Leita í fréttum mbl.is

Rúmlega 17 milljarða tap á Orkuveitu Reykjavíkur.

Orkuveita Reykjavíkur tapaði rúmum 17 milljörðum á fyrstu 3 mánuðum ársins. Tapið þessa fyrstu þrjá mánuði nemur rúmlega 9 mánaða heildarrekstrartekjum fyrirtækisins.

Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur segja að óhagstæð gengisþróun valdi því að tapið sé svona mikið. Skuldsetning fyrirtækisins í erlendri mynt er þá greinilega of mikil.

Sættir borgarstjórn Reykjavíkur sig við þessar skýringar á þessu gríðarlega tapi?  Auðvelt er að reka Orkuveitu Reykjavíkur með góðum hagnaði. Fyrirtækinu hefur því miður verið illa stjórnað í langan tíma og ráðist í gæluverkefni lokaða borgarstjórnarklúbbsins sem fyrirtækinu koma ekki við. Þar liggur hinn raunverulegi hundur grafinn.

Svona tap hefði aldrei orðið hefði Orkuveitan einbeitt sér að því verkefni að þjónustu viðskiptavini sían á þeim sviðum sem Orkuveitan á að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það stendur nú ekki í kokinu á stjórnmálamönnum að henda út um gluggann 1000 milljónum vegna Bitruvirkjunar, vegna þess að Skipulagsstofnun sagði að svæðið, sem virkjunin átti að vera á, væri svo mikilvægt útivistar- og ferðamennskusvæði. Ég bara vissi ekki að Skipulagsstofnun ætti að hafa skoðun á útivist og ferðamennsku, en nú veit ég það.

Gústaf Níelsson, 22.5.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér. Þetta er með miklum ólíkindum en þessu verður að beina að hinum vísu Sjálfstæðismönnum sem stjórna traffíkinni í þessu efni.

Jón Magnússon, 23.5.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 658
  • Sl. sólarhring: 701
  • Sl. viku: 5162
  • Frá upphafi: 2468113

Annað

  • Innlit í dag: 591
  • Innlit sl. viku: 4781
  • Gestir í dag: 562
  • IP-tölur í dag: 550

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband