Leita í fréttum mbl.is

Bavíanalýðveldi Árna Johnsen.

Ég gat ekki að mér gert að skella upp úr þegar ég sá grínmynd Halldórs af síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í 24 stundum í morgun.  En grínmynd er grínmynd en alvaran er annað mál.

Í greinum sem Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur skrifað talar hann að Ísland sé ekki réttarríki og ákveðnir aðilar verði fyrir ofsóknum.  Allt beinist þetta með einum eða öðrum hætti að núverandi og fyrrverandi forustufólki Sjálfstæðisflokksins. Skrif og málflutningur Árna Johnsen er svæsnasta árás  Sjálfstæðismanns  á forustu Sjálfstæðisflokksins.

Þegar blaðamenn spurðu forsætisráðherra og ýmsa þingmenn Sjálfstæðisflokksins um skrif Árna  þá sögðust þeir ekki hafa lesið þau.  Vægast sagt hlægilegt að heyra. Nú hljóta þeir að vera búnir að lesa og hlusta.

Þá er spurningin. Eru fréttamenn íslenskir búnir að gleyma málinu?  Ætla fréttamenn að láta þingmenn, ráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins komast upp með útúrsnúninga og bull í málinu. Ef fréttamenn geta ekki fengið forustu Sjálfstæðisflokksins til að fjalla málefnalega um þetta mál eða þá neita að tjá sig þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir.  

Væri ekki heiðarlegra og málefnalegra fyrir forustu Sjálfstæðisflokksins að fjalla málefnalega um þessi sérstæðu skrif þingmanns flokksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það sem meira er Árni lét að því liggja í viðtali við Bylgjuna að hann lumað á upplýsingum sem gæti komið ýmsum aðilum illa. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Árni viðhefur þessa hótun.

Nú vakna spurningar:

Hverjir eru það sem skjálfa á beinunum?                                      Ætlar forysta flokksins að liggja undir þessum ávirðingum?                                                                                        Og kannski grunsemdum? Eða telja þeir sér best borgið með því að þegja þetta af sér?

Sigurður Þórðarson, 11.7.2008 kl. 11:39

2 identicon

Sæll Jón

Ég las þessa grein eftir Árna, ég var ekkert undrandi að lesa þetta, algjörlega stíllinn hans.

Þegar Árni Johnsen slapp úr steininum, og var stuttu síðar settur á lista Sjálfstæðismanna, að þá hélt ég að yrði ekki eldri.

Það er kannski sök sér að maðurinn hafi setið inni, allir eiga jú rétt á öðru tækifæri, en málið er að Árna finnst ennþá að hann hafi ekki gert neitt rangt. Hann jú, "borgaði þetta til baka", og þá er allt í lagi!!! VÁ!

Siðblindan er algjör. - Að þessi maður sitji á Alþingi Íslendinga er Sjálfstæðisflokknum og í raun Íslandi til skammar.

En það er bara mín skoðun.

--

Kveðja

Einar

Einar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er ekki sammála ykkur í þessum máli, þótt mér hafi þótt skopmyndin vera fín og ég hafi einnig skellt upp úr snemma í morgun, þegar ég las 24 stundir.

Ég upplifði grein Árna Johnsen ekki sem árás á Sjálfstæðisflokkinn, enda kom Sjálfstæðisflokkurinn ekkert nálægt þessari rannsókn á Baugi. Engar sannanir hafa komið fram þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn, ráðherrar hans eða þingmenn tengist þessari rannsókn á einn eða annan hátt. Allar fullyrðingar í þá átt ber að rökstyðja og dylgjur í þessa veru eru grafalvarlegur hlutur, líkt og rannsóknin á þessum tveimur ágætu herramönnum var.

Ég er samt sem áður þeirrar skoðunar, að auðvitað verði að fara fram ítarleg opinber rannsókn á því, hvort þær ásakanir, sem fram hafa komið undanfarin ár, að uppruna málsins megi rekja til pólitískra ofsókna á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóhannesi Jónssyni, séu sannar.

Mér finnst við vera þessum mönnum, sem hafa gert svo mikið fyrir þjóðina, og reyndar þjóðinni allri þess skuldug, að þessi mál verði könnuð ofan í kjölinn og þá af öðrum aðilum en að málinu hafa komið til þessa.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.7.2008 kl. 17:21

4 identicon

Var ekki Hæstiréttur á því að JÁ hafi verið sekur en að málið væri fyrnt? Ef svo er þá er hann sekur en komst upp með glæpinn vegna tæknilegra mistaka?

Eða?

Auðvita er upprunni málsins pólitískur.

Er eitthvað að því?

Ég bara spyr?

Alda Sig. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Eins og mælt úr mínum munni Alda,

og þó ?,

sagði kerlingin og hló!

Vilhelmina af Ugglas, 11.7.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Greinin er sennilega eitt af snjallari útspilum á pólítiska sviðinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 675
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6411
  • Frá upphafi: 2473081

Annað

  • Innlit í dag: 612
  • Innlit sl. viku: 5840
  • Gestir í dag: 587
  • IP-tölur í dag: 574

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband