Leita í fréttum mbl.is

Fylgishrun Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað  þriðja hverjum kjósanda  frá síðustu kosningum skv niðurstöðu skoðanakönnunar  Félagsvísindastofnunar HÍ sem birtist í dag.  Fylgi við borgarstjórnarflokkinn mælist  um 29% en flokkurinn fékk um 43% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum.

Skoðanakönnunin er gerð 2-22. júní. Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við sem leiðtogi og borgarstjórnarefni  þ. 7. júni. Ætla mætti að það ásamt því umtali sem varð við leiðtogaskiptin,  þegar flokksforustan og fleiri flæmdu Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr foringjastöðu í borginni, hefði orðið til að styrkja stöðu flokksins í skoðanakönnun eins og þessari. 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur venjulega mælst meira í skoðanakönnunum um sumur. Fylgi hans í skoðanakönnunum hefur  alltaf verið meira en hann fær við kosningar.  Þessi skoðanakönnun og skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum um fylgi flokksins á landsvísu bendir því til að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í verstu stöðu sem hann hefur nokkru sinni komist í frá stofnun hans.

Þá vekur athygli að stuðningur við borgarstjóra og félaga hans í Íslandshreyfingunni skuli mælast jafn lítið. Einungis rúmt 1% borgarbúa segjast munu kjósa hann. Þetta gerist þrátt fyrir það að borgarstjóri hafi verið áberandi í fréttum á tímabilinu þegar skoðanakönnunin var gerð.

Ég tek skoðanakönnunum alltaf með fyrirvara og líka þessari en þrátt fyrir það þá eru niðurstöðurnar ljósar með slaka stöðu Sjálfstæðisflokksins og Ólafs Magnússonar. Þá virðist Framsóknarflokkurinn ekki ná sér á strik en þar verður að líta til þess að flokkurinn mælist alltaf mun verr í skoðanakönnunum en í verunni. 

Frjálslyndi flokkurinn fékk um 8% fylgi í skoðanakönnun á landsvísu í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar.  Það er því ljóst að væri Frjálslyndi flokkurinn tekinn með í skoðanakönnun eins og þessa þá myndi fylgi annarra flokka minnka en útilokað er að segja  um með vissu frá hvaða flokkum Frjálslyndir mundu taka en þó má ætla að það væri helst Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jón, þú kannt þetta betur en þetta.

Við erum nú að uppskera, eins og til var sáð.

Ást´ða þess, að fólk trúði okkur fyrir stjórn Rvíkurborgar, ufram aðra kosti var einföld og skiljanleg.

í einum flokki eru minni líkur til, að óeining og bakstungur tíðkist, því gefist meiri tími til, að stjórna borginni með hagsmuni ÍBÚA fyrir brjósti.

Guðmundur rifjar upp á bloggi sínu, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn byggði upp AF EIGIN FRUMKVÆÐI félagslega aðstoð og stuðning við þa´sem höllum fæti stóðu.

Þetta munum við vel, töluðum báðir á stundum um, að OF mikið væri gert en þa´vorum við yngri og höfðum ekki alveg melt, hvað við námum við móðurkné um samhjálp veikum til handa.

Að þessu skoðuðu, er skiljanlegt, að kjósendum sé ekki rótt eftir að Vilhjálmur var nánast hrakinn úr stóli með sviksamlegum hætti og ef marka má leiðara Þorsteins Pálssonar, var sú sem í stólinn settist, liðstjóri í þeirri árás.

Við erum nú að gjalda fyrir gerðir víxlara.

Þjóðin trúir EKKI bankamönnunum og linkan við þá frá hendi Geirs er nú sem lútur í augum þjóðarinnar.

Menn finna á sér, að það sé ekki einleikið, að í hvert sinn, sem eitthvað vantar uppá reikninga banka og sjóða, sé ráðist á gengi ísKr.  2001 tók Davíð á á teppið og hótaði riftun á kaupsamningum um bankana, þar hefði hann átt að framkvæma í stað hóta.

ÞAð getur ekki verið í lagi, að SÁ SEM HEFUR HAG AF VERÐBÓLGUSVEIFLUM, GETI NÁNAST EINIR RÁÐIÐ STUÐLINUM SEM REIKNAR HÆKKANIR Á HÖFUÐSTÓLUM LÁNA.

Þið sem berið blak af Vertryggingu fjárskuldbindinga eruð svo tvöfaldir í roðinu að með sárum ólíkindum er.  Þið ljúgið því að þetta sé sett til varnar sparifé landsmanna, þvert gegn betri vitund.

Þið farið í nett sjokk, þegar beðið er um að allt verði Verðtryggt, allur sparnaður, svo sem íbúðaverð ALLSTAÐAR Á LANDINU, JAFNT HRÍSNESI SEM LAUFÁSVEG.

Þið farið að froðufella þegar talið berst að öðru, svo sem launum.

Svo eru menn að velta fyrir sér AFHVERJU kjósendur, falli frá stuðningi við Flokkinn minn elskaða, sem virðist af sjónarhóli venjulegs brauðstritara vera á valdi útfaraþjona peningakerfisins (gaurarnir eru allir eins klædddir í svart plain galla) og löffa sem eru oftar en ekki innheimtulöffar í samskiptum herra Litla Jóns og Frú Litlu Gunnu.

Nei minn kæri okkur í Flokknum mínum kæra vantar menn eins og Einar Odd, Matta Bjarna og þá hina sem töluðu hreint en ekki flátt við þjóðina.

Með fullri virðingu fyrir sumum kjörnum fulltrúum okkar, vil ég benda á, að OF OFT séu nöfn þeirra bendluð við firmu, sem eru í einhverskonar shady transaktionum.

Það lieð Bjarni Ben ekki og því síður Geir Hallgrímsson.

Vil ekki nefna hér nöfn en þú veist auðvitað allt um hvaða fólk ég er að hugsa um.

Annars vil ég segja það eitt, að við gömlu Íhaldsmenn, það er erkiíhaldið eða eins og ség segi stundum EÐAL Íhaldið, viljum koma Flokknum aftur að rótunum og gerast þannig róttækir Sjálfstæðismenn.

Með sunmarjkveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.6.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakkar þéf fyrir Bjarni.

Þetta eru góðir þankar hjá þér og athygliverðir frá þér. Ég vil benda þér á að ég hef barist gegn verðtryggingunni í meir en áratug og geri enn. Þá benti ég á það strax og krónan var sett á flot að þetta væri óðs manns æði og gæti aldrei leitt til annars en endurtekinna árása á gjaldmiðilinn eins og gerst hefur og þú bendir réttilega á.  Vandamál Sjálfstæðisflokksins í dag held ég að séu ekki síst að flokkurinn hefur verið of lengi við völd og fjarlægt kjósendur. Þá hefur gagnrýnin og frjó málefnavinna ekki verið innan flokksins um langt skeið. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka sjálfan sig í gagnrýna  hugmyndafræðilega skioðun í samræmi við það sem þú bendir á.

Jón Magnússon, 27.6.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jón, ég er einn þeirra sem ekki hef yfirgefið skútuna og viljað ,,halda í" það sem ég tel vera sálina í Flokknum og essensinn í því, sem ég hreyfst af ungur.

Ég hef horft eftir mörgum velviljandi mönnum, sem töldu sínum kröftum betur vrið annarstaðar.  ÞEtta hefur haft þær beinu afleiðingar, að í prófkjörum okkar hefur ekki hljómað sem skildi raddir ,,gamla Íhaldsins" og því fer sem farið hefur.

Afar margir eru enn fulltrúar þeirra lífskoðana sem ég hef varið EN í augum kjósenda eru þeir fleirri sem skara að sinni eigin köku.

Mat kgetur vrið rangt um tíma EN ekki láta þér detta í hug, að þier ahafi ALTAF rangt fyrir sér.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.6.2008 kl. 14:11

4 identicon

vandamál xD flokksins er sá að hann er horfinn frá alþýðunni, formaður flokksins verður aldrei maður alþýðunnar, hann er skákpeð banka og fyrirtækja enda sést ferlið ef skoðað er síðan hann var fjármálráðherra í Ríkistjórn Davíðs Oddssonar og síðasta útspil að láta glæpabankan komast inn í Ríkissjóð bakdyramegin í gegnum ÍÐBÚÐALÁNASJÓÐ, bankarnir sem eru búnir að græða milljarða á falli krónunnar er gengið í að bjarga, í rauninn ætti Ríkistjórnin að vera fallin, því þetta er ekki í stjórnarsáttmálanum að Ríkistjórnin fari með milljarða inn í banka til að bjarga sukki þeirra, en formaður xD er að bjarga stóreignarfólki og fyrirtækjum, almenningi blæðir hann tekur ekki eftir því, því hann er komin úr sambandi við alþýðuna og skilur hana ekki, ég myndi segja að xD flokkurinn ætti að vera svona 17-19% flokkur

TBEE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ægir: Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki afhent Íslandshreyfingunni fulltrúa sína. Þessi tvö sem þú vitnar til höfðu unnið sér traust flokksmanna og voru valin til framboðs í borgarstjórn. Síðn urðu þeir atburðir sem þjóðin fylgdist með af áhuga og fagnaði. Þetta fólk taldi pólitískri framtíð sinni betur borgið í öðrum flokki og yfirgáfu sína umbjóðendur með bros á vör.

Frjálslyndi flokkurinn hafði í engu breytt sínum pólitísku áherslum.

Árni Gunnarsson, 27.6.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ég held að allir flokkar í borgarmálum í Reykjavík muni gjalda fyrir þá atburðarás sem upp varð á síðasta ári.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1260
  • Sl. sólarhring: 1280
  • Sl. viku: 3509
  • Frá upphafi: 2413610

Annað

  • Innlit í dag: 1188
  • Innlit sl. viku: 3188
  • Gestir í dag: 1155
  • IP-tölur í dag: 1095

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband