Leita í fréttum mbl.is

Skyldi Geir vita af þessu?

Nú hafa Samfylkingarmenn kastað Sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn Grindavíkur frá sér og myndað meiri hluta með Framsókn.  Ýmsir Sjálfstæðismenn halda því fram að Samfylkingin bíði  færis eftir að losa sig úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Aðrir benda á að skóflustunga viðskiptaráðherra fyrir álveri í Helguvík og samningur Össurar um álver á Bakka við Húsavík séu hins vegar dæmi um að Samfylkingin vilji halda friðinn og stjórnarsamstarfinu.

Í dag sendir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Árna Matthiesen fjármálaráðherra tóninn. Í gær sendi Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður og helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins meða ungu kynslóðarinnar, Björgvin Sigurðssyni viðskiptaráðherra tóninn.  Umhverfisráðherra sendir síðan ríkisstjórninni sem slíkri tóninn.  Utanríkisráðherra biður um aðgerðir í máli sem heyrir undir dómsmálaráðherra. Aðgerðir sem að strákarnir í Útlendingastofuninni í Róm eru enn að hlæja að.

Verkstjórinn í ríkisstjórninni Geir H. Haarde virðist láta sig þetta sundurlyndi mill ráðherra sinna engu skipta. 

Einu sinni var talið mikilvægt og forsenda góðs ríkisstjórnarsamstarfs að flokkar og einstakir ráðherrar væru samstíga og birtu ekki ágreining sinn opinberlega. Það gildir annað í þessu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Verða það örlög Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að vakna við það einn góðan veðurdag að fyrir þeim verði komið eins og Sjálfstæðismönnunum í bæjarstjórn Grindavíkur að vakna upp við það að þeim hefði verið kastað burt, samstarfi slitið en Samfylkingin búin að tryggja sér nýjan meirihluta.


mbl.is Segir ásakanir um trúnaðarbrest fyrirslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Verst geymda leyndarmálið í pólitíkinni er nefninlega nákvæmlega það sem þú bendir hér á að sf bíður tækifæris að sprengja stjórnina.

Óðinn Þórisson, 9.7.2008 kl. 13:20

2 identicon

Lýðræðið er rusl.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 316
  • Sl. sólarhring: 479
  • Sl. viku: 4363
  • Frá upphafi: 2427207

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 4043
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband