Leita í fréttum mbl.is

Hafa skal það sem sannara reynist.

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins hefur skýrt mér og formönnum kjördæmafélaga Frjálslyndra í Reykjavík frá því, að hann hafi aldrei gefið Ólafi F. Magnússyni vilyrði fyrir einni eða neinni stöðu innan Frjálslynda flokksins, ef hann gengi í flokkinn, hvað þá heldur að Ólafur hafi fengið ádrátt um að leiða lista við næstu borgarstjórnarkosningar. Allt tal Ólafs F um annað er því ekki sannleikanum samkvæm og þarf ekki frekari vitnanna við.  Guðjón hefur þannig svarað þeirri spurningu afdráttarlaust sem ég sagði að hann þyrfti að gera á blogginum mínu í gær.

Af sjálfu leiddi að Guðjón Arnar gat ekki hafa gefið þær yfirlýsingar sem Ólafur F. heldur fram að hann hafi gefið en vegna ítrekaðra ummæla Ólafs F. var nauðsynlegt að Guðjón Arnar gæfi þessa ótvíræðu yfirlýsingu.

Ólafur F hefur opinberlega sagst ætla að ganga í Frjálslynda flokkinn en hefur ekki sent inntökubeiðni þegar þetta er ritað tveim dögum eftir opinberu yfirlýsingu sína svo vitað sé. Óalfur F er því ekki félagi í Frjálslynda flokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ætlast þó ekki til þess Jón, að "übermensch" á borð við Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa, þurfi að senda inn inntökubeiðni í Frjálslynda flokkinn?  Hjá honum gildir eflaust áfram "It´s my way, or NO way!", svo þú skalt bara sætta þig við þetta strax.  Og það verður sko ekkert andskotans prófkjör fyrir næstu kosningar.  Þið "frjálslyndir"  eigið auðvitað að þakka fyrir að slíkt "andans yfirburðarmenni" skuli líta til ykkar óverðugra.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Skattborgari

Það er gott að hann er ekki kominn inn því að FF mun stórtapa á því ef hann fer í framboð fyrir okkur. Ég er sjálvur í FF og mun EKKI kjósa ef Ólafur  F fer fyrir flokknum og geri ráð fyrir því að mjög margir séu sammála mér í því.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 21.8.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér Hanna Birna að mín skrif séu óþörf.  Það hefði ekki verið heiðarlegt af mér að gera ekki grein fyrir afstöðu minni til Ólafs F. Magnússonar og framkomu hans fyrst gagnvart Frjálslynda flokknum og síðan framkomu hans í borgarstjórn.  Í mínum huga stendur Ólafur F fyrir pólitíska spillingu en Kristni H. Gunnarssyni er frjálst að hafa aðra skoðun enda mat hans í því efni ólíkt mínu.

Jón Magnússon, 21.8.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Að sjálfsögðu labbar engin inn og út í Frjálslyndaflokknum" skrifar Hanna Birna,  en það er nú einmitt það sem Ólafur F. hefur verið að gera. Meira að segja er hans saga; inn, út, inn.  Ég skil heldur ekki hvað Kristni H. gengur til með því að bjóða Ólaf sérstaklega velkominn. Hann hefur sjálfur sagt að það sé Reykjavíkurfélaganna að fjalla um málefni borgarinnar.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.8.2008 kl. 23:20

5 identicon

Með þessari umræðu hér um inngöngu Ólafs F í Frjálslyndaflokkin,þá hefst sjálfkrafa slátrun flokksins.Hægt verður að telja niður fall þessa flokks,ef þeir samþykkja inngöngu hans,bréfritari er ekki í þessum flokki.

Númi (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að draga fram farveg mála eins og liggur fyrir hverju sinni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.8.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það ríkir félafresli á íslandi, en til þess að nýta það, þurfa menn væntanlega að sækja um!  En ekki skil ég þessa pólitík í Reykjavík lengur, hún er ofar mínu pólitíska nefi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 22:59

8 identicon

Félagi ,Hippókrates.Ekki ætla ég Ólafi að hann sé illmenni allsekki.Það þarf oft lítið til að velta litlu en það er þessi flokkur,hann er bara ansi lítill.Kveðja til þín kæri félagi Hippókrates,og ber þú kveðju mína til félaga okkar hans Fidel Castro.  (afsakaðu Jón ,en ég bara þurfti að koma þessu til skila til Félaga Hippókrates)

Númi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 77
  • Sl. sólarhring: 383
  • Sl. viku: 4471
  • Frá upphafi: 2464461

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 4135
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband