16.7.2008 | 10:12
Burt með þá
Samtökin Saving Iceland hafa um nokkurra ára skeið mótmælt því að byggð yrðu vistvæn orkuver á Íslandi. Aðallega hafa mótmælin beinst gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar en nú einnig að jarðvarmaveitunni á Hellisheiði. Samtökin leggja sérstaka rækt við að mótmæla vistvænustu orkuverum í veröldinni. Þá hafa samtökin mótmælt stóriðjustefnu. Félagar í samtökunum hafa sama rétt og aðrir til að halda fram skoðunum sínum og mótmæla í lýðfrjálsu landi. Samt sem áður verða mótmælin að vera innan þeirra marka sem lög heimila. Vandamál við mótmæli Saving Iceland hafa komið til vegna þess að félagar og/eða áhangendur samtakanna hafa iðulega farið langt út fyrir eðlileg mörk í mótmælum og staðið fyrir skemmdarverkum og lögbrotum. Nefna má í því sambandi skemmdarverk sem unnið var hjá ræðismanni Íslands í Edinborg en einnig má benda á að lögregluyfirvöld hafa oft þurft að hafa afskipti af mótmælum samtakanna. Árið 2006 voru 14 félagar í samtökunum kærðir og dæmdir fyrir að standa í skemmdarverkum og fara ekki að tilmælum lögreglu svo dæmi séu tekin. Þegar þetta er skrifað hafa mótmæli samtakanna við Hellisheiðarvirkjun verið friðsamleg. íslensk sumarrigning er meira en margir mótmælendurnir gátu þolað og urðu því að sækja sér aðstoð og hlýju frá þeim orkuverum sem mótmæli þeirra beinast gegn.
Þó á þessum inngangi megi skilja að ég er ekki sérstakur aðdáandi samtakanna Saving Iceland, þá hækkuðu þau verulega í áliti hjá mér í dag. Vistvæni varaformaður Orkuveitu Reykjavíkur Ásta Þorleifsdóttir úr Íslandshreyfingunni segist í frétt dást að hugsjón samtakanna Saving Iceland. Hún bauð samtökunum óformlega að sækja um styrk hjá fyrirtækinu. Varaformaður Orkuveitunnar vildi hlutast til um að mótælasamtökin, hvers félagar eru margdæmdir fyrir óhlýðni og skemmdarverk, fengju styrk af almannafé frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í sjálfu sér kom mér þessi hugsun Ástu Þorleifsdóttur umhverfisverndarsinna ekki á óvart. Hún er greinilega vön að vasast þannig með opinbert fé að henni finnst eðlilegt að því megi eyða eftir hentugleikum. Þá hefur hún vafalaust einnig haft í huga þegar Landsvirkjun af gjafmildi sinni styrkti formann Íslandshreyfingarinnar um margar milljónir vegna mótmæla hans við Kárahnjúkavirkjun. Formanninum fannst eðlilegt að taka við styrknum frá Landsvirkjun og hvers vegna þá ekki Saving Iceland.. Nú brá svo við að hugsjónafólkið í Saving Iceland sagði nei takk við Ástu Þorleifsdóttur. Því fannst ekki eðlilegt að þiggja styrk úr hendi þeirra sem mótmæli þeirra beinast gegn. Ég tek ofan fyrir þessari afstöðu félaga Saving Iceland. Afstaða nefndardrottningar Reykjavíkur er hins vegar dæmigerð fyrir þann fáránleika sem einkennir meirihlutann í Reykjavík. Í sama dagblaði og lesa mátti frétt um að Saving Iceland hefði kurteislega afþakkað boð Ástu Þorleifsdóttur varaformanns Orkuveitunnar, var frétt þar sem Ásta, sem fær yfir hálfa milljón á mánuði fyrir nefndarsetur og önnur viðvik hjá Reykjavíkurborg, kvartar yfir því að þurfa að borga símkostnað og akstur fyrir REI. Það er raunar með ólíkindum að milljarðafyrirtækið REI skuli gera svona illa við stjórnarmann sinn. Ásta upplýsir að hún fái 125 þúsund á mánuði fyrir stjórnarsetu hjá REI en það er ekki nóg því að engir aksturspeningar fylgja og símann sinn verður hún að borga sjálf. Stjórn Orkuveitunnar gæti e.t.v.hlutast til um að veita Ástu styrkinn sem Saving Iceland hafnaði. Þá gæti þessi umhverfissinni sem er varaformaður Orkuveitunnar haldið áfram að nota bílinn sinn til hins ítrasta auk símans. Það er engin ástæða til þess að umhverfisverndarsinnar í orði noti vistvæn farartæki. Eða hvað?
Af orðum og afstöðu nefndardrottningar Reykjavíkurborgar Ástu Þorleifsdóttur að dæma, virðist brýnna að sérgróða liðinu í stjórn Reykjavíkurborgar verði vikið burt en félögum úr Saving Iceland.
Greín í 24 stundum miðvikudag 16.7.2008.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 27
- Sl. sólarhring: 859
- Sl. viku: 4661
- Frá upphafi: 2468326
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 4300
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ásta Þorleifsdóttir er hún ekki með borgarstjóranum í liði? Ólafur F. Magnússon borgarstjóri ætlar að bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum undir merkjum Frjálslynda og óháða það las ég a.m.k á vef sem Útvarp Saga er með.
Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:18
Ehheehheemm: þér segið ,,vistvænustu orkuverum í veröldinni"
Hvaða heimildir hefur þú fyrir því en útblásturinn úr borholunum er ekki bara saklaus vatnsgufa. Þessi megna skítafíla sem kemur af þeim er brennisteinssýra og væri gaman að rölta með þér þarna um hellisheiðina og sja hvernig mosinn hverfur þarna í kring. Einnig ertu að endurtaka bjagaðar upplýsingar frá þessu stóriðjupakki þ.e. ef þú ert ekki á launum frá þeim.
Lifi byltingin og niður með seðlabankann!
Kær kveðja Alli.
Alfreð Símonarson, 16.7.2008 kl. 16:08
Saving Iceland er í fyrsta lagi grasrótarhreyfing en ekki skipulögð samtök.
Mótmælin hafa beinst gegn því að virkjað sé í þágu stóriðju en Íslendingar hafa fyrir löngu síðan fullnægt sinni eigin orkuþörf.
Það hvað kallast "eðlileg mörk" þegar mótmælaaðgerðir eru annarsvegar er huglægt mat en beinar aðgerðir á borð við þær sem Saving Iceland hefur beitt, hafa verið notaðar í öllum helstu baráttumálum mannkynssögunnar. Mér þætti fróðlegt að vita hvort þér finnst t.d. Nelson Mandela hafa farið yfir "eðlileg mörk" með sinni borgaralegu óhlýðni.
Það er rangt að nokkur Saving Iceland liði hafi sótt eða þegið aðstoð frá þeim orkuverum sem mótmælin beinast gegn.
Við höldum vitanlega fast við þá stefnu okkar að þiggja ekki fé frá OR eða öðrum sem eru ábyrgir fyrir stórfelldum náttúruspjöllum en ef Ásta leitar til okkar, skal ég persónulega hlutast til um að henni verði útvegað reiðhjól í þokkalegu ástandi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:06
Baldvin hefur nokkur maður nokkru sinni ákveðið það sjálfur upp á eigin spýtur að hann fari í framboð fyrir ákveðinn flokk eða hreyfingu. Þarf hann ekki stuðnig flokksins til þess? Ólafur F gekk úr Frjálslynda flokknum í Íslandshreyfinguna. Í ljósi þess eru þessi ummæli vægast sagt sérstök. Nema hann telji sig eiga einkarétt á nafninu.
Jón Magnússon, 16.7.2008 kl. 22:52
Alli ég er tilbúinn að rölta með þeir eitthvert fagurt sumarkvöld á næstunni upp á Hellisheiði. Ég hef raunar komið nokkrum sinnum á staðinn en ekki rölt þar um nágrennið síðan virkjunin kom. En þú lætur í þér heyra. Það er auðvelt að finna út á vef Alþingis með netfang og/eða síma.
Jón Magnússon, 16.7.2008 kl. 22:54
Eva.
Saving Iceland eru skipulögð samtök. Eftir þeim heimildum sem ég hef þá eru ýmsir þekktir mótmælendur sem taka þátt í starfi samtakanna, fólk sem mér skilst að telji ekki eftir sér að fara töluvert langt út fyrir lög og rétt.
Þegar þú minnist á Nelson Mandela í þessu sambandi og spurninguna um það hvort hann hafi farið yfir "eðlileg mörk" þá tel ég að hann hafi gert það. Hann hafði hins vegar ákveðna afsökunarástæðu sem hann fjallaði sérstaklega um í merkri ræðu sem hann flutti áður en hann var settur í fangelsi. Þar spurði hann hvort hann væri siðferðilega bundin við lög og reglur sem að minni hlutinn setti meiri hlutanum af því að minni hlutinn hefði meiri hluta atkvæða.
Í sjálfu sér er það verðug spurnig að velta fyrir sér hvað séu "eðlileg mörk"varðandi mótmæli. Ég er mjög hrifinn af hugmyndum Henry David Thoreau eins og þær koma fram m.a. í riti hans "Civil disobedience" Þeir sem lengst hafa náð og gert hugmyndir Thoreau að sínum er fólk sem hefur lagt áherslu á friðsamleg mótmæli. Ég hef hvergi í þeim fræðum sé að það sé afsakað þegar fólk skemmir hluti fyrir öðru fólki t.d. En þetta er efni sem þarf annan vettvang en athugasemd á bloggfærslu. Ég er tilbúinn til að taka snerru við þá í Saving Iceland um skilgreininguna "eðlileg mörk"ef þeir vilja.
Ég segi ekki að þið hafið þegið styrki. Ég er að hrósa ykkur fyrir að gera það ekki. Það er einn helsti púnkturinn í greininni. Mér finnst þeir ekki sérstaklega trúverðugir í baráttunni sem þiggja styrki frá andstæðingnum. Þess vegna sagðist ég taka ofan fyrir ykkur.
Jón Magnússon, 16.7.2008 kl. 23:05
Sæll Jón.
Einhvern veginn hefði mér fundist eðlilegt að Saving Iceland væri í verkefnum tengdum mannréttindabrotum í kvótakerfinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2008 kl. 01:11
Guðrún María, þú ert nú ekki fyrsta manneskja til að hafa skoðun á því hverju Saving Iceland ætti að mótmæla. Ég get reyndar sagt þér að innan Saving Iceland er fullt af fólki sem styður þá sem mótmæla kvótakerfinu. Það er hinsvegar útilokað fyrir eina hreyfingu að ætla að taka öll réttlætismál heimsins upp á arma sína.
Jón, munurinn á hreyfingu og samtökum er talsverður. Samtök hafa stjórn sem ber megin ábyrgð á öllum helstu ákvörðunum og venjulega félagaskrá. Hreyfingar vinna á annan hátt, án leiðtoga og miðstýringar.
Þeir sem hafa náð mestum árangri með borgaralegri óhlýðni og öðrum beinum aðgerðum hafa gengið mjög langt í því að valda tjóni. Sem dæmi má nefna að í Suður Afríku vann almenningur gegn aðskilnaðarstefnunni með því að flykkjast inn á veitingahús og sitja þar sem fastast þar til þeir voru fjarlægðir með lögregluvaldi. Aðgerðirnar voru friðsamlegar (þar til lögreglan mætti með barefli) en ollu því vitanlega að veitingahúsin misstu af miklum viðskiptum. Verkalýðsbaráttan á Vesturlöndum var á sama hátt háð með verkföllum, sem voru auðvitað kolólögleg.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 01:38
Hér er fréttin sem ég var að vitna í. Það er engu líkara en að borgarstjórinn gangi út frá því að hann hafi gott bakland í Frjálslynda flokknum til þess að leiða lista Frjálslynda og óháða í næstu kosningum þrátt fyrir að það séu 2 ár þar til þær verða. Það liggur kannski svona á þar sem næsti landsfundur Frjálslynda flokksins er fljótlega á næsta ári.
,,Ætlar að bjóða fram í næstu kosningum undir merkjum Frjálslyndra og óháðra.
Ólafur F. Magnússon
borgarstjórinn í Reykjavík var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í morgunútvarpinu í
vikunni og verður þátturinn endurfluttur milli kl.10 og 12 á laugardag og aftur
á sunnudagskvöldið milli kl. 20 og 22. Ólafur greindi frá þeim verkefnum sem
hann hefur sinnt sem borgarstjóri í Reykjavík og lagði þunga áherslu á að
Reykjavík hafi aldrei verið eins græn eins og nú undir hans stjórn''
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 02:58
Baldvin ég átta mig ekki á samhengi þessa sem haft er eftir Ólafi F. Magnússyni og næsta landsfundi Frjálslynda flokksins sem þú talar um. Þú skýrir það e.t.v.
Í stjórnmálum hefur fólk frelsi og Ólafur F. Magnússon hefur frelsi til að ganga úr Íslandshreyfingunni með sama hætti og hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum og síðar Frjálsynda flokknum. En hann er í Íslandshreyfingunni í dag og þess vegna er það e.t.v. merkilegast að hann skuli ekki tala um framboð Íslandshreyfingarinnar þegar hann talar um að fara í framboð. Hvað skyldi Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar segja um þetta?
Jón Magnússon, 17.7.2008 kl. 12:31
þessi kelling hjá OR er bara siðblind frekja og hrokagikkur, ekkert annað. Allir eiga að borga allt fyrir hana og hún þykist vita allt betur en aðrir, er þetta ekki sama gribban og sagði að gym dótið sem átti að selja úr OR húsinu væri ekki nógu gott fyrir Reykvíkinga en fjandans nógu gott fyrir pakkið út á landi.
Ja svei barasta
Sverrir Einarsson, 17.7.2008 kl. 14:08
Landsfundur er æðsta stofnun Frjálslynda flokksins þar eru línurnar lagðar hvað skal gera og hvað ekki.
Miðað við yfirlýsingar Ólafs F. á Útvarpi Sögu er ekkert óeðlilegt að hann ætli sér stóra hluti á næsta landsþingi Frjálslynda flokksins til að tryggja sér og sínum áhrif til að hægt sé að tryggja að það geti orðið raunhæft að hann leiði listann undir merkjum Frjálslynda og óháða næst þegar kosið verður til borgarstjórnar eftir tæp 2 ár.
Það er rétt Jón að í öllum flokkum sem byggðir eru í grunninn á lýðræðinu eins og við þekkjum það hér á landi(kerfi sem tryggir banannalýðveldi) geta menn breytt um stefnu og haft aðrar skoðanir í dag heldur en þær voru í gær.
Þess vegna er ekkert óeðlilegt við það að stundum þurfa stjónmála-og hugsjónamenn að fara aðrar leiðir til að finna sínum aðalhugsjónum nýjan farveg með því að skifta um flokk nái þeir ekki settu marki segjum t.d. sem dæmi eftir að hafa fullreynt það í 7 ár með stanslausri vinnu jafnvel án launa.
Jón ég er sammála þér í því að það væri forvitnilegt vita hvað Ómar Ragnarsson formann Íslandshreyfingarinar hefði um þetta útspil Ólafs F. Magnússonar að segja.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.