganga í sambandið. Svo mikið er víst.
Það hvarflar annars óhjákvæmilega að manni að þetta Evrópusambandsdaður þitt sé einkum hugsað til að pirra Kristinn H. Gunnarsson. Í það minnsta kæmi mér það ekki á óvart í ljósi þess kalda stríðs sem mun hafa geysað á milli ykkar a.m.k. síðasta árið og færst í aukana frekar en hitt. Það væri hins vegar auma afstaðan að setja sem fulltrúi þjóðarinnar á þingi eigin hagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. Ég vona að sú sé ekki raunin.
E.s. Og Jón, hvorki Liechtenstein né Sviss eru í Evrópusambandinu eins og þú veist. Þeirra samningar sem ríki utan sambandsins yrðu því seint innlegg í aðildarviðræður við það. Við gætum hugsanlega fengið einhvern aðlögunartíma í mesta lagigagnvart frjálsu flæði fólks sem þó er ólíklegt þar sem við erum í raun þegar búin að fá hann og taka afstöðu til hans.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 12:10
Og vegna færslunnar þinnar, afstaða þeirra Þorsteins og nafna þíns til Evrópumálanna og hafa legið fyrir um árabil og geta ekki beint talizt fréttir. Og þungaviktarmenn eru þeir varla, í það minnsta á það ekki við um Þorstein innan Sjálfstæðisflokksins. Svo mikið er víst.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 12:14
Og ein viðbót til, í þeirri skoðanakönnun sem þú vísar til í færslunni var ekki spurt um stuðning við aðildarviðræður við Evrópusambandið heldur stuðning við undirbúning að aðildarviðræðum við sambandið sem er talsvert annað og felur ekki í sér grænt ljós á aðildarviðræður sem slíkar. Þess utan hafa skoðanakannanir til þessa um Evrópumálin verið æði misvísandi og erfitt að byggja mikið á þeim nema maður sé forystumaður í Samfylkingunni sem hafa byggt heilu stefnurnar á einstökum skoðanakönnunum í gegnum tíðina, ekki sízt í Evrópumálum. Þú ert kannski kominn í þann bransa Jón?
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 13:06
Flottur Hjörtur. Við erum samherjar í ESB málunum og er það vel.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B,N, (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:52
Bjarni ég taldi á sínum tíma að við hefðum átt að leita tvíhliða samnings einkum vegna þess að EES samningurinn er fordyri fullrar aðildar að ESB og skuldbinding um að lögleiða meginhluta af regluverki ESB. Þess vegna taldi ég og bæði skrifaði um og talaði um að við ættum að kanna þá kosti sem við hefðum. Ég ræddi um tvíhliða samning við ESB og ég velti líka upp þeirri hugmynd hvort við gætum nýtt okkur legu landsins á milli stóru viðskiptablokkana ESB og USA og lagði til að það yrði kannað. En síðan er liðinn langur tími og aðstæður breyttar. Þess vegna tel ég að þjóðin eigi að ganga úr skugga um það hvort að forsenda er fyrir aðild eða ekki. Norðmenn hafa gert það tvisvar og þjóðin hefur fellt aðild í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. Ekki skaðaði það hagsmuni eða málstað Noregs að neinu leyti og það mun ekki gera það heldur þó að við könnum hvort það geti verið flötur á aðild eða ekki. Sjálfur hef ég ítrekað sagt að ég telji á því ýmis tormerki
Hjörtur. Allir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins eru og voru þungavigtarmenn í pólitík
Jón Magnússon, 29.4.2008 kl. 16:22
Jón. Þú styður þá væntanlega ekki ályktun Frjálslynda flokksins
um Evrópumál nýverið? Ertu fylgjandi fjárfestingu útlendinga í
íslenzkri útgerð? Við inngöngu Íslands í ESB opnast fjárfestingar
útlendinga í íslenzkri útgerð, þannig komast þeir bakdýramegin inn í fiskveðilögsöguna og geta þannig komist yfir hinn framseljanlega
kvóta á Íslandsmiðum. Hið fræga kvótahopp myndi þá halda innreið
sína á íslenzk fiskimið sem hefur t.d lagt breskan sjávarútveg í
rúst. Þú hefur væntanlega engar áhyggjur af því frekar en aðrir ESB-sinnar Jón ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2008 kl. 17:07
Jón, ég verð að vera ósammála þér með inngöngu í ESB og upptöku Evru (en við getum ekki tekið upp € nema að ganga í ESB), sökum þess að við værum óbeint að afsala okkur sjálfstæði okkar, selja mikilvægar ákvarðanatökur sem eiga að vera í höndum Íslendinga í hendur Bruxeles stjórnarfarsins með tilheyrandi red-tape og bureucracy, glopra frá okkur auðlindum okkar, bæði orkulindum, vatni og fiski og gera þegar lélega stjórnun í innflytjendamálum ennþá verri!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.4.2008 kl. 17:14
Jón:
Hvernig hafa aðstæður breytzt að þessu leyti?
Reyndar er það skoðun norskra Evrópusambandssinna að þjóðaratkvæðagreiðslurnar tvær um aðild að Evrópusambandinu hafi skaðað möguleika Norðmanna á slíkri aðild. Evrópusambandið sé mun tortryggnara gagnvart norskri Evrópusambandsaðild en áður eftir tvö nei. Fyrir vikið hafa lykilmenn í röðum Evrópusambandssinna í Noregi lýst því yfir að ekki sé hættandi á aðra aðildarumsókn nema næsta öruggt sé að hún verði samþykkt. Ekki sé hættandi á að fá þriðja nei-ið.
Það að vera fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki sjálfkrafa ávísun á að viðkomandi verði þungaviktarmaður innan flokksins það sem eftir er ævinnar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 00:16
Við getum deilt um Íslenskan sjávarútveg hér heima. hvernig eignarhald sé háttað. En er það ekki betra að íslenskir sjómenn og útgerðarmenn landi hérna og peningarnir komi inn í Íslensk þjóðfélag fyrir Íslenskann fisk. Væri það ekki betra heldur en að það væru nokkrir Spænskir togarar sem lönduðu í Verksmiðjuskip, sem síðan yrði siglt til Spánar. Hvorki fiskurinn né nokkur króna myndi koma við á landinu eftir 15 ára aðlögunar tíma. en það er kannski ekki vandamál fyrir þig þar sem þú kannski horfir ekki lengra en til næstu þingkosninga í að tryggja þér áframhaldandi sæti á þingi.
Fannar frá Rifi, 5.5.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.