19.7.2008 | 11:37
Er forseta Íslands allt leyfilegt?
Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson er um margt góður og verðugur þjóðarleiðtogi. Miklu skiptir að forsetaembættið njóti virðingar og á það falli ekki skuggi. Þess vegna hafa samskipti forsetans við ákveðna einstaklinga orkað tvímælis. Forsetinn er ekki prívatpersóna og verður því að neita sér um ýmislegt vegna virðingar embættisins og hagsmuna íslensku þjóðarinnar.
Mér brá því nokkuð þegar ég sá í dag forsíðufrétt í Fréttablaðinu með mynd af þeim Dorrit Moussaieff og Mörthu Stewart þar sem sagt er frá því að "bandaríski lífstílsfrömuðurinn Martha Stewart" sé stödd hér á landi og hafi snætt humar með forsetahjónunum á veitingastað á Eyrarbakka í gærkvöldi.
Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi árið 2004 fyrir að ljúga að yfirvöldum varðandi viðskipti fyrirtækis síns og innherjaviðskipti. Af þeim sökum fékk hún ekki að koma til Bretlands að sögn breska blaðsins Daily Telegraph. Hægt er að komast inn á fréttina hér.
Mér finnst ólíklegt að nokkur annar þjóðhöfðingi í norðanverðri Evrópu hefði tekið á móti Mörthu Stewart og boðið henni út að borða.
Er það viðeigandi að forseti Íslands geri það?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 333
- Sl. sólarhring: 734
- Sl. viku: 4847
- Frá upphafi: 2426717
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 4498
- Gestir í dag: 304
- IP-tölur í dag: 291
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hefur hún Matta Stewart ekki brotið mun minna af sér en sumir af gömlu vinnufélögum Ólafs á þingi?
Mér skylst að eina ástæðan fyrir því að fólk veit í reiði sinni ekki hvað á að kalla það lið sé að hið góða gamla orð "Landráðamaður" er dottið út úr nútíma íslensku.
Egill (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:19
Hægt er að röfla yfir gjörsamlega öllu!
Bjarki (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:24
Óli gerir það sem honum sýnist, fólkið elskar hann, eh, sem þú kannast ekki við og verður ekki var við.
Gunni (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:38
stóð ekki í greini á forsíðu frétablaðsins að marta væri gömul vinkona Dorritar... og þar sem Dorrit er eiginkona Ólafar R. Grímsonar þá þykkir mér fulkomlega eðlilegt að hann snæði með Martha Stewart.
omg (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:50
hvað með það þegar þið biðuð eftir að ólafur færi úr landi til að veita Árna uppreisna æru er eitthvað öðruvísi með þetta ?
ég bara spyr mér finst þið mættuð atthuga aðeins hvað þið segið áður en þið látið það flakka en það er nú bara ég
siggi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:51
Jón Magnússon eg held að þú ættir ekkert að vera að skifta þer af því hverja forsetahjónin umgangast þer barasta kemur það ekkert við.
stebbi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:54
Þetta er ekki opinber heimsókn svo hvorki þér eða öðrum kemur þetta við..
elín (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:00
er viðeigandi að nöldra út af öllu?
oh my god nonni minn (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:01
sigriður aðalsteins (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:02
Tad kom lika fram i frettinni ad dorrit og stewart eru gamlir vinir. Hvad er ad tvi ad tu farir med eiginkonu tinni ut ad borda med gomlum vini hennar. Madurinn strykur um frjalst hofud og to hann se kjorinn til ymissa verka naer tad ekki yfir allan hans fritima. Eg er tess fyrir utan viss um ad tau hafi borgad fyrir maltidina ur eigin vasa.
Tetta er otarfa skvaldur og mitt alit a ter, agaeti tingmadur, ad tu sert litid annad en kverulant.
Hannes (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:18
Martha er bara hornsíli sem engu máli skiptir.
Ef Óli hins vegar tæki á móti alþjóðlegum hryðjuverkamanni og stríðsglæpamanni á borð við gamla Bush þyrfti greinilega að senda hann í geðrannsókn. Tala nú ekki um ef hann tæki upp á að tilkynna opinberlega að hann væri í sérstöku vinfengi við litla Bush. Þá væri óhætt að panta strax menn í hvítum sloppum til að sækja hann.
Baldur Fjölnisson, 19.7.2008 kl. 13:24
Ég sé ekkert að því að þau taki á móti sínum vinum í frítíma sínum,en að nota embættisbíla forseta til að leika sér er of mikið finnst mér.Annars kemur manni ekkert á óvart með ÓRG hann á sína fortíð sem engin getur verið stolltur af,enda á það eftir að koma í ljós síðar.
Gísli Magg (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:33
Hafði nú ágætt álit áður en ég sá þessa grein frá þér Jón. Nú er það ekkert. Lýsir því miður fáfræði og fordómum.
Kynntu þér dóminn á Mörtu áður en þú dæmir sjálfur - fyrir utan allt hitt um hver er glæpamaður og hver ekki - samanber fjöldi þingmanna og þjóðarleiðtoga eins og sagt er frá hér að ofan.
Þetta var þér til minnkunnar
gunnar halldórsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:46
Sæll Jón. Konan hefur afplánað.Konan hefur tekið út sína refsingu.Konan er ekki útskúfuð.
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:29
Hvað forsetahjónin á Bessastöðum gera í sínum frítíma er algjörlega þeirra einkamál. Er viss um að það hefur verið gaman hjá þeim. Martha Stewart hefur afplánað sinn dóm og hefur haldið áfram með sína sjónvarpsþætti og rekstur á marg millíon dollara fyrirtæki.
Það eru líkur á að hún muni tala um dvöl sína hér og jafnvel um ágæti íslenskra matvæla í þættinum sínum og/eða í tímaritinu Living. Við skulum því vera vinir Mörtu og kalla hana Íslandsvin eins og það þekkta fólk sem dvelur stundum á Íslandi, jafnvel bara til að taka eldsneyti á flugvélar sínar.
Sigurveig Víðisdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:50
Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að Bretar ákváðu að veita henni ekki vegabréfsáritun inn í landið. Eitthvað segir það manni um hvers konar pappír þessi kona er.
Ólafur hefur samt haft vit á því að vera ekki á mynd með konunum heldur falið sig inn í bíl eins og sjá má ef vel er rýnt í myndina. Kemur ekki vel út á alþjóðavettvangi að þjóðhöfðingi sé að umgangast glæpakvendi.
Helga Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 15:10
Það er ekkert að þessu.
MacGyver, 19.7.2008 kl. 15:28
Hér á landi eru hundruðir manna sem væru með svipaða dóma á sér ef hér væri jafn virkt fjármálaeftirlit og í Bandaríkjunum, því hér eru innherjaviðskipti bara ekkert mál! Það er því fáráðningslegt að reyna að sverta forsetann of mikið útaf þessari konu, þrátt fyrir að þetta sé kannski ekki nógu merkilegur pappír til að borða með hæstráðanda eyjunnar þegar hún kemur í heimsókn.
Það eru lögbrjótar sem sitja á hæstvirtu alþingi, sumir búnir að sýna algjört dómgreindarleysi með því að keyra ölvaðir, aðrir búnir að vera brjóta landslög með því að svívirða hópa af fólki eða veiða utan kvóta.. þessu fólki er samt öllu hleypt í fín matarboð, dómskirkjuna og inn í sjálft alþingishúsið! Það er því ekkert heilagt hér á landi..
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 15:30
Kóngar meiga allt og meira ef þeir eiga fallegar drottningar.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.7.2008 kl. 16:43
Vinagarður forsetans og frúar hans er skrautlegur, Martha Stewar er þar ekki undantekning.
Ég vil samt benda Laissez-faire, sem segir að konan hafi verið höfð fyrir rangri sök og dæmd fyrir smáatriði, á að Al Capone var hankaður á smávægilegum skattsvikum. Dómar eru ekki alltaf í samræmi við umfang glæpanna sem framdir eru .
Hvað skyldi Lassý hafa fyrir sér með að konan hafi verið höfð fyrir rangri sök.
ragnhildur (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:11
...var hann ekki að taka á móti einhverju fata hryðjuverka gengi um daginn.
fyrir utan það þá var hún Marta dæmd fyrir innherjaviðskipti og er það ekki venja hér á landi.
nonni (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:36
Yfir hverju er verið að tuða og hvers konar rugl er þetta eiginlega ?
Hvað kemur okkur við hvað þau hjóninn gera í sínum frítíma ,þau eru góð blöðinn að velta sér upp úr því sem engu máli skiftir .svona nokkurs konar paparassar .
Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:37
Ég verð bara vondur þegar ég sé svona kjaftæði, prífat og ekki prífatpersóna.Ert þú annar þessa tveggja og getur sagt hvað sem er. Myndir þú ekki borða með vini, félaga eða barni þínu eftir að hann hefði afplánað dóm. Nei Jón, þetta er engum til framdráttar, við eigum þann besta forseta sem völ er á en hann verður að fá að lifa, hann er ekki húsgagn þjóðarinnar.
Oddur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:03
Hvað er forsetabíllinn að gera þarna fyrst þau voru bara í private-erindum eins og fólk hér er að segja?
Sigtryggur (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:26
Skiptir engu máli hvað maður er dæmdur fyrir - nú, þá þykir mig þið ekki vera vandfýsnir félagarnir. Er þá betra að vera í sama sal og þjófur? Eða kvóta svindlari?
Ef það er síðan einhver standard að meta fólk hvort það geti fengið vísa til Englands þá sýnir það einungis eitt - hverskonar lögregluríki England er að verða eða orðið.
Það tók mig 6 klst stapp við hálfgerðan nazista á Heatrow að komast inní landið fyrir skömmu - og hefur landið farið illa út úr þessum hryðjuverkaáróðri. Að banna lygara - það er það sem hún var dæmd fyrir að koma inní landið er hlægilegt og að halda að forsetinn sé minni maður eða að embættið sé of hátt sett til að njóta matar með er alveg fáránlegt - þessi ummæli Jóns eru hlægilega grátleg - viðurkenndu það og hættu að reyna að verja þetta bull - að viðurkenna mistök minnkar mann ekki!!!
gunnar (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 19:38
Sæll kæri vin, Jón, þú hefur rétt fyrir þér að forsetaembættið þarf að halda virðingu sinni, en og aftur en, lög eins lands eru ekki alltaf í takt við lög annarra landa. USA er ekki beint til fyrimyndar með að framfylgja lögum, ef Jón minn, þú ætlar að þeir sem stundi og styðji alþjóðlegar pyntingar og brjóti á Genfar sáttmálanum séu óæskilegir leikfélagar Hr. Forseta Ólafs Ragnars, sem er einnig minn pal, þá yrðum við að úthýsa öllu slíku hyski, eins og td. Bush, Blair bla bla bla. Kæri Jón minn, þetta var cheap shot, wake up and smell the coffie, you did not mean that. Your counry needs YOU!
þinn vinur Njáll Harðarson
Njáll Harðarson, 19.7.2008 kl. 21:53
Við sitjum uppi með Ólaf Ragnar eitt kjörtímabilið enn.
Sigurður Jónsson, 19.7.2008 kl. 22:54
Maður skilur nú ekki alveg þetta Englandsdæmi. Hefði haldið að BNA borgarar þyrftu ekkert visa til Englands en ef hún hefur sótt um... þá neita útaf því að hún fékk 5.mán. fangelsi 2004 sem sem hún hefur afplánað. Eitthvað skrítið. Ja, nema að Bretland sé búið að taka upp svipuð vinnubrögð í landamæraeftirliti og BNA. Það er mögulegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2008 kl. 23:28
Sæll Jón.
Þetta er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg umræða, embætti forseta er ekki yfir neina gagnrýni hafið.
Það hlýtur að vera hægt að gera greinarskil á því hvað er opinber móttaka og einkaheimsókn.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 23:52
Kæri Jón.....
Þú getur röflað yfir öllu maður. Hvernig væri nú að beina kröftum sínum einu sinni að eitthverju með viti maður. Það hefur svo sem ekki tekist hingað til hjá þér svo það er ekki mikil von......
kv Siggi
Sigurður Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:56
Aumt kaffiteríuslúður, flokksbróðir góður, væll & væmíngjaháttur.
Steingrímur Helgason, 20.7.2008 kl. 00:22
Veitti ekki sami forseti útflutningsverðlaun dæmdum íslenskum verslunarmanni?
Það var kannske ekki búið að dæma hann þá.
Annars er Ólafur Grímsson ekki minn forseti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.7.2008 kl. 06:48
Hætta nú allar bjöllur að hringja !! Rakst inn á þessar umræður og sit hérna og er djúpt hugsi. Af öllu því sem við erum að skipta okkur af. Martha er í dag að virði milljörðum. Hún er með þeim fáu konum í heimi okkar sem lét ekki deiginn síga. Hún gerði rangt en vinnur núna að því að gera rétt. Martha vinnur að því að hjálpa fólki og notar sín auðæfi til að fæða og klæða fólk sem hefur orðið fyrir skakkaföllum í lífi þess. Ja ég segi bara batnandi fólki er best að lifa. Eins og Martha hefur Árni vor einnig látið gott af sér leiða.
Hvort mér finnist að Dorrit og órg hafi leyfi til að upplyfta þessu fólki og fara í mat með þeim, ja það er nú málið. Bush tók á móti okkur þrátt fyrir að við svikum hann þarna um árið, þar sem allir neituðu því að eiga þátt í þessu stríði sem hann fjármagnar. Ég man ekki betur en að við sem þjóð ( með okkar formanni ) samþykktum þetta stríð. Þetta stríð er búið að snúa öllu við hér í okkar veröld og enn heyjar stríð. Við köllum á ódýrari olíu og kvörtum sárt. Hver á að fyrirgefa okkur og skyldi okkur verða boðið í mat í framtíðinni ?
Mun alheimur líta okkur illum augum ? Já sumir og munu jafnvel neita okkur um viðtöl og samvinnu í framtíðinni. Eins og í öllu sem við gerum eigum við ekki bara að sýna fordæmi í þessu og gera það sem er rétt svona einu sinni. Það er erfitt að vera góður í þessum heimi.
kv Frankie
Fanney Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 09:55
það er svo margt sem er ekki eðlilegt eins og td með fyrrverandi dómsmálaráðherra og Forseta Alþingis, sem ferðaðist með eiginmann sinn upp á arminn sem var verið að sakfella fyrir stórfellt rán af því opinbera, fyritækjum og almenningi, sennilega hefur hann fengið að ferðast með henni og sagt hefur verið við þau og að hann fengi vilyrði fyrir því að hann slippi við dóm eins og það gerðist daginn áður en lögunum var breitt.
Canada menn urðu undrandi að sjá hann með Forseta Alþingis ÍSLANDS á ferðalagi og talað var á milli manna að hún væri að ferðast með stórglæpamann sér við hlið og skaðaði þetta ímynd ÍSLANDS, svo má tína ýmislegt sem löggjafavaldið (þingmenn)eru að brjóta lög í landinu.........
Tryggvi (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 10:38
Ó! þú skrínlagða heimska, þú skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð.
Árni Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 10:50
Fyrirgefðu Jón en ég les það útúr þessari færslu þinni að þú hafir engan vegin þroska og mannvita til að gegna þessum stöðum sem að þú tiltekur í höfundar upplýsingum. Á Óli að tukta Dorrit til og banna henni að eiga samskipti við Mörtu? Það er nokkurnveginn það sem má lesa úr skrifum þínum.
Held þú ættir að sýna smá manndóm og biðjast afsökunar á þessu illa ígrundaða og vægast sagt heimskulega innleggi.
Svei þér!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:14
Ég held að ég verði sammála honum Tryggva um það að frammistaða Alþingis í tengslum við stöðu forseta þess og maka hans sé eitthvað sem við ættum að sækja um að koma í Heimsmetabókina.
Það er nauðsynlegt til þess að alþjóðasamfélagið sjái að þátttaka þessarar þjóðar í stofnunum eins og Öryggisráðinu er vanvirðing og rýrir að mun þann trúverðugleika sem af slíkum stofnunum er krafist.
Og það má tína þarna margt fleira til. Svona eins og t.d. Aflátsbréf Árna Johnsen. Og svo að ógleymdum viðbrögðum sjálfstæðismanna við úrskurði Mannréttindanefndarinnar um nýtingarréttinn á auðlindum þjóðarinnar.
Við Íslendingar erum orðnir sljóir fyrir pólitískri spillingu eftir slímsetu Sjálfstæðisflokksins í ráðuneytum, forsetastóli Alþingis og nánast yfirtöku dómsvaldsins.
Í guðsfriði.
Árni Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 11:44
Mikið er ég sæll með að á Íslandi sé ekki þessháttar samfélag að forsetinn megi ekki snæða með einhverjum bara vegna þess að yfirlætisfull og sjálfumglöð elíta vilji stimpla alla sem fært er ómerkilegri en sig og telji óendanlega marga aðra svo óverðuga að forsetanum sæmi ekki að snæða með þeim. - Og það er lögfræðingur sem svona skrifar hér og krefst brennimarksins "óverðugur" á alla sem hann finnur einhvern slíkan flöt á að eigin sýn og gildismati.
Helgi (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:07
Haettu thessu tudi
Haettu thessu tudi (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 13:48
Ég hvet fremur forsetann til að bjóða sem flestum þeirra sem sjálfumglaðir smáborgarar telja sér sæma að líta niður á, út að borða. - Í raun hvet ég forsetan til að gera sérstakt átak í að umgangast og snæða með fólki sem sumir hér að ofan telja öðrum óæðra og óverðugra.
- Skrítið að það virðist einkenna sérstaklega suma sem mest gera úr sinni kristnu trú að heimta að fólk sé stimplað og því úthýst og í þessu tilviki að forsetanum sæmi ekki að snæða með einhverjum. - Hvað gerði sá Kristur sem þið viljið kenna ykkur við í þeim efnum?
Væri það ekki frekar menn sem stýrt hafa árásarstríðum, heimilað pyntingar og stuðlað að margháttuð brot á mannréttindum sem forsetinn ætti að neita að umgangast, ef einhverjir.
Helgi Jóhann Hauksson, 20.7.2008 kl. 13:55
Þetta hefur alltaf verið svona . Það má engin "celeb" koma hérna á frón þá eru ráðamenn komnir flaðrandi upp um þá.
Ólafur og Dorritt eru sérlega góð í þessu , Einnig átti Vigdís sína spretti. Hún bauð nú vægast sagt afar umdeildum Kínverja hingað einu sinni , svo dæmi séu tekin
jonas (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 14:48
Það er naumast hvað öllum finnst þessi Marta æðisleg eftir að hafa setið í fangelsi. Ekki verð ég vör við að íslenskir fyrrverandi fangar njóti jafnmikillar virðingar. Nefni bara Árna Jonsen af handahófi.
Magnús (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:41
Mér finnst ekkert að því að vinkonur hittist og geri sér glaðan dag, ekki verra þótt makinn fylgir með. :)
Lilja Björnsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:47
Ég þarf að gera athugasemd við seinni athugasemd mína hér þar sem ég nefndi Árna Johnsen. Sú vanvirða honum tengd sem ég nefndi sneri reyndar ekki að persónu hans né þeim lögbrotum hans sem hann hefur að fullu greitt fyrir bæði með fébótum og refsingu. Það sem ég átti við var sú aumkunarverða aðferð sem flokksforystan notaði við að hreinsa nafn hans með embættisaðgerð í nafni embættis forsetans.
Ég held að Árni Johnsen hafi sett niður við að þiggja þessa spaugilegu og bernsku hreinsun.
Ástæðan fyrir þessu var auðvitað maniskt hatur Davíðs og hvolpahjarðar hans í garð Ólafs forseta sem auðvitað skyggði á goðið, en á því er alltaf hætta þegar stærðarmunur er áberandi.
Það er íslensku þjóðinni ómetanleg gæfa að fá að njóta hins glæsta þjóðarleiðtoga Ólafs Ragnars Grímssonar og hans yndislegu konu sem hefur lagt sig svo fram við að verða eiginmanni sínum styrkur og þjóð hans til sóma. Fáar þjóðir eiga slíku láni að fagna sem við, ef nokkrar.
Þegar frjálshyggjuflensa þeirra svarabræðra Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins hefur leitt íslensku þjóðina í þær ógöngur sem raun ber vitni í dag; og þegar- í tengslum við það- við höfum tapað tíltrú alþjóðasamfélagsins á að hér búi áhugavert fólk er fátt mikilvægara en að eiga þjóðarleiðtoga sem er viðurkenndur. Sem er svo viðurkenndur að hann hefur verið heiðraður með diplómatiskum tignarmerkjum víðs vegar á erlendri grund.
Að vísu hefur Davíð Oddsson ítrekað lýst því yfir að mannvinurinn georg dobbeljú búss hafi tekið það skýrt fram að þeir, hann og Davíð séu prívatvinir.
"Ég er nú samt frú Hildebrandt" sagði Þórdís gamla á Vindhæli forðum þegar hinn danski bóndi hennar rak hana út úr stofunni.
Vel á minnst: Hefur það ekki verið talinn líklegur kostur að Davíð einhver Oddsson verði sporgöngumaður Ólafs Ragnars á Bessastöðum? Hugleiðið það góðir hálsar!
Árni Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 17:05
Mér finnst þetta svolítið skrítin umræða. Einhverjir á þessum vettvangi voru að óskapast yfir því að forsetabíllinn væri þarna notaður í einkaerindum. Ég man eftir því að fyrir mörgum árum var rætt um rétt forseta til notkunar á embættisbílnum í einkaerindum. Ef ég man rétt var það úrkurður embættismanna að sá réttur væri fyrir hendi. Að vísu áttu bæði Kristján Eldjárn og Vigdís einkabíla. Kristján vildi ekki þiggja tollfríðindi á sínum bíl, sem hann átti rétt á, en ekki veit ég um Vigdísi. Ég veit heldur ekki hvort Ólafur eigi einkabíl, en ef svo er, hefði verið æskilegra að hann hefði verið notaður. En ég held að engar reglur hafi verið brotnar þarna.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 18:41
Umræðuhreiinsun?
Már Högnason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:10
Er ekki miklu athyglisverdara hvernig stendur á ad ekki alvarlegri dómur komi í veg fyrir ad Martha Stewart fái ferdamannaáritun til Englands?
Ég gæti skilid tad ef um síbrotamann alvarlegra brota væri ad ræda, en tví fer víds fjarri í tessu tilfelli.
Ad mínu viti á ad nota slíkar hömlur ef talid er ad einhver ógn stafi af komu vidkomandi, ég á afskaplega mikid erfitt med ad sjá tad í tessu tilfelli.
Ætli okkur tætti ekki nokkud undarlegt ef Árna Johnsen væri neitad um áritun til Englands? Og var hans brot tó talsvert alvarlegra.
Elfa Jóns (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:04
Alvarlegra þykir mér að fyrrum fangi og þjófur að nafni Johnsen sitji á þingi. Hvernig væri að taka til á eigin vinnustað áður en maður gagnrýnir annan? Kv...
Eiríkur (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:09
Sæll Jón
Forseta Íslands er allt leyfilegt sé það innan ramma laganna. Nú ef einhver líkar það ekki sem forseti tekur sér fyrir hendur sem slíkur og eða hvað þau hjónin á Bessastöðum eru að gera í sínu einkalífi þá á kjósandi sem er ekki sáttur rétt á að kjósa annan betri á 4 ára fresti séu fleiri en forseti í framboði.
Jón veist þú um annan betri sem þú vildir sjá sem forseta eða vilt þú bara að honum sé sagt af þjóðinni hvernig hann skal haga sínu einkalífi?
Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:26
Það er nú meira hvað Árni Johnsen er fólki ofarlega í huga. Eru menn og konur búin að gleyma því að fyrir stuttu síðan sat tukthúslimur á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn.
Víðir Benediktsson, 20.7.2008 kl. 23:30
Mig langar að benda á það að veitingastaðurinn Við Fjöruborðið er á Stokkseyri en ekki Eyrarbakka eins og þú segir á bloggi þínu. Besti humar sem hægt er að fá hér á landi (sjáið bara hvað þær brosa breitt) og skil ég því að Ólafur hafi ekki viljað vera heima;) Annars finnst mér bara ekkert að því að Ólafur Ragnar fari út að borða með vinum konu sinnar eða panti sér pizzu á Bessastaði!
Halla (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:35
Heill forseta vorum og fósturjörð Dorrit lengi lifi HÚRRA!
Unnar (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:50
Elfa Jóns skrifar:
"Er ekki miklu athyglisverdara hvernig stendur á ad ekki alvarlegri dómur komi í veg fyrir ad Martha Stewart fái ferdamannaáritun til Englands?"
Jú, það er það nefnilega. Á að segja manni að allir með svipaða dóma fái ekki inngöngu í UK ? Excuse me ! Kaupi það ekki alveg.
Hvaða ógn gæti Bretlenskum borgurum stafað af Mörtu Stewart.
Hlýtur að hafa verið um eitthvert klúður að ræða eða að formsatriði hafi ekki verið fullnægt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2008 kl. 01:09
Það sem fólk getur tuðað og gasprað um einskisverða hluti, menn, konur og málefni. Ja hérna.
Halldór Egill Guðnason, 21.7.2008 kl. 02:50
" Kæri Jón, ég endur sendi " þessa athugarsemd í heimahús, mér finnst þú vera að skjóta úr glerhúsi, skoðaðu þína nánustu vinnufélaga og vittu hvað þú finnur.
Auðvita eru allir þar, í þínum augum með hreint sakavottorð ekki satt ?
Er öll þjóðin á sama máli og þú ?
Ræður forsetafrúin ekki hverjir eru vinir hennar ?
Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 08:38
Ég læt ekki Mötru Stewart koma mér úr jafnvægi. Hún mun víst vera búin að taka út sinn dóm. Mér finnst það hins vegar bera vott um óþolandi undirlægjuhátt við ammríska skemmtikrafta að títtnefnd heimsókn og matarboð skuli vera forsíðufrétt á virtu dagblaði.
Annars læt ég mér í léttu rúmi liggja hvað svokallaður forseti og hans frú gera. Ég er nefnilega konungssinni.
Emil Örn Kristjánsson, 21.7.2008 kl. 10:25
Ef hann má ekki snæða með henni þá má hann heldur ekki snæða með Árna Johnsen.
Hafrún (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:57
Ester, ef Ólafur er svona lélegur forseti. Afhverju býður þú þig ekki fram til forseta?
Síðan þegar þú verður kjörin og ferð út að borða með frænda þínum sem setið hefur inni í hálft ár fyrir að vera ungur og vitlaus ætlaru þá að vera sammála öllum þeim sem finnst það fáránlegt að þú snæðir með slíkum glæpa manni. Eða mun það kannski ekki koma okkur við?
Freyr Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 14:54
Stokkseyri !! Ekki Eyrabakka
Jón Tryggvi Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 15:48
Ég þakka þeim sem hafa lagt málefnalega til þessarar umræðu sem hefur verið fróðleg. Þakka líka þeim sem hafa haft samband við mig með öðrum hætti en að svara. Greinlegt að margir veigra sér við að blanda sér í umræður sem taka svona flug og eru að hluta til ómálefnalegar. En þannig er það bara.
Það er misskilningur að verið sé að vega að forsetanum eða forsetaembættinu. Forsetinn á hins vegar ekki að vera hafinn yfir gagnrýni. Við höfum ákveðnar stofnanir og aðila sem við viljum og eigum að bera virðingu fyrir eins og forsetanum, biskupnum og Hæstarétti svo dæmi séu tekin. Það útilokar þó ekki að málefnaleg umræða og gagnrýni megi fara fram varðandi þá aðila.
Til að vekja athygli á höfuðatriðunum þá fólst engin fordæming í skrifum mínum hvorki gagnvart Mörthu Stewart eða Óalfi Ragnari Grímssyni. Tekið er sérstaklega fram að Óalfur Ragnar Grímsson hefði um margt verið verðugur leiðtogi þjóðar sinnar.
Að sjálfsögðu á fólk líka rétt á því að fá uppreisn æru. Það má e.t.v. vekja athygli á því vegna ítrekaðra ummæla um Árna Johnsen að hann hefur tekið út sína refsingu og fengið uppreisn æru af forseta Íslands.
Spurningin í bloggfærslunni var þessi: Er viðeigandi að forseti Íslands geri það? (þ.e. fara út með Mörtu Steward að borða) Ég þakka þeim sem svöruðu þeirri spurningu.
En það hefur enginn fjallað um það hvort líklegt væri að nokkur annar þjóðhöfðingi á Norðurlöndunum hefði boðið Mörthu Stewart í mat.
Jón Magnússon, 21.7.2008 kl. 16:14
Það mætti hugsa sér Viðar að hafa svipað fyrirkomulag eins og er í Frakklandi og Bandaríkjunum þar sem að forseti yrði kosinn sérstaklega og myndaði ríkisstjórn. Hann væri þá bæði þjóðhöfðingi og forsætisráðherra. Með því mætti aðskilja Framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið betur en nú er gert.
Jón Magnússon, 21.7.2008 kl. 20:27
Í alvöru...þetta er allt í góðu? Marta er vinkona Doritar...hvert er horft?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:05
Hahaha...Eina sem kom í huga minn þegar ég las þetta nöldur var hlátur, þú þarft að gera tölvert betur ef þú ert að reyna setja út á hann Ólaf...
SS (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:19
Sæll Jón.
Mér er næst að álíta að þú sért genginn í barndóm, eftir að hafa lesið þetta blogg þitt.
Eins og þér ætti að vera kunnugt væru hér hunduð manna með fangelsisdóma á bakinu, ef tekið hefði verið á innherjaviðskipum hér á landi á viðlíka hátt og í US.
Fróðlegra hefði verið hvað þingmanninum finnst um viðskipi stjórnar sparisjóðs Reykjavíkur með hlutabréf sín áður en þau voru skráð á markaði.
Þú ættir að hafa þá reynslu og vit til að sjá hversu öflugu Ólafur Ragnar og Dorrid hafa verið í að opna margar dyr í viðskiptasamböndum okkar við útlönd á sl. árum, og nú síðast stórlán er Björgúlfur Thor fékk hjá Kínverskum banka nú á dögunum.
Farðu nú að snúa þér að því sem máli skiptir, og láta af líðskrumi er þú telur að nái eyrum fólks.
haraldurhar, 22.7.2008 kl. 00:33
Jón: "Að sjálfsögðu á fólk líka rétt á því að fá uppreisn æru. Það má e.t.v. vekja athygli á því vegna ítrekaðra ummæla um Árna Johnsen að hann hefur tekið út sína refsingu og fengið uppreisn æru af forseta Íslands."
Fékk hann ekki uppreisn æru frá handhöfum forsetavalds, eða er mig að misminna?
Billi bilaði, 22.7.2008 kl. 03:31
Það er rétt Haraldur að í bandaríkjunum er tekið hart á innherjaviðskiptum og við mættum læra af þeim. Ég er sammála þér um það. Í ummælum mínum fellst ekki áfellisdómur yfir því sem Ólafur Ragnar hefur gert í auglýsingum og fyrirgreiðslu fyrir íslenska athafnamenn og það hefur ekkert með það að gera sem hér er fjallað um.
Jón Magnússon, 22.7.2008 kl. 10:17
Billi það er sjálfsagt að athuga þetta með forsetann og handhafana. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli varðandi það mál sem er til umræðu.
Jón Magnússon, 22.7.2008 kl. 10:18
Það er fáránlegt að vera vesenast útí Mörthu Stewart þegar orðið innherjaviðskipti eru annarsvegar. Ef hann mætti ekki borða með neinum sem slíkt hefði á samviskunni þá myndi Ólafur snæða einn í öll mál. Nefndu mér þann viðskiptamann sem EKKI hefur notað sér vitneskju sína og lélegan lagaramma hér á landi til að hagnast eða forða sér frá tapi með innherja viðskiptum eða upplýsingum. Eitt nafn er allt sem ég bið um.
Ef öll einkavæðingin eing og hún leggur sig hefði gerst í USA, þá sætu 95 % þeirra sem í henni tóku þátt, á einn eða annan hátt, í fangelsi í dag.
Hér eiga allir hver í öðrum og þegar Baugur fer undir, eins og allt stefnir í miðað við þetta FL group / Enron dæmi sannar þá verða dóminóáhrif, og þeir sem borga brúsann er almenningur sem eru að kauap hlutabréf eins og bjánar.
Loopman, 22.7.2008 kl. 12:29
Óli má éta með Lalla Jones eða Árna Johnsen, fara í threesome með Mörtu, snertir mig ekki neitt.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:14
Jón
Þetta er nú meiri vitleysan sem streymir úr þér. Ljóst að þið Frjálslyndir hafið nægan tíma ef hægt er að gefa þessu svona mikinn tíma.
Þú spyrð hvort aðrir þjóðhöfðingjar bjóði þessari konu út ? Veist þú nokkuð um það hvort Ólafur bauð henni. Gat ekki Dorrit hafa boðið gamalli vinkonu sinni og Ólafur fer með eins og góðum eiginmanni sæmir ?
Gat ekki Marta hafa boðið þeim báðum ? Á þjóðhöfðingja Íslands að vera bannað að umgangast þá sem orðið hafa á mistök ?
Eru allir í Frjálslynda Flokknum með hreinan skjöld...það er eins og mig rámi í annað.
Meira bullið alltaf í þér drengurinn minn
Jónas (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:19
Sæll Jón,
Það er eitt mikilvægt atriði sem ekki hefur verið skrifað um í þessari umræðu um hana Mörtu, fyrir utan það sem þú komst inn á í upphafi hennar.
Í setningunni: "Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi árið 2004 fyrir að ljúga að yfirvöldum varðandi viðskipti fyrirtækis síns og innherjaviðskipti. ", leynist sú staðreynd að Marta er dæmd og búin að taka út refsingu fyrir afbrotið.
Þá er hægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það sé þjóðhöfðingjum sæmandi að sniðganga fólk sem einhverntíma hefur brotið af sér, en sem hefur verið dæmt og er búið að taka út sína refsingu fyrir brotið? Verðum við ekki að ganga út frá því að sá dómur sem féll í máli Mörtu hafi verið réttlátur, eða er það skilda allra sem hafa samskifti við konuna að halda áfram að refsa henni án dóms og laga?
Kanski er það svo að Ólafur forseti vor og frú Dorrit hafi verið landsmönnum og jafnvel öðrum þjóðhöfðingjum til fyrirmyndar þegar þau snæddu humar með Mörtu. Er það ekki eitthvað sem vert er að velta fyrir sér?
Eggert, 23.7.2008 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.