Leita í fréttum mbl.is

Kaupaukar í kreppu.

Mikið hljóta viðskiptavinir Kaupþings banka að vera ánægðir með að æðstu stjórnendur bankans geti nýtt kaupréttarsamninga sína til að hagnast hvor um hundruði milljóna. Bankinn er greinilega ekki á flæðiskeri staddur.  Það er ánægjuefni fyrir þessa stjórnendur að þurfa ekki að greiða nema 10% skatt af hagnaðinum af kaupréttarsamningunum á meðan venjulegt fólk þarf að greiða rúmlega þrisvar sinnum meira af laununum sínum.

Kaupþing er ekki eini bankinn sem gleður stjórnendur sína með kaupaukum og kaupréttarsamningum. Þegar kemur að viðgjörningi við æðstu stjórnendur fjármálastofnana á Íslandi þá eru nægir peningar til.  Það virðast samt ekki vera nægir peningar til að lána á viðráðanlegum vöxtum.

Ég hef lengi furðað mig á því af hverju stjórnvöld hlutast ekki til um að lánakjör hér á landi verði þau sömu og í nágrannalöndum okkar. Afnema verður verðtrygginguna og tryggja fólki svipuð vaxtakjör og t.d. í Danmörku eða Svíþjóð.

Þýðir þá að vera með Seðlabanka sem beitir snargölnum stýrivöxtum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mun ekkert breytast í álitamálum hér á landi fyrr en þeir sem sitja á Alþingi í umboði  landsmanna hrista af sér það huggulegheita slen sem virðis hellast yfir menn við að eitt að fá titilinn alþingismaður.

Seðlabankinn er hugsanlega tímaskekkja í jafn litlu hagkerfi og hér er, enda spyr maður sig, hvað menn séu að gera þarna uppi á hólnum í þessu stóra húsi. Í huga minn kemur orð eins og lávarðadeild!

Nökkvi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég sé ekkert athugavert við verðtrygginguna . Fólk var að versla sér húsnæði , bíla og fleirra og skuldsetti sig algjörlega upp fyrir haus . Allt keipt á lánum . Íbúð sem kostaði kanski um 9 miljónir fyrir 3 árum kostar í dag um 20 miljónir . Eignin hefur hækkað um helming . Í staðin fyrir að sitja áfram í ódýrri eigninni og borga lágar afborganir þá var farið að skuldbreita lánum og fjárfesta í öllu . Það hefði verið nær fyrir fólkið að leggja í verðtryggðan sparnað og lifa svo á vögstunum og borga 10% fjármagnstekjuskatt . Af 10 miljónum væri fólk að fá um 250.000 kr á mánuði í veksti sem væri þá fín launauppbót . Þeir sem tala um að verðtrygging sé slæm hafa hreinlega komið sér í of miklar skuldir . Þetta er mitt álit .

Jón V Viðarsson, 9.8.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að verðlauna þá stjórnendur sem hafa stýrt fyrirtæki með afburðastjórnvisku á erfiðum tímum er gott mál og eðlilegt. En þá þarf að hafa reynt á þessa hæfileika í verulega erfiðu umhverfi til lengri tíma. Stjórnendur Kaupþings sýndu góða ávöxtun á mestu þenslu-og uppgangstímun seinni áratuga. Ég hef verið um borð hjá skipstjóra sem "fiskaði allt í rot" í aflahrotum en fékk ekki í soðið í tregfiskiríi. Þessum skipstjóra var ekki hyglað umfram starfsbræður hans, enda þótti ekki ástæða til.

Ég lít á verðrtygginguna sem vernd fyrir slæma stjórnendur banka og þó fyrst og fremst sem aflátsbréf fyrir afleita efnahagsstjórn ríkisins.

Árni Gunnarsson, 9.8.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ótrúlegur skandall og sýnir berlega veruleikafirringu og skekkjuna í íslensku samfélagi.

Sigurjón Þórðarson, 9.8.2008 kl. 21:31

5 identicon

Naga þeir ekki aðallega blýanta, þarna bakvið hólinn minn fallega?

Ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann og byrjað 1944. Og þjóðin með. Full af þeirri vitnaskju sem hún hefur núna.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Hvernig er það á ekki að umbuna mönnum fyrir vel unnin störf? Hvað hafa æðstu stjórnendur Kaupþings banka gert annað en að vera til? Svipað og við hin. Þegar þeir eru búnir að skokka við hliðina á okkur á hlaupabrettinu í gymminu hafa þeir unnið sér inn mánaðartekjurnar okkar. Hvaða réttlæti er í því? Að hafa 1-200 faldar tekjur venjulegs hátekjumanns er rugl, enginn er svo ómissandi og hana nú.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.8.2008 kl. 23:06

7 identicon

Mér var nú strax hugsað til þess þar sem þú ert alþingismaður, hvernig væri þá að beita sér fyrir mannsæmandi kjörum fyrir almúgann? Af hverju sér maður ykkur ekki berjast fyrir þessu óréttlæti? Ekki hefur maður séð það til ykkar á hinu háttvirta alþingi, ekki gat alþingi tekið eftirlaunafrumvarpið og skotið það í kaf í vor, fyrir okkur almúgann virðast stjórnmálamenn vera alveg eins og þeir kónar sem þú ert að gagnrýna.

Mig langar oft til að æla þegar ég horfið upp á þennan skrípaleik í þjóðfélaginu og svo er sagt að það sé ekki rotið??? hahahhahah,,,,,, segið mér annan betri.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 01:38

8 identicon

Það er ekki alveg rétt að þeir borgi bara 10% skatt af þessu.  Ef um er að ræða kauprétti sem þeir hafa en ekki almennir starfsmenn bankans, þá þurfa þeir að greiða fullan tekjuskatt af mismuninum á kaupréttarverði og markaðsverði á innlausnardegi.  Þessi tekjuskattur dregst frá strax.  Ef þeir halda bréfunum síðan í sinni eigu borga þeir 10% fjármagnstekjuskatt ef þeir selja bréfin seinna, en þá á mismuninn af því sem þeir selja á þá og markaðsvirð í dag.

Dæmi:

Forstjórinn nýtir sér kauprétt á 1.624.000 hlutum á genginu 303.  Markaðgengi er 707 á innlausnardegin.  Mismunurinn 404 (707-303) er því hagnaðurinn per hlut eða samtals 656.096.000 sem er vissulega gomma.  Af þeirri tölu þarf að borga strax 35,72% tekjuskatt eða krónur 234.357.491.

Eftir það á hann bréfin eins og hann hafi keypt þau á genginu 707 og borgar 10% fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði sem hann innleysir ef hann selur þau á hærra verði.

Ragnar (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 08:06

9 Smámynd: Jón Magnússon

Nökkvi ég er alveg sammála þér. Þeim mun lengur sem fólk situr þeim mun erfiðara held ég að það sé.

Jón Magnússon, 10.8.2008 kl. 21:40

10 Smámynd: Jón Magnússon

Margrét ég hef m.a. lagt til að skattleysismörk verði hækkuð verulega sem mundi þýða bætt kjör almúgans eins og þú kallar venjulegt fólk. Varðandi eftirlaunafrumvarpið þá lýsti ég yfir stuðningi við frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur og hef ítrekað farið fram á að það verði afgreitt. Ríkisstjórnin gaf það út að þeir ætluðu að gera eitthvað í málinu en það hefur ekki gerst. Ég hef ítrekað sagt að alþingismenn, forsetinn og hæstaréttardómarar eigi að hafa sömu starfskjör og almenningur í landinu. Margrét það er verk að vinna og mér finnst þeir sem vilja gera það ná illa saman og dreifast á of marga og mismunandi flokka og kyrrstöðuöflin ráða því áfram því sem þau vilja því miður.

Jón Magnússon, 10.8.2008 kl. 21:45

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir alveg stórkostlegan messudag á Útvarpi Sögu.

Árni Gunnarsson, 11.8.2008 kl. 17:25

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessa kveðju Árni.

Jón Magnússon, 11.8.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 859
  • Sl. viku: 4664
  • Frá upphafi: 2468329

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4303
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband