Leita í fréttum mbl.is

Stýrivextir hefðu átt að lækka.

Stýrivextir Seðlabankans eru of háir. Þeir virka lamandi á atvinnulífið í landinu.  Sú þennsla sem að Seðlabankinn vildi vinna gegn með því að hækka stýrivexti umfram allt eðlilegt er ekki lengur fyrir hendi. Nú skiptir máli að örva atvinnulífið í landinu sérstaklega framleiðsluatvinnustarfsemina og efla fjármálafyrirtækin.  Háir stýrivextir eru ekki leiðin til þess.

Seðlabankinn hefur aldrei náð verðbólgumarkmiðum sínum með beitingu stýrivaxta. Eins og margoft hefur verið bent á þá hefði bankinn átt að beita mun víðtækari aðgerðum en stýrivöxtunum. Færa má rök fyrir því að háhæð stýrivaxta Seðlabankans hafi valdið efnahagslegu ójafnvægi sem mun taka okkur langan tíma að vinna úr.


mbl.is Stýrivextir áfram 15,50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er sammála, samanber það sem hann sagði hér og hér.  Vandamálið er hins vegar það að stýrivaxtalækkun nú myndi leiða til hruns á jöklabréfamarkaði, sem myndi á endanum leiða til veikingar krónunnar og hækkunar á verði innfluttrar vöru, sem kæmi fram sem verðbólga.

Meðan markmið Seðlabankans lögum samkvæmt er að halda verðbólgu niðri, þá getur hann ekki réttlætt aðgerðir sem ganga í þveröfuga átt, jafnvel þótt þær séu nauðsynlegar.

"Besta" leið Seðlabankans nú er að pína niður verðlag á Íslandi, með því að hraðfrysta húsnæðismarkaðinn og sjá til þess að fasteignir falli í verði - sem kemur fram sem lækkun á verðbólgu -´þegar því markmiði er nð getur Seðlabankinn lækkað vexti.  Þessi ferill mun sennilega byrja um mitt sumar.

Heimskulegt, en þetta er í grunninn lögunum um Seðlabankann að  kenna.  Grunnmarkmið Seðlabankans ætti að vera að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma, ekki að einblína á einn þátt eins og gengi eða verðbólgu.

Púkinn, 22.5.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Falli húsnæðismarkaðurinn verður fljótt drjúgur hluti hans "underwater" (sem hann verður reyndar fljótlega hvort eð er vegna 20-30% verðbólgu sem við erum að festast í) það er áhvílandi skuldir verða hærri en markaðsverð fasteignanna sem þýðir að bankarnir neyðast til að byrja að afskrifa massíf undirmálslán sín bæði í húsnæði og öðrum hlutum. Þá hrynur lánshæfi þeirra, skuldatryggingarálagið rýkur upp, menn fara að ræða gjaldþrot ríkissjóðs utan bloggsins og svo framvegis.

Nú, falli gengið áfram þá verður niðurstaðan svipuð, mikið af fasteignum sem eru fjármagnaðar með erlendum lánum verður underwater og verðtryggingin slátrar restinni og svo framvegis.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekki margt í stöðunni þegar við blasir mát í fjórða leik eftir að vanhæfir viðvaningar hafa klúðrað taflinu þannig að ég mæli með að ríkisstjórnin sendi slatta af prósaki á hvert heimili og Halldór Blöndal, formaður bankaráðs Seðlabankans, mæti síðan í kastljósið og fari yfir ástand peningamálanna í bundnu máli. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"""Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir óráð að búast við því að stýrivextir verði lækkaðir á næsta ákvörðunardegi bankans í júlí [aðeins fólk með óráði gefur inn bensín á meðan það er enn að hemla, varla er raunhæft að byrja vaxtalækkunarferli fyrr en minnst 9-12 mánuðum eftir að hætt er að hækka vexti þar sem peningalegar aðgerðir eru lengi að síast inn í hagkerfið og hafa full áhrif. sennilega hefur gleymst að setja þetta augljósa atriði í rullu davíðs.]

Eftir að gengi krónunnar hríð lækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í tveimur áföngum í mars og apríl um samanlagt 1,75 prósentur."""

visir.is

feitletrun BF

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 36
  • Sl. sólarhring: 974
  • Sl. viku: 3317
  • Frá upphafi: 2448284

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 3087
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband