Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðir fyrir almenning?

Samkomulag milli Seðlabanka Norðurlanda sem kynnt var í gær var tvímælalaust jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Samt sem áður stendur eftir sú spurning hvort við höfum hag af því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Varnirnar hafa verið auknar en kostnaðurinn er ærinn. Kostnaðurinn er ekki síst í fjármálalífinu hjá lánastofnunum og aðallega almenningi. Spurning er hvort við eigum að halda í slæman kost ef möguleiki er á betri?

Forsætisráðherra sagði á fundi í Valhöll í dag að ýmislegt væri í vinnslu og mundi fljótt líta dagsins ljós. Spurningin er hvenær? Ráðleysi ríkisstjórnarinnar hefur þegar kostað okkur mikið og valdið erfiðleikum í efnahagslífinu sem hægt hefði verið að komast hjá hefði ríkisstjórnin ekki verið jafn ráðvillt og raun ber vitn. Já hefði ríkisstjórnin skynjað hvað var að gerast áður en hún lenti í snjóflóðinu.

Nú er spurning hvort að ríkisstjórnin gæti þess að hugsa um hagsmuni þeirra sem verst verða úti vegna verðbólgunnar? Hvað á að gera vegna vanda skuldsettra fjölskyldna sem eru með verðtryggð lán sem hækka og hækka vegna óstjórnarinnar í efnahagsmálunum?

Það er athyglivert að forsætisráðherra skuli taka um óprúttna aðila úti í heimi sem sjái sér ávinning í því að setja klærnar í íslenskt efnahagslíf.  Hvað með óprúttnu aðilanna hér á landi? Hefur ekki ruglandinn í efnahags- og gengismálum verið klæðskerasniðin fyrir þá?


mbl.is Varnir efnahagslífs styrktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur nokkur komist að því hverjir þessir óprúttnu aðilar eru?

Ásta Erna Oddgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:40

2 identicon

Við getum ekki fyllst neinu stolti yfir þessum tíðindum þótt mörgum okkar er létt. Þetta er ömurlegt og neyðarlegt fyrir okkur Íslendinga. Þetta kemur í sögubækurnar eins og Kópavogsfundurinn forðum.  Harður dómur yfir hagstjórn síðustu ára. Hagstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins ekki má gleyma því.  Hér skríðum við heim með víxil frá frændum okkar á Norðurlöndum sem skera okkur niður úr snörunni.  Við getum bara auðmjúklega þakkað þeim og skammast okkar. 
Þessu erum við öll meira eða minna samsek í. Bæði einstaklingar fólk með fullu viti hefur steypt sér í ótrúlegar skuldir á stuttum tíma auk fyrirtækja og ekki síst bankarnir "okkar".  Hér erum við öll taparar.

Núna verðum við að herða sultarólina. Eyðslufylleríið er búið. Vextirnir verða að vera háir til að verja gengið.  Markaðsverð á húsnæði á eftir að hrynja það er í raun óumflýjanlegt. Verðið er uppskúfað og ekki í neinum tengslum við kaupmátt.  Það er offramboð á húsnæði, háir vextir/verðtrygging vegna verðbólgu, minnkað framboð á lánsfé og búast má við stórlega minnkuðum kaupmætti vegna gengisfalls krónunnar.  Að halda fram einhverju öðru en stórfeldu verðfalli er algjört kjaftæði. Verð á húsnæði er ekki ákveðið í Seðlabankanum, það er ákveðið á markaðnum. Það verður bara að láta markaðinn rétta þetta upp og það gæti þýtt 30-60% fall á raunvirði húseigna á næstu 2 árum.  Að ausa inn lánsfé til að blása lífi í þetta er gjörsamlega út í hött. 

Ríkissjóði er spáð 7% halla frá 2010 vegna lækkaðra veltuskatta eftir spá Seðlabankans. Ef ríkið á að taka þátt í að niðurgreiða lánsfé sem síðast en ekki síst verður að koma erlendis frá grefur undan krónunni sem síðan hækkar vaxtastigið. 

Það er ekki hægt að lána sig frá raunveruleikanum.  Það er gjörsamlega veruleikafyrrt að fólk geti staðið undir 4-8 földum árstekjum sem lán.  Það á ekki að vera í hlutverki ríkisins að halda uppi of háum fasteignamarkaði eða gera fólk að lánaþrælum. Þessu þarf núna að linna.  Vonandi verða næstu árin tími hagsýni og sparnaðar ekki eyðslu og glópsku.

Það er ekkert ólöglegt sem þessir svokölluðu vogunarsjóðir gera. Þegar þeir veðjuðu á að krónan hækkaði þá græddum við og enginn sagði neitt.  og núna veðja þeir að hún lækkar og þá töpum við....   Vogunarsjóðirnir tala núna niður krónuna og ríkisstjórnin talar hana upp.
Vogunarsjóðir veðja á gjaldmiðil sem er of hátt skráður eða fyrirtæki sem eru of hátt skráð.
Það eru Íslendingar sjálfir sem grafa undan krónunni með eyðslufylleri og óráðsíu og sumir halda það að þessu sé hægt að halda áfram í það óendanlega en því miður fylleríið er búið.  Það er komið að skuldadögum.

Það sem vantar núna er hver er lausn stjórnarandstöðunnar.  Framsóknarflokkurinn, Vinstri Grænir og Frjálslyndir hafa ekki komið fram með neinar trúverðugar lausnir enda finnast þær því miður ekki. Allar lausnir eru sársaukafullar. Það er ekki hægt að lækka vexti það grefur undan krónunni sem hækkar verðtryggingu.  Við erum komin í ótrúlegar ógöngur.  Lausnin er að greiða niður skuldir, lækka neyslu og auka skatta og hækka vexti.  Þetta þýðir persónuleg gjaldþrot, greiðsluerfiðleika því miður.

Gunn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Frjálslyndi flokkurinn einn flokka á Alþingi ber ekki ábyrgð á þeirri óráðsíu við framkvæmd mála að færa sjávarútveg þjóðarinnar í form markaðsvöru þar sem óveiddur fiskur úr sjó var gerður að verslunarvöru og veðsettur í fjármálastofnunum, sem getur all nokkuð gefið skýringu á þvi furðulega efnahagsástandi sem til staðar er í landinu nú um stundir.

Það var óhjákvæmilega að almenningur í landiu myndi á einhverjum tímapunkti tala affallið að slíkri afdala ákvarðanatöku, sem kallað var góðæri meðan braskumsýslan varði.

Ytri áföll efnahagslega hafa því haft meiri áhrif hér vegna þess hins arna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.5.2008 kl. 02:32

4 identicon

Það er ekki annað hægt en að taka undir orð Gunn hér að ofan.  Þetta er fyrst og síðast efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins.  Það má aldrei aldrei gleymast.  Tal Framsóknar um ábyrga efnahagsstjórn er grátbroslegt þar sem að sá flokkur sat við stjórnvölin í 12 ár og gerði ekki rassgat til þess að sporna við því ástandi sem að uppi er nú.  En þeir geta jú alltaf verið vitrir eftir á.

Það sem að þarf til er samstillt átak alþingis, aðila vinnumarkaðarins og almennings um að ná lendingu.  Þetta er hafið yfir flokkadrætti og hagsmunapot.  Það sem að gildir er að rétta af stöðuna með markvissum aðgerðum en ekki að stökkva til í lánveitingar til þess að redda okkur upp úr þeirri efnahagslægð sem að nú stendur yfir.  Lánveitingar þýða verri staða ríkissjóðs og erfiðara verkefni fyrir komandi kynslóðir að greiða þær niður.

Það er löngu orðið ljóst að íslenska krónan verður að víkja sem gjaldmiðill og í raun bara tímaspursmál hvenær að gjaldmiðli Íslendinga verður skipt út.  Persónulega myndi ég vilja sjá það gerast með inngöngu Íslands í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.  Evran er komin til þess að vera og hefur sannað sig sem sterkasti gjaldmiðill sem að fyrirfinnst í heiminum í því efnahagsástandi sem að nú er.  Danmörk er t.a.m. eitt af fáum löndum í allri vestan verðri Evrópu þar sem að áhrifana hefur ekki orðið vart.  Efnahagsstjórnin þar er enda gjörólík því sem að hefur viðgengist á Íslandi. 

Phobos (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:42

5 identicon

Sæll Jón

Þú talar um Danmörk að það sé gjörólíkt efnahagsstjórn þar miðað við hjá okkur.  Hver er munurinn? Þegar dani fer erlendis fer hann undir eins að skoða hvað hann geti flutt út frá sínu heimalandi(afla gjaldeyri)

Þegar íslendingur fer erlendis fer hann undir eins að skoða hvað hann geti flutt frá því landi heim til sín(eyða gjaldeyri) Evran hefur ekkert með þetta að gera hún er hugsuð út við endan að gera Evrópu að einu ríki með einn forseta eins og er í U.S.A í framtíðinni. Þá myndi ef af yrði sem dæmi Ísland verða fylki í stað ríkis. Þá gæti komið sú staða að herskylda yrði sett í  evrópulög í framhaldinu sem við eða þeir sem hér búa yrðu á Fróni gætum ekkert gert í. 

Hér kemur smá um Danmörk hér fyrir neðan og danir eru með sína danska krónu sem ekkert síðri en evran því ekki að taka upp danka krónu og danskan kóng aftur? Íslendingar eru núna komnir yfir 10.000 þúsund sem búa í Dana veldi eða 3% af íslenskum ríkisborgurum og fjölgar þeim fjölgar stöðugt þar á bæ.

Þeir sem eru að kaupa hús eða bíl  eða hvað sem er í Danmörku og kaupin eru greidd að hluta eða að fullu með lánum sem bera vexti gefur viðkomandi vaxtaafslátt strax. Lántakandi fer með uppl. til skattsins og skattkortinu er breytt meðan þú bíður . Sama gildir vegna barnapössun hún gefur síðast er ég vissi 46% í frádrag og meðlag gefur 30% í frádrátt hjá frændum vorum. Venjuleg barnafjöldskylda í Danmörku getur hæglega farið niður undir 30% í tekjuskatt sem kemur þá  fram á skattkorti viðkomanda svo sá aðili fær strax sitt ráðstöfunarfé vegna þessa til að nota í rekstur fjöldskyldu sinnar. Það kemur viðkomandi börnum oft mjög vel. 

Dæmi frá árinu 2006: Ef einstaklingur í Danmörk þarf að sækja vinnu og keyra hennar vegna á bíl sínum 50 km. hvern vinnudag frá heimahögum fær hann í frádrátt 20.65 kr. pr. km. frá 25  km. upp að 100 km. Ef þú byggir í Danmörku og þyrftir að sækja vinnu sem samsvaraði vegalengdinni frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur og færir 200 ferðir fram og til baka á ári þá fengirðu í skattfrádrátt  313.880 kr.

Barnabæturnar eru greiddar á 3 mánaða fresti í D.K.og fær barn 0 -2 ára í hvert skifti 66.239 íslenskar krónur, barn 3-6 ára 52.447 og barn 7 til 18 ára aldurs krónur 41.263. Þessi upphæð getur hæglega tvöfaldast vegna sérstakra barnabóta sé um einstætt foreldri að ræða.  Viðmið fer eftir útreiknaðri lágmarksframfærslu frá hinu opinbera.  Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar og borgaðar til 18 ára aldurs og upphæð lágmarksframfærslu enn á huldu, eða að minnsta kosti á reiki. Barn sem fæðist hér á landi í janúar mánuði sem dæmi fær engar barnabætur fyrr en byrjun næsta árs.

Persónuafsláttur fyrir hvern mánuð árið 2008 er 56.033 íslenskar krónur fyrir fullorðna en hjá yngri en 18 ára 41.820 íslenskar krónur. Þetta gerir 21.999 íslenskar krónur sem persónufrádragið er hærra í Danmörku en hér á landi en börnin eru með 7786 íslenskar krónur meira í frádrag en við hér fullorna fólkið á Fróni.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:53

6 identicon

Var of fljótur á mér ætlaði að vera sanngjarn og láta vita af því að þegar þessir útreikningar voru gerðir var gengið á dönsku krónunni 16.40 íslenskar krónur núna er gengið á dkr um 15.30.

Danska krónan lækkaði eins og önnur mynt vegna þess að seðlabankar Noregs, Svíþjóðar og Danmörk hafa lofað okkur að hjálpa ef það fer að gjósa hér á landi í efnahagsmálunum.

Skrítið að lán ofan á lán styrkir íslensku krónunna.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:08

7 identicon

Sæll aftur Jón og takk fyrir síðast

Í Danmörk duga daglaunin ágætlega til að lifa fjöldskylduvænu lífi með barnafjölskylduna í fyrirrúmi. Undirstaðan að dönsku velferðinni er réttlátt skattkerfi sem leitast við að hafa sem mestan jöfnuð á meðal þegnanna. Þríeykið, það opinbera, samtök launþega og atvinnurekanda í Danmörku gerir sér grein fyrir því að velferð fyrir alla býr til samfélag sem eykur t.d. jákvæðan hagvöxt. Velferðin ryður síðan brautina fyrir borgarana til að lifa og njóta eins og kostir lands og þjóðar leyfa.Þrátt fyrir hærri tekjuskattsprósentu í Danmörku þarf tvöföld lágmarkslaun hér á landi til að mismunurinn á tekjuskattinum á milli landanna fari að skila meiru hér beint í launaumslagið.  Þó er þetta ekki sjálfgefið þegar litið er til launa fyrir sambærilega vinnu. Laun láglaunafólks í Danmörku eru frá 1653 kr. fyrir unninn tíma í dagvinnu fyrir utan orlof sem er 12%. Hér heima er borgað fyrir sambærilega vinnu frá 789 kr. auk orlofs sem er 10.17% á Íslandi. Skattprósentan er um 41% í Danmörku almennt séð á meðan tekjurnar fara ekki yfir 4.062.150 kr. á ári. Eftir það bættist við milliskatturinn 6% á tekjur upp að 4.876.110 kr. en þá tekur við topskatturinn 15% þar á eftir.Það er margt sem okkar þingmenn 63 talsins gætu gert til að bæta lífskjör almennings hér á landi ef orkan þeirra hefði ekki farið til spillis sem dæmi  vegna eftirlaunafrumvarpsins

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

P.S.Gengið á dönsku krónunni þegar þetta var reiknað var 15.30 íslenskar kr.Stýrivextir í D.K. er í dag 4.35% en 15.5% hér á landi.  Verðbólgan hjá okkur er um 12% en um 3.6% í D.K.

B.N. (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 54
  • Sl. sólarhring: 847
  • Sl. viku: 4568
  • Frá upphafi: 2426438

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 4235
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband