Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir Ómar um þetta?

Pólitíski spillingafnykurinn leggur af ráðningu Ólafs F. Magnússonar á Jakobi  Frímanni. 

Ólafur F. Magnússon og Jakob Frímann tengjast traustum pólitískum böndum í Íslandshreyfingunni en Jakob var frambjóðandi þess flokks í Suðvestur kjördæmi við síðustu kosningar og Ólafur F. Magnússon ötull stuðningsmaður.

En þeir Ólafur F. og Jakob F tengjast ekki bara í gegn um Íslandshreyfinguna. Þeir spiluðu saman fótbolta í Val í gamla daga og voru skólabræður í gagnfræðaskóla eins og það hét á þeim tíma.

Í sjálfu sér er ekkert við að athuga að menn séu ráðnir til starfa á grundvelli hæfileika jafnvel þó að yfirmaður eða sá sem sér um ráðningu þekki viðkomandi og tengist honum ákveðnum böndum. Í þessu tilviki var  ekki fylgt eðlilegum reglum um ráðningar. Þá er mér til efs að ráða hefði þurft starfsmann í þessa stöðu ekki frekar en í stöðu menningarfulltrúa í London sem Jakob Frímann var ráðinn í á sínum tíma út á pólitíska verðleika þess tíma.

Ég hélt að jafn góður og grandvar maður og Ómar Ragnarsson er mundi leggja áherslu á að flokkur hans færi ekki í fótspor gömlu flokkana í pólitískum mannaráðningum. En hann ræður sjálfsagt ekki við spillingaröflin í flokknum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Held að það sé búið að eyða allt of miklu púðri í þessa ráðninu Jakops Frímanns, á meðan ekkert er minnst á ráðningu Markúsar Antons með enn hærri laun.

Ef það á að koma einhverju í verk þá þýðir ekki að eyða öllum tímanum í að leita að fólki.  Úr því það tókst að finna hæfan mann í djóbbið eftir nokkkrar tilraunir er um að gera að koma verkenfinu af stað. Það má svo alltaf auglýsa að ári ef þessu verður haldið áfram eins og sumir gera sér vonir um.

Það er hver maðurinn eftri annan búin að gagnrýna ástandið í miðbænum og svo þegar eitthvað er gert í því þá er það endalaust gagnrýnt. Hvað hefði það tafið málið lengi ef það hefð verið auglýst.

Ég verð nú að viðurkenna að ég er svolítið spenntur að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Jakopi.

Það jaðrar við að manni finnist Ólafur F. vera lagður í hálfgert einelti af fjölmiðlunum. Honum er margt betur til lista lagt en koma fram í þeim.

 En að öðru Jón, ertu búinn að fá að vita nákvæmlega hvað vörubílstjórarnir vilja að olían kosti og hvað þeir vilja meiga vinna lengi án hvíldar?

Ertu sammál þeirra köfum?

Landfari, 12.5.2008 kl. 16:24

2 identicon

Bloggfærslan er væntanlega skrifuð til að þvo hendur sínar af Ólafi F og minna á að hann er ekki í Frjálslynda Flokknum !?

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:38

3 identicon

Ósköp eru þingmenn duglegir við að tala um spillingu annara meðan þögnin um eftirlaunaránsfengin mergmálar landshorna á milli.

Hver og einn einasti þingmaður er sekur í því máli.

Rögnvaldur Þór Óskarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Ásta Erna Oddgeirsdóttir

'Ég get ekki að því gert að mér finnst vera skítalykt af þessu öllu saman,flokkadrættir af verstu sort og spilling ofan á spillingu. Þó svo að það hafi ekki verið ráðið í þessa tilbúnu stöðu sem nemur minna en einu ári,þá var vel hægt að auglýsa stöðuna,þó einhverjar reglur segi að þess þurfi ekki. Ég ætla bara rétt að vona að maður þurfi ekki að horfa upp á Jakob og co berja á sér búkana eins og hann ásamt fleirum gerðu (ó)sællar minningar hér um árið,þvílík landkynning! Fólk varð að ganga um með hauspoka og neita að vera íslendingur ef þetta barst í tal,sem var ansi oft. Við verðum bara að bíða og sjá til,en gaman væri að heyra hvað Ómar hefur um þetta að segja......

Ásta Erna Oddgeirsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef rætt við fulltrúa vörubílstjóra Landfari og veit hverjar áherslur þeirra eru. Ég er sammála þeim um að hafa hvíldartímaákvæðið sveigjanlegra og tel að ríkisvaldið eigi núna að lækka bensíngjald og ýmis önnur gjöld til að sporna gegn óðaverðbólgu. Þá koma líka til önnur atriði sem snerta vörubílstjóra sérstaklega sem mér finnst rétt að taka undir.

Gunnar það þarf ekki að þvo Ólaf F. eða Jakob af Frjálslynda flokknum. Ólafur F. er í Íslandshreyfingunni og formaður þess flokks Ómar Ragnarsson hefur gumað af því opinberlega.

Jón Magnússon, 12.5.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Jón Magnússon

Rögnvaldur þetta er ómaklegt. Ég veit ekki hvort þú fylgist ekki með. Frá því að frumvarpið til eftirlaunalaganna kom fram hef ég talað gegn þessari lagasetningu og gerði sérstaka grein fyrir stuðningi mínum við frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um málið á þingi í vetur. Þá tók ég með afdráttarlausum hætti undir orð utanríkisráðherra frá því í gær í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um að stuðning við að afnema þessi sérstöku eftirlaun æstu embættismanna ríkisins og alþingismanna.

Jón Magnússon, 12.5.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já Ásta mér fyndist mjög gaman að heyra hvað Ómar Ragnarsson hefur um þetta mál að segja.

Jón Magnússon, 12.5.2008 kl. 22:18

8 identicon

Jón Magnússon, þar sem  þú ert lögfróður maður væri gaman vita skoðun þína á því hvort löglegt sé að afnema lífeyrisréttindi þeirra sem þegar eru byrjaðir töku lífeyris samkvæmt umdeildum  eftirlaunalögum, um þetta deila lögspekingar. Í fréttum nýlega er sagt að þetta séu um 15-20 einsatklingar. Hver telur þú að eftirlaun æðstu embættismanna eigi að vera? Ég borga 4% af mínum launum í lífeyrissjóð og vinnuveitandi minn 8% mótframlag, ég get hafið töku lífeyris 67 ára. Finnst þér þetta vera sanngjörn réttindi?   

Guðmundur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:10

9 identicon

Sæll

 Þetta eru nú aumu kvartanirnar. Þegar fyrri meirihluti var við störf , þ.e.a.s. R-listi, voru sömu laun í starfinu til langframa og enginn kvartaði. Nú er JFM þar til skamms tíma og allt verður vitlaust. Minnihlutinn er bara að gera sig verðlausan með þessu bulli og því miður þú líka.

Kv.

sveinbjörn

Sveinbjörn K (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 02:17

10 Smámynd: Ég

Mér finnast talsmenn minnihluta í borgarstjórn hafa orðið sér til háborinnar skammar í málflutningi í þessu Jakobsmáli.  Mér finnst það aumt þegar það eina sem þeir geta ráðist á er það að borgarstjóri skuli ætla að gera atlögu að ástandinu í miðbænum.

Ég hef aldrei verið hlynntur núverandi meirihluta, en þessar árásir finnast mér aumara en flest sem ég hef séð síðasta árið ... og af nógu er að taka!

Þú Jón gengur nú skrefinu lengra í þessu (var hitt ekki lengur að bíta?) ... með því að blanda Ómari inn í þetta mál.   Það eru svona skrumskælingar sem gera það að verkum að þú ert ekki kredible stjórnmálamaður þó þú hafir ýmislegt fram að færa.  Hver klappar þér á bakið fyrir svona rugl?  Ég fullyrði því að það er ekki 1 nýtt atkvæði í næstu kosningum sem gerir það!

Ég, 13.5.2008 kl. 08:28

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú, það er ekkert nema sjálfsagt að fá það frá honum Ómari hvort honum finnast þessar vendingar vera í lagi og það get ég fullyrt að hann Jón fær fleiri atkvæði útá að rótast í þessum skít en hann "Láfi litli" getur nokkurn tímann látið sig dreyma um aftur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.5.2008 kl. 10:58

12 identicon

Mér finnst ekki hægt að bera saman stöðu sem R-listinn bauð upp á með auglýsingu og mat á hæfasta starfsmanni. Stuttu eftir að Ólafur hefur talað um sparnað og svæft mannréttindastofnun finnst mér helvíti hart að Jakob sé ráðinn á þessum launum. Maðurinn verður að vera samkvæmur sjálfum sér. Ég hef ekkert á móti Jakobi og vorkenni honum helst fyrir að lenda í þessari orrahríð. Ólafur hefur líka svarað spurningum með óljósum frösum sem enginn skilur og þess vegna hefur hann lent illa í fréttamönnum þar sem þeir hörðustu krefjast svara. Þar er dónaskapurinn á báða bóga.

Svo er alltaf frekar glatað að verja spillingu með dæmi um aðra spillingu. Spilling eins flokks ver ekki spillingu annars.

 kveðja

Eva Ó. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:28

13 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er grundvallaratriðið Eva. Það er ekki hægt að verja eins spillingu með því að vísa í að aðrir hafi ekki verið hótinu betri einhvern tímann. Við lifum í núinu en ekki í þáinu þó alltaf sé sjálfsagt að draga lærdóm af sögunni.

Jón Magnússon, 13.5.2008 kl. 12:51

14 Smámynd: Landfari

"Ég hef rætt við fulltrúa vörubílstjóra Landfari og veit hverjar áherslur þeirra eru. Ég er sammála þeim um að hafa hvíldartímaákvæðið sveigjanlegra og tel að ríkisvaldið eigi núna að lækka bensíngjald og ýmis önnur gjöld til að sporna gegn óðaverðbólgu."

Hversu sveigjanlegt á hvíldartímaákvæðið að vera? 5, 6, 7, 8 eða fleiri stundir sem má keyra án hvíldar?

Hvað viltu fara með bensíngjaldið niður í og hvar á að taka inn pening í staðinn? Eða minnka vegaframkvæmdir á móti?

Það vittlausasta sem hægt er að gera er að fara að niðurgreiða vöru sem hækkar í verði vegna þess að hún er af skornum skammti. Það er bara svo frámunalega heimskt að ég var að leifa mér að vona að engum þingmanni dytti það í hug. Heyrði hinsvegar að Atli hjá VG tókk undir þetta á Bylgjunni í morgun. Ég er að spá í hvort það sé tilviljun að þið eruð báiðr lögfræðingar. Þetta er ekki ólíkt því að pissa í skóinn sinn til að halda á sér hita svo notuð sé klisjukendur farsi.

Ég verð að segja að ég veit ekki alveg hvar þú stendur í þínum málflutningi stundum. Nær undantekningalaust finnst mér þú hafa mjög góðan málstað að verja og gera það af rökfestu og skynsemi.

Svo tekurðu upp á að verja tóma dellu stundum sem nýtur vinsælda hjá þeim sem ekki haf hugsað máíð ofan í kjölinn, annað hvort af því þeir nenna því ekki eða af því þeir geta það ekki. Get ekki að því gert að mér finnst þetta bera of mikinn keim af því þegar skynsamir menn leiða hjá sér málefnalega skynsamlega afstöðu því "atkvæðalega séð" sé "skynsamlegra" að taka vinsælli afstöðu til málanna .

Hér er ég að vísa baráttu þína fyrir afnámi verðtrygginga sem er poppulismi sem er fyrir neðan þína virðingu og svo ef þú ætlar núna að fara að berjast fyrir niðurgreiðslu ríkisins á eldsneyti.

Einu skynsamlegu viðbrögjðin við hækkun eldsneytis er að reyna að nota minna af því. Hvetja til vistvæns aksturs, aukinnir notkunar almenningssamgangna, jafnvel gera frítt í strædó fyrir alla, versla í heimabyggð, nota reiðhjólið meira, lækka eða afnema gjöld af vistvænum bílum eða með öðrum orðum neyta allra þeirra leiða sem færar eru til að minnka notkun á bensíni og díselolíu. Ein aðferðin væri hreinlega að hækka gjöldin á þessa orkugjafa til að fá fólk frekar til að nota aðra. 

Landfari, 15.5.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 35
  • Sl. sólarhring: 827
  • Sl. viku: 5771
  • Frá upphafi: 2472441

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 5255
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband