Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin hefur ekki markað stefnu í efnahagsmálum.

Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík bendir á það í þættinum "orð í belg" í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins í dag að "stjónrnarsáttáli flokkana var gerður við gerólík skilyrði  í efnahagsmálum"  Síðar segir Ólafur "Þessi sáttmáli  er tæpast klappaður í stein".

Ég tek undir með Ólafi og bendi um leið á að ríkisstjórnin hefur ekki markað sér stefnu í efnahagsmálum miðað við aðstæður. Á sama tíma og vandi steðjar að þá rífast ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins í fjölmiðlum um ýmis atriði en ekki sjást þess merki að unnið sé í nýrri stefnumótun í efnahagsmálum sem er í samræmi við þær aðstæður sem við búum við í dag.

stjornarsattmalinnÞrátt fyrir aðgerðar- og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar þá gera sumir stjórnarþingmenn sér grein fyrir því að það þarf að taka til hendinni en það kemur glögglega fram í viðtali við þá Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson í sama blaði í dag.  Bjarni segir í viðtalinu að það sé vá fyrir dyrum og það verði að viðurkenna að krónan hafi valdið okkur miklum vandræðum. Vonandi knýja þessir dugmiklu þingmenn Sjálfstæðisflokkinn á um það að ríkisstjórnin fari sem fyrst að vinna vinnuna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

Þar sem Íslenska hagkerfið hefur verið byggt á sandi allt síðan kvótabraskið var fest í sessi 1990 sem dæmier eðlilegt að ríkisstjórn fari varlega um gleðina dyr þar sem efnahagsmálin hér á landi má í dag líkja við kviksyndi. Þó ég sé ekki stuðningsmaður þessara ríkisstjórnar þá styð ég hana í því að þeir geri sem minnst því þá verður skaðin engin eða lítil eins og sagan ætti að vera búin að kenna okkur.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er umhugsunarvert að um leið og Geir Haarde fer í frí að þá koma minni spámenn í þingliði Sjálfstæðisflokksins fram og viðurkenna mistök Geirs við stjórn efnahagsmála. 

Ég er ekki sammála greiningu þeirra Bjarna og Illuga að íbúðarlánasjóður sé helst um að kenna að efnahagskerfið hafi veikst svo mjög- Miklu frekar er um að kenna aðhaldsleysi stjórnvalda við gríðarlegum lántökum bankanna og jú stefnunni að gera ekki neitt.

Sigurjón Þórðarson, 23.7.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ljóta fyrirbærið þessi króna. Ég tek eftir því að um hver mánaðamót er heimildin á visareikningnum mínum næstum í botni!

Ætli ég geti ekki fengið reikningnum breytt og skipt yfir í evru svo þessum ófögnuði linni?

Krónan er farin að valda mér miklum vandræðum og ég skil áhyggjur þeirra svarabræðra Illuga og Bjarna vel.

Árni Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er athyglivert sem þú bendir á Baldvin með upphaf ævintýrisins þegar kvótabraskið byrjaði. Ég er þér sammála þá voru búin til fyrstu verðmætin úr því sem menn áttu ekki og síðan hefur það því miður verið þannig að meira og meira hefur verið búið til þ.e. ekkert úr engu og fólki talið trú um að það væri aldingjarður sem fólk ætti að fara inn í.

Jón Magnússon, 24.7.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Jón Magnússon

En Sigurjón nýi efnahagsráðgjafinn er líka í fríi.  Hefði ekki verið rét að kalla þingið saman þó ekki væri til annars en láta ráðherrana sitja og standa fyrir svörum?

Jón Magnússon, 24.7.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Árni þú getur ekki fengið reikningnum skipt yfir í Evru. Vandamálið er að það er enginn stöðugleiki og getur ekki orðið meðan við höfum gjaldmiðil í minnsta myntkerfi heims sem stjórnast af geðþóttaákvörðunum banka og annarra fjárfesta.

Jón Magnússon, 24.7.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Jón Magnússon

Viðar það eru skýrar leikreglur settar í lögum. En spurning er hvort það þarf að setja ákveðnari reglur varðandi banka og nokkur önnur fjármálafyrirtæki varðandi eftirlit og möguleika á inngripi almannavalds þegar nauðsyn krefur.

Jón Magnússon, 24.7.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Þessi skemmtilega mynd stal athygli minni.

Margt er sem þau mættu laga

meðan til þess hafa völdin

Ef þau kyssast alla daga

ætt´i eitthvað að ske á kvöldin.

///

Margt er sem þau mættu laga

meðal annars lækka gjöldin

Ef þau kyssast alla daga

ÁSTIN fer að taka völdin..

kveðja frá Kollu og mentor hennar í kveðskap... og koss á krúttið hann Geir....

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 8
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 1593
  • Frá upphafi: 2489238

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband