16.8.2008 | 10:02
Ofurlaun, kaupaukar og kaupréttarsamningar
Ofurlaunagreiðslur voru ekki þekktar hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. Nýr ósiður hefur rutt sér til rúms. Þessi ósiður hefur rutt sér til rúms í Evrópu en var lítið þekktur í álfunni þar til nýlega. Markaðshyggjumenn í Evrópu státuðu sig jafnan af því að markaðshyggjan í Evrópu væri mun mannúðlegri en markaðshyggja engilsaxa í Englandi og Bandaríkjunum. Talað var um Skandinavíska mótdelið eða Rínar módelið sem dæmi um mannúðlega markaðshyggju. Nú er þetta því miður að breytast. Ofurlaun og aukin misskipting auðs og valda hefur verið að ryðja sér til rúms víða um álfuna.
Spurning er hvernig á að bregðast við þeim ofurlaunum sem er eitt helsta einkenni nýmarkaðshyggjunar, sem engu eirir og ekkert viðurkennir nema vald peninganna. Hér á landi hafa stjórnvöld ekki tjáð sig um aðgerðir og telja þær greinilega ekki viðeigandi. Íslenska ríkisstjórnin virðist telja eðlilegt að þeir sem stjórna fyrirtækjum geti skammtað sér þau laun sem þeir vilja og ríkisvaldið eigi ekkert að gera í því. Komi hins vegar til þess að fjármálastofnanir eins og banka skorti fé til útlána eða kreppi að í þeirra ranni þá beri stjórnvöldum að breiða út faðminn og leysa vandamál þeirra á kostnað skattgreiðenda. Ég hygg að við séum eitt fárra landa í Evrópu hugsanlega eina landið þar sem talsmenn ríkisstjórnar hafa ekki gagnrýnt ofurlaun harðlega og talað um viðbrögð við þeim eða lagt fram tillögur í því efni.
Franska viðskiptablaðið L´Expansion áætlar að forstjóralaun hafi hækkað um 57% á árinu 2007. Fjármálaráðherra Frakka Christine Lagarde hefur sagt að þetta væri hneyksli og hefur boðað aðgerðir. Forsetar Frakklands og Þýskalands, Nicolas Zarkozy og Horst Köhler hafa báðir fordæmt ofurlaunin. Í umræðunni í Evrópu er því haldið fram af sumum að ofurlaun stjórnenda fjármálafyrirtækja eins og banka hafi valdið því að þeir hafi tekið meiri áhættu en ella hefði verið og afleiðing þess sé gríðarlegt tap útlána. Hollenska þingið hefur til meðferðar lagafrumvarp þar sem sérstakur skattur er lagður á ofurlaun. Evrópusambandið er að vinna að aðgerðum vegna ofurlauna sem afleiðing af gagnrýni Evrópuhópsins.
Hvað ætlar hnípin ríkisstjórn Geirs H. Haarde að gera í ofurlaunamálunum? Fyrsta spurningin er hvort að ráðamönnum á Íslandi finnist það eðlilegt að launamunur og ójöfnuður aukist í þjóðfélaginu? Ójöfnuðurinn er þegar til staðar þar sem að launþegar í landinu bera þyngstu skattbyrðarnar en ofurlaunafurstarnir hafa aðrar og betri leiðir í því sambandi. Mér finnst ekki koma annað til greina en að setja sérstakar reglur um ofurlaun, kaupauka og kaupréttarsamninga og skattleggja ofurlaun sérstaklega. Ofurlaunaskattur er við núverandi aðstæður sjálfsagður og eðlilegur.
Ofurlaun forstjóranna eru andstæð hugmyndum um þjóðfélagslegt réttlæti og mannúðlega markaðshyggju. Forstjórarnir mega ekki komast upp með það á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis, að halda áfram að borga sjálfum sér ofurlaun.
Samhjóða grein sem birtist í 24 stundum í vikunniþ
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 16
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 3746
- Frá upphafi: 2464552
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 3453
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sennilega getur stjórnin fátt gert, en fólkið því meira.
Ég mæli með að byrja á bæjarstjórninni í Grindavík, bæjarbúar ættu að draga þá stjórn til ábyrgðar fyrir vitfyrrtum samningi við fyrrverandi bæjarstjóra. Mæta með kyndla og heygaffla ef þarf, allavega, þarna er fé bæjarbúa sóað á svo ósvífinn hátt að einungis þrælhugar og mannleysur geta látið ósvarað.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:32
Gagnrýni stjórnmálamanna á ofurlaun er ekki trúverðug þegar þeir á sama tíma þiggja fé frá fólkinu með ofurlaunin. Síðan er verið á fullu að gjalda gjöfina með lagasetningu og útsölum á ríkisfyrirtækjum.
Ert þú ekki með dáldið góð laun?
Björn Heiðdal, 16.8.2008 kl. 14:24
Orð í tíma töluð.
Eg veit að það verður hægt að stóla á Jón Magnússon þegar kemur að því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hyggjast endurtaka eftirlaunaósómann. Undir því yfirskini að verið sé að afnema ósómann.
Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur á að samþykkja óbreytt.
Rómverji (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:56
Komdu sæll Jón.
Gaman að lesa þennan pistil frá þér. Þannig er mál með vexti að Hollenzka þingið er líka með annað frumvarp í deiglunni. Það er þannig að enginn yfirmaður í ríkisreknu fyrirtæki fái hærri laun en forsætisráðherran. Þetta frumvarp bar stjórnaradstaðan fram, man ekki hverjir. Ég var í Hollandi í vor þegar þetta kom fram á þinginu. Þessu var nú misjafnlega tekið. En ég held að það verði að veruleika. Í blöðunum næstu daga komu listar yfir háskólarektora, yfirmenn á sjúkrahúsum, ráðuneytisstjóra og nefndu það bara. Maður féll í stafi af undrun. Þegar fram kom einnig að einn af millistjórnendum barnaverndar var með svo miklu hærri laun en forsætisráðherrann þá var mörgum nóg boðið. Það er sá málaflokkur sem mest berst í bökkunum hvað peningamál snertir. Ég er að flytja út aftur og hlakka til að heyra og sjá hvernig framvinda mála verður. Með beztu kveðju.
Bumba, 16.8.2008 kl. 22:09
Sæll Jón.
Góð grein og þörf hugleiðing.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2008 kl. 00:08
Þakka þér fyrir málsvörnina Hippókrates. Ég er ekki að kvarta yfir mínum launum og syð frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur varðandi eftirlaun þingmana, ráðherra, forseta Íslands og Hæstaréttardómara. Hef ítrekað lýst yfir stuðningi við það.
Þakka þér fyrir þessa ábendingu Bumba. Ég mun athuga bæði þessi frumvörp. Vissi ekki af þessu frumvarpi stjórnarandstöðunnar sem mér finnst gott. Kærar þakkir fyrir það.
Jón Magnússon, 17.8.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.