26.6.2008 | 10:57
Kemur verðbólgan engum á óvart?
Verðbólga mælist nú meiri en verið hefur í tæpa 2 áratugi. Þessi verðbólga virðist ekki koma neinum á óvart miðað við að greiningardeildir bankanna höfðu sumar spáð meiri verðbólgu en skráð er. Þrátt fyrir Evrópumet í stýrivöxtum til að vinna gegn verðbólgu hefur Seðlabankinn aldrei náð verðbólgumarkmiðum sínum. Þvert á móti má færa rök að því að stefna Seðlabankans sé mikill orsakavaldur vandans nú og þess vanda sem við stöndum frammi fyrir.
Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og síðustu ríkisstjórna, einkum skattastefnan og síaukin útþensla opinbera báknsins ásamt vanhugsuðum og allt of takmörkuðum aðgerðum Seðlabankans leiddi til hágengis, spennu í efnahagslífinu og mikillar einkaneyslu. Þjóðin verður nú að taka afleiðingum af þessari vitlausu stefnu. Það var alltaf ljóst að það mundi koma að skuldadögunum. Þrátt fyrir það markaði hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki neina stefnu um það hvernig bregðast ætti við þegar hágenginu yrði ekki lengur haldið uppi. Þegar skuldasöfnun þjóðarinnar gæti ekki haldið áfram og þegar verðbólgudraugurinn berði að dyrum.
Efnahagskreppur á Íslandi hafa hingað til stafað af lækkandi fiskverði og minnkandi sjávarafla. Nú er fiskverð hinsvegar í hámarki og útflutningsverðmæti haldast þrátt fyrir að heimilað sé að veiða minna en oftast áður. Efnahagskreppan nú er því af öðrum toga en áður. Hún er heimatilbúin. Hún er bein afleiðing hagstjórnarmistaka Seðlabanka og ríkisstjórna í rúman áratug.
Aukin umsvif og skattheimta hins opinbera er einn af helstu orsakavöldum þeirra efnahagsþrenginga sem við erum nú að ganga í gegn um. Það er því með ólíkindum að þrátt fyrir þetta og stöðugt vaxandi hlutar hins opinbera þá skuli talsmenn sósíalismans í Vinstri Grænum og Samfylkingunni nú kalla eftir enn meiri ríkisafskiptum og jafnvel þjóðnýtingu á kostnað skattborgaranna.
Er ekki nóg komið af sósíalismanum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir? Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðasta áratug aukið útgjöld og umsvif hins opinbera þvert á stefnu sína? Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið skattheimtuna á launafólk í landinu en lækkað skatta þeirra sem best eru settir? Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sumum þjóðarauðlindir og selt öðrum rýmingarsöluverði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig stundað sósíalisma í anda sérkenninegrar frjálshyggju?
Væri ekki skynsamlegra að takmarka umsvif hins opinbera, lækka skatta og leyfa borgurum þessa lands að ráða meiru um fjármál sín. Er nokkur hætta á því að fólkið mundi stjórna fjármálum sínum verr en ríkið og Seðlabankinn hefur gert fyrir það?
Verðbólga mælist 12,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 415
- Sl. sólarhring: 507
- Sl. viku: 5354
- Frá upphafi: 2425988
Annað
- Innlit í dag: 385
- Innlit sl. viku: 4939
- Gestir í dag: 378
- IP-tölur í dag: 360
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þess vegna á Ísland að ganga í ESB. Það verður aldrei efnahagslegur stöðugleiki á þessu landi öðruvísi og almenningur mun áfram borga hæstu vexti í heimi auk verðtryggingar. Það skiptir engu máli hvaða flokkar eru við völd hér. Þaraðauki er flest gott sem kemur frá Brussel.
Babbitt (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:12
Sæll Jón
Ég er hjartanlega sammála þér um að minnka þurfi hinn opinbera geira og lækka skatta, sem enn eru í sögulegum háhæðum. Það er bráðnauðsynlegt. En það er erfitt að kenna ríkisstjórn alfarið um verstu alþjóða fjármálakreppu heimsins síðan 1930.
Seðlabanki Íslands á hrós skilið fyrir að vinna vel undir þessum kringumstæðum. Menn eiga eftir að skilja það seinna. Það er ekki hægt að segja annað en að það séu undur og stórmerki að krónan skuli hafa haldið þetta vel undir eftirtöldum kringumstæðum:
1) Íslendingar kynna nýjan gjaldmiðil fyrir umheiminum. Kynning hans er í umsjá alþjóðavæddum fjármálageira Íslands. Síðast þegar þetta skeði í Evrópu þá var það evra sem var kynnt fyrir umheiminum og hún féll álíka mikið eða yfir 30% án nokkurra sýnilegra framfara, ávinninga, aukinna fjárfestinga eða framkvæmda.
2) Heill nýr atvinnuvegur Íslendinga leit dagsins ljós, sem er alþjóðavæddur fjármálageiri og sem skilaði fyrsta íslenska fyrirtækinu innná NASDAQ-OMX-100 listann - þ.e. Kaupþing Banki er núna eitt af 100 stærstu fyrirtækjum á þessum lista.
3) Stærsta fjárfesting Íslandssögunnar fór fram.
4) Alþjóðlegt lánsfé var ódýrara en nokkurntíma áður síðan krónan var sett frjálst fljótandi.
5) Svæsin alþjóðleg hráefna- og matvælaverðbólga hefur ríkt núna í tvö ár.
Þetta er all nokkuð nokkuð afrek hjá Seðlabanka Íslands að halda utanum allt þetta án þess að ver hafi farið. En traust gjaldmiðla er langhlaup og ekki spretthlaup. Eftir þessa kreppu mun krónan verða HERT KRÓNA. Það er augljóst.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2008 kl. 12:43
Jón, af hverju ætti þessi verðbólga að koma á óvart? Olíuverð hefur hækkað og gengið lækkað. Megnið af þessari verðbólgu er auk þess vegna verðbólgu sem mældist í september á síðasta ári og síðan í febrúar, mars, apríl og maí á þessu. Þessir mánuðir leggja til hátt í 10% af þessari hækkun og það er ekki fyrr en þeir eru komnir út úr mælingunni sem við förum að sjá tölur undir 6%. Þó svo að verðbólga milli mánaða lækki í næstu tveimur til þremur mælingum, þá mun 12 mánaða hækkun neysluverðsvísitölu fara hækkandi eða í besta falli standa í stað.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2008 kl. 14:48
Ég er þeirrar skoðunar Gunnar að framrás íslensks atvinnlífs og framfarir á því sviði hafi verið þrátt fyrir Seðlabankann og ríkisstjórnina en ekki vegna þessara aðila. Það má þó segja þessum aðilum til hróss að þeir alla vega þvældust lítið fyrir.
Jón Magnússon, 26.6.2008 kl. 14:53
Marinó þessi verðbólga kemur ekkert á óvart. Ég er hins vegar hræddur um að það verði allt of löng bið á því að við sjáum verðbólgu undir 6% því miður. Þróun fasteignaverðs gæti þó skipt máli hvað þetta varðar.
Jón Magnússon, 26.6.2008 kl. 14:55
Ég er þeirrar skoðunar Gunnar að framrás íslensks atvinnlífs og framfarir á því sviði hafi verið þrátt fyrir Seðlabankann og ríkisstjórnina en ekki vegna þessara aðila. Það má þó segja þessum aðilum til hróss að þeir alla vega þvældust lítið fyrir.
Mikið rétt, en samt viltu kenna honum um, og þrátt fyrir alla þá þætti sem ég taldi upp. Það er nú ekki sanngjarnt. Það þarf nánast galdragjaldmiðil til til þess að þola annað eins.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2008 kl. 15:10
Miðað við mína útreikninga (sem eru bara leikur að tölum í Excel), þá má búast við að verðbólgan fari hæst í 13,5 - 13,9% í ágúst og taki að lækka eftir það. Hún haldist þó um og yfir 12% vel fram að jólum og 12 mánaðaverðbólga ársins verð á bilinu 11,5% til 12,5%. Eftir það taki hún skarpa dýfu og verði komin niður í 5,6 - 7% í apríl á næsta ári. Sömu forsendur gefa mér að líklegt sé að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð við lok næsta árs, en það standi tæpt.
Það er ýmislegt sem mælir gegn því að þessi niðurstaða fáist. T.d. er gert ráð fyrir að stöðugleiki ríki á næstu 18 mánuðum, en sagan hefur sýnt okkur að sveiflurnar í hagkerfinu eru tíðar og öfgakenndar. Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir verðhjöðnun á milli mánaða, en það getur gerst ef krónan styrkist samhliða lækkun húsnæðiskostnaðar og olíuverðs. Hafa skal þó í huga, að þar sem gengið hefur haldist veikt lengur en menn vonuðust, þá munu fleiri þurfa að hækka hjá sér vöruverð og þrýstingur mun koma á frekari hækkun launa. Hvoru tveggja stuðlar að hækkun verðbólgu.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.