Leita í fréttum mbl.is

Nýr meirihluti. Nýr Borgarstjóri.

hanna_birna Mér skilst að búið sé að ákveða að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson haldi stöðu sinni sem  forseti borgarstjórnar en Óskar Bergsson verði formaður Borgarráðs.  Þó skilst mér að enn sé eftir að greiða úr einum litlum hnökra til að hægt sé að ganga frá málinu.

Úr því sem komið er á Hanna Birna ekki annan kost en að slíta meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon fyrst að Óskar Bergsson Framsóknarflokki hefur fengið leyfi til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.

Stjórnartíð Ólafs F. Magnússonar með Sjálfstæðisflokknum hefur kostað Reykvíkinga um 20 milljónir  hvern dag sem hann hefur verið vegna vitlausra ákvarðana og  ónauðsynlegra húsa- og lóðakaupa auk ýmissa annarra ruglaðgerða. Það er ærið fé sem meirihluti Sjálsfstæðisflokksins þarf að afsaka við næstu borgarstjórnarkosningar.  Sjálfstæðisflokkurinn getur auk heldur aldrei þvegið hendur sínar af því að hafa sett borgarstjórastólinn á upboð og afhent hann einstaklingi sem útilokað var að gæti valdið starfinu og það mátti fulltrúum Sjálfstæðismanna í borgarstjórn vera ljóst.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu rugltímabili hverfur því ekki. Þeir munu þurfa að svara fyrir það.


mbl.is Borgarfulltrúar segja fátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna erum við 100% sammála Jón.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:42

2 identicon

Margrét Sverrisdóttir sýndi mikla ábyrgð að vilja ekki starfa með Ólafi F. Magnússyni eftir  að hann sveik hana og meirihlutan sem var þá undir stjórn Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

P.S.

Ef borgarstjórinn vil Reykjavík vel er best fyrir hann að hann dragi sig í hlé út þetta kjörtímabil svo hægt verði að koma á sama meirihluta með Margréti eða Dag sem borgarstjóra.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óskar Bergsson lýsti því yfir eftir valdarán D- og F-lista að það þýddi ekkert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að senda einstökum borgarfulltrúum Tjarnarkvartettsins tilboð til að lokka þá til sín. Minnihlutinn myndi standa saman sem ein heild.

Ef þetta er rétt ætlar Óskar sér að svíkja það loforð sitt og rjúfa samstöðu Tjarnarkvartettsins, sem verður þá tríó, eða dúett.

Theódór Norðkvist, 14.8.2008 kl. 11:16

4 identicon

Það er óheillaskref fyrir Óskar ef hann ætlar sér að verða nýtt peð í valdatafli Sjálfstæðisflokksins um myndun nýs meirihluta. Réttast er að Sjallar og Ólafur greiði úr þvælunni sjálfir.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:38

5 identicon

Skrumskæling á lýðræðinu er það eina sem hægt er að kalla þennan farsa sem kjósendur hafa þurft að horfa upp á. Ekkert af þessu hefur verið neinum flokki til sóma nema síður sé. Það er ekki nóg að vilja stjórna það þarf að hafa hæfni til.

Hanna Birna þarf að sanna sig svo um munar á næstunni og vonandi að hún geri það ekki með því að blása til herlúðra í flugvallarmálinu. Ef sjálfstæðismenn vilja styrkja sig í sessi í Reykjavík eiga þeir að vera málsvari fyrir því að flugvöllurinn verði kyrr á sínum stað öllum landsmönnum til hagsbóta. 

Nökkvi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 70
  • Sl. sólarhring: 952
  • Sl. viku: 3351
  • Frá upphafi: 2448318

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 3121
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband