Leita í fréttum mbl.is

Ársafmæli ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin á eins árs afmæli í dag.  Eðlilegt er að óska stjórnarliðum til hamingju með daginn. Þjóðin hefur hins vegar ekki yfir miklu að gleðjast. Eða er það svo?

Hverju hefur ríkisstjórnin áorkað á valdatíma sínum?

Jú ákveðnir ráðherrar hafa staðið sig með ágætum. Félagsmálaráðherra hefur komið ýmsum umbótum fram fyrir aldraða og öryrkja í góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna. Viðskiptaráðherra hefur einnig komið ýmsum góðum málum fram einnig í góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna.

En stendur eitthvað annað uppr úr.

Með hvaða hætti hefur ríkisstjórnin brugðist við þeirri efnahagsvá sem fyrir hefur legið frá því s.l. haust að mundi skella á þjóðinni?  Því miður er lítið um aðgerðir. Þess vegna er fasteignamarkaðurinn hruninn. Þess vegna hefur gengi krónunnar fallið um rúm 20%. Þess vegna er atvinnuleysi að aukast og þess vegna sjá margar ungar fjölskyldur fram á slæma tíma  og skert lífsgæði vegna þess að unga fólkið í landinu þarf að greiða hærri vexti og verðtryggingu af lánunum sínum. Ríkisstjórnin sér ekki ástæðu til að koma lánamálum fólksins í landinu í sama horf og er í nágrannalöndum okkar.

Við erum með dýrasta mat í Evrópu og dýrustu lánin. Finnst stjórnarliðum það vera ásættanlegur árángur eftir eitt ár við stjórnvölin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mikið óskaplega varð ég fyrir miklum vonbrigðum með málfutning þinn á þinginu í gær Jón.

Þegar við ræddum saman í Silfur Egils og eftir þann þátt í desember skyldi ég þig þannig að við værum nokkuð sammála í grundvallaratriðum.

Í dag er komið allt annað hljóð í skrokkinn og þú berst fyrir trúboði á vegum hins opinbera í stað þess að það sé á hlutverk foreldra.   Hvað varð eiginlega um frjálshyggjuna?   Frelsi einstaklingsins til að aðhyllast hvaða trúarbrögð sem er - eða engin, frelsi foreldra til að ala börn sín upp í trú - eða trúleysi.

Matthías Ásgeirsson, 23.5.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Því miður er þessi ríkisstjórn að virðist afar upptekin af kostnaðarsamri sýndarmennsku á erlendri grund þar sem tölurnar tala sýnu máli í ferðakostnaði utanríkisráðuneytisins, meðal annars.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.5.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 705
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 5209
  • Frá upphafi: 2468160

Annað

  • Innlit í dag: 636
  • Innlit sl. viku: 4826
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband