20.5.2008 | 15:47
Dýrasti matur í Evrópu.
Enn einu sinni er það staðfest í samanburðarkönnun að matur og drykkjarvörur eru dýrastar á Íslandi. Birt er samanburður á verðlagi á Íslandi og öðrum Evrópulöndum árið 2003 og árið 2006. Árið 2006 er munurinn sá að matvörur hér eru 64% dýrari en´að meðaltali í ESB ríkjunum. Árið 2003 var munurinn sá að mat- og drykkjarvörur voru 42% dýrari hér en í Evrópusambandslöndunum.
Þetta er óásættanlegur munur. Noregur er með næst dýrustu mat- og drykkjarvörur en þar var maturinn rúmlega 50% dýrari en meðaltal í ESB ríkjunum árið 2006. Af hverju skyldu Ísland sérstaklega og raunar einnig Noregur skera sig úr að því leyti að matur er langdýrastur? Getur það verið vegna þess að við stöndum utan ESB?
Getur íslenskur almenningur sætt sig við að borga 64% meira en Evrópubúar að meðaltali fyrir brýnustu lífsnauðsynjar. Er ekki einhversstaðar vitlaust gefið?
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 465
- Sl. sólarhring: 650
- Sl. viku: 4969
- Frá upphafi: 2467920
Annað
- Innlit í dag: 425
- Innlit sl. viku: 4615
- Gestir í dag: 414
- IP-tölur í dag: 410
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Tal íslendinga um hátt verðlag á hinu og þessu takmarkast oft við einhverjar ákveðnar matartegundir eða ákveðnar vörur. Þessi umræða er alveg nákvæmlega sú sama og fer fram í löndunum INNAN efnahagsbandalgsins. Allir vilja jú greiða sama matarverð og Rúmenar og Búlgarar greiða fyrir mat sinn - en - einginn vill þó vera á sömu launum eða búa við sama kaupmátt og Rúmenar og Búlgarar. Enginn!
Staðreyndin er sú að allir vesturlandabúar hafa aldrei í sögu mannskyns verið eins fljótir að vinna fyrir mat sínum eins og núna. Þetta gildir einnig um verð á bensíni. Það hefur aðeins komið fyrir einu sinni áður á síðastliðnum ca. fjórum áratugum (og það var á ákveðnum tímapúnkti á áttunda áratugnum) að vesturlandabúar hafa verið fljótari að vinna fyrir einum lítra af bensíni. En olíuverð mun koma niður aftur, og það innan skamms. Ekki trúa dómsdagspredikurum í þessum efnum. Verið fegin að þið þurfið ekki að kynda húsin ykkar með olíu eða búa til rafmagn úr kolum. Verið einnig fegin að orkuverð sé ekki skattlagt á hrottalegann hátt.
Þið eruð með ca. 10-20% hærra matvælaverð og Danir sem framleiða mat fyrir 15 milljón manns á hverjum degi. Sjálft landbúnaðarlandið er þó ekki ódýrara en þetta.
Hvað er meðal Íslendingur lengi að vinna fyrir mat sínum væri rétta spurningin. Og hvað kostar að elda hann? Þessi verðsamanburður segir ekki allan sannleikann.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 16:22
Það hefur ansi margt gerst á þessum tveimur árum og ótrúlegt að Samkeppnisstofnun skuli láta slíkt frá sér. Þessi könnun er tveggja ára gömul, fyrir vsk lækkun og gengisbreytingu krónunar. Væri ekki rétt að gera samanburðarkönnun núna þegar gengið hefur breyst og sjá hvort við séum enn 64% yfir hinum þjóðunum. Ég var í Danmörku fyrir stuttu og þá tók ég eftir því að margt kjöt sem maður kaupir daglega, eins og nautahakk var jafndýrt og oft dýrara en maður er að fá það hérna.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:41
Sæll Jón:
Sammála þér að venju.
Gunnar:
Get ekki sætt mig við svona rökfærslu. Laun eru mjög há í Luxemborg og víðar innan ESB, án þess að þeir séu með þetta fáránlega verð á matvælum. Þetta þekki ég einfaldlega mjög vel, af því að ég bjó í Þýskalandi í 12 ár og þar af 1 1/2 ár í Trier og verslaði 1-2 í viku í Luxemborg. Sömu sögu er að segja um Þýskaland og jafnvel Sviss - þar sem ég einnig bjó í 1 1/2 ár og það telst nú varla til ódýrustu landa Evrópu.
Kveðja, Guðbjörn
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.5.2008 kl. 17:08
Sæll Jón
Ég les út úr bloggi þínu að þú sért óánægður með niðurstöðuna. Á erfitt með að skilja það því þú berð á því tölvuverða ábyrgð. Hefur þú ekki verið varaformaður Neytendasamtakanna í langan tíma? Einhver handónýtustu neytendasamtök í Evrópu. Einhver ólýðræðustu neytendasamtök í Evrópu. Þú mátt alveg skammast þín fyrir frammistöðuna.
Sigurður Þorsteinsson, 20.5.2008 kl. 19:05
Sæll Guðbjörn
Eins og er þá er Luxemburg með einna hæsta verðbólgu eldri landa ESB eða 7,3% apríl07/apríl08
Ég þekki ekki Luxemburg svo ég get ekki tjáð mig nánar um það land. Ég veit ekki hvað þeir þurfa að greiða í laun og launatengd gjöld og hversu mikið af ódýru vinnuafli þeir nota í láglaunastörfum í verslun og hver þjónusta ríkis og bæja er í gegnum skatta og vask.
En eins og ég skrifa þá ég bý sjálfur í landbúnaðarlandi sem framleiðir matvæli fyrir 15 milljón manns á hverjum degi. Og hér eru matvæli ekki ódýr.
Þýskaland er tönn ódýrara vegna þess að það land hefur ekki haft neinn hagvöxt að ráði á síðustu 10 árum og frekar átt við verðhjöðnun (deflation) að etja heldur en hitt. Smásala í Þýskalandi hefur ekki vaxið árum saman. Þýskaland er hreinlega frosið fast með háu atvinnuleysi og nægu framboði af fólki sem vill vinna fyrir lítinn pening. En munið að þið verðið alltaf að miða allt við kaupmátt launa og ekki krónutölur.
Margir vildu elda mat sinn á því rafmagni sem þið borgið miklu minna fyrir og sjálfur vildi ég að sjálfsögðu mjög gjarna ekki þurfa að keyra eftir matnum á bíl sem er með 180% álögur og tekjuskatt á laun allt að 64%. Það þarf fleira til þess að búa til mat en vörur úr matvöruverslun. Ragmagn, tekjur, plús allt annað er einnig innihald matarverðs ofaní maga komið.
Eiga Evrópubúar að kvarta yfir að kolaverkin sem búa til ragmagn hér séu ekki samkeppnishæf við rafmagn til eldavéla Íslands? Listinn gæti orðið endalaus.
En það er enginn vafi á að hraði verðhækkana út í verðlag er einna mestur á Íslandi. Hér hækka og lækka vöruverðin hægar.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 19:45
innsláttar villa: afsakið
Eins og er þá er Luxemburg með einna hæsta verðbólgu eldri landa ESB eða 4,3% apríl07/apríl08 (ekki 7,3%)
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 19:47
Ég er ekki viss um að framleiðendur, heildsalar og dreifiaðilar séu eins ánægðir og neytendur í Luxemborg þar sem verslanir geta með klukkustunda fyrirvara kvatt til birgja frá öllum löndunum í kringum sig. Þetta eru svo ólíkar aðstæður. En fiskinn vildu þeir mjög gjarna hafa eins ferskann og góðann og hann fæst á Íslandi. Ég sakna góðs fisks mikið.
Ef ég væri á Íslandi þá tæki ég slátur á hverju hausti - fullt af því. Við hjónin fengum oft sent slátur hingað til okkar á námsárunum, með skipum Íslendinga, því þetta drýgði tekjurnar og er hollt og gott. En svo bannaði ESB þetta. En þetta er víst lítil huggun fyrir þá sem líkar slátur illa :) og eru ekki svona gamladags, hmm.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 20:17
Sæll, nafni, en þú hleypur á þig hérna. Hvernig dettur þér í hug, að matarverð hér geti verið jafnt eða líkt og í Evrópu að öðru leyti? Erum við ekki í því landi álfunnar sem er fjærst frá meginlandinu, með lengsta aðdrætti og dýra? Erum við ekki með einna minnsta markaðinn? Erum við þar að auki ekki í landi þar sem okur hefur verið landlægt á mörgum sviðum (og raunar síður í matvælaverzlunum en t.d. í lyfjaverzlunum, leikfangabúðum, sjoppum, veitingastöðum o.s.frv. o.s.frv.)? Hvernig eiga Spánn, Portúgal, Íalía og Grikkland að koma inn í eðlilegan samanburð við okkur, þegar þau lönd hafa 2–3 uppskerur á ári og fólk þar tínir ávexti af trjánum? Hvernig gæti verð hér verið líkt því sem er ú austurhluta álfunnar, þar sem kauplag er svo langtum lægra en hér?
Þú ættir að miða samanburð þinn við Skotland, England, Svíþjóð, Danmörku, Finnland og kannski Holland og Þýskaland – öll hin löndin eru ósambærileg – en taka þó tillit til, að í þessum sjö löndum eru risamarkaðir miðað við okkar markað og að hér bætast við flutningar í lofti eða á legi um þúsundir kílómetra. Og gleymdu ekki okuráráttunni út úr myndinni, og minnztu þess um leið, að hún er einna minnst í matvælabransanum! – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 02:05
Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, bls. 6, segir í nmgr. 6:
"Munurinn á Íslandi og Noregi var 2,9% 2003 en 3,8% 2006. Munurinn á Íslandi og Danmörku var 12,7% 2003, en 15,5% 2006; og á Íslandi og Svíþjó́ð 26,8% 2003 en 37,8% 2006. Munurinn var svipaður í Finnlandi og í Svíþjó́ð eða 26,8% árið 2003 og 36,7% árið 2006."
Þetta er raunhæfari samanburður en 64 prócentin! Svo eru öll þessi lönd með margfalt stærri þjóðir en við og sleppa við þungann af okkar flutningskostnaði. Og á mörgum matvælanna hér er enginn tollur, þannig að í þeim meirihluta tilfella er það ekki vegna hans, sem við borgum meira. Kjöt og mólkurvörur eru sáralítill hluti af heildarútgjöldum fjölskyldunnar hér á landi, en raunar kemur fiskverð úr búð hjá okkur ekkert betur út en kjötverðið! Reyndu því að vakna upp af þessum ævintýralegu ESB-draumum þínum, enda eiga þeir illa við í flokki sem vill gerast máttarstoð sjómanna og sjávarútvegs á Íslandi.
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 02:25
Skýrsla Samkeppniseftirlitsins er HÉR á netinu.
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 02:28
Að ætla að verð á matvöru LÆKKAÐI við inngöngu í EB er barnaskapur, líkt og EES sinnarnir sögðu um inngönguna í EES.
Við hinir sem vildum tvíhliða samninga hvar hagsmunir Íslands yrði í öndvegi, bentum hinsvegar á, að ástæður fyrir verðlagningu á matvöru, væri allt aörar. ÞAð kom á daginn.
Svo mun einnig þrátt fyrir afsal fullveldis opg afhendingu á íslenskum auðlindum, með einum eða öðrum hætti.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 21.5.2008 kl. 08:59
Í fyrsta lagi þá geri ég mér grein fyrir að matarverð er mismunandi eftir þjóðlöndum en það er merkilegt að við skulum alltaf tróna á toppnum Gunnar. Það er t.d. merkilegt að brauð skuli ítrekað vera miklu dýrara á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu og Kóka kóla líka. Hvaða skynsamlegar ástæður geta verið fyrir því?
Sigurður þú mátt hafa þína skoðun á Neytendasamtökunum en ég er þér ekki sammála að þau séu ekki lýðræðisleg samtök. Hins vegar hef ég ekki setið í stjórn Neytendasamtakanna s.l. 6 ár. Ég er ekki sammála þér að Neytendasamtökin vinni ekki vinnuna sína með ágætum.
Kjarri það er misskilningur að Frjálslyndi flokkurinn sé fylgjandi einangrunarstefnu. Hvar getur þú lesið það út úr stefnu Frjálslynda flokksins?
Ágæti vinur minn Jón Valur. Ég geri mér grein fyrir því að ýmsar ástæður geta verið fyrir háu matarverði á Íslandi. Hins vegar þá er matarverð hér óeðlilega hátt og frávikið miðað við nágrannalöndin okkar er of mikið. Munurinn á okkur og hinum Norðurlöndunum sem þú vísar í er of mikill.
Ágæti Bjarni ég er haldinn þeim barnaskap að telja að matarverð mundi lækka með inngöngu í EB. Þar kemur m.a. til aukin samkeppni og væntanlega auknir styrkir til landbúnaðarins.
Jón Magnússon, 21.5.2008 kl. 12:05
Sæll kæri Jón.
Hér neyðist ég því miður til að hefja vísifingur til veðurs og segja: a a, ekki Kók! Kók og gosdrykkir eru mun dýrari hér en á Íslandi. Það er vegna þess að það eru lúxus skattur á þessum vörum hérna. Ýmsar vörur eru ódýrari á Íslandi en her. Þetta er slæmt því ég er mikill kókisti.
Ef bakarí hættu að flytja inn forunnið og blandað deig til brauðgerðar væru hugsalega hægt að vinna einhverja verðlækkun eða stækka úrval mögulegra byrgja. Það er mikil og hroðaleg einokun öllum heildsölu og dreifingargeira ESB. Samantekin ráð og fölsk verðmyndun. Þið eruð því miður að flytja mikið inn af þessari einokum í gegnum viðskipti við dreifingaraðila í ESB.
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 13:29
Þakka þér fyrir góða og vandaða athugasemd Júlílus.
Jón Magnússon, 21.5.2008 kl. 15:05
Um það leiti sem verslunarmiðstöðin Kringlan var byggð í Reikjavík, heyrði ég sagt að meðan íbúar Gautaborgar í Svíþjóð létu sér nægja þrjá fermetra af verslunar og skrifstofuhúsnæði á íbúa. þá þurftu Íslendingar þrjátíu fermetra í samskonar húsnæði á hvern íbúa. Nú veit ég ekkert um hverning þetta er í dag, en sé þetta svona en,gæti það ekki skapað einhvern verðmun á milli landa?
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.