Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland.

Það var mikil stemmning þar sem ég horfði á úrslitaleikinn við Frakka. Flestir sem vit hafa á handbolta (ég er ekki einn þeirra) vissu að Frakkar eru með firnasterkt lið og Ísland yrði að gera betur en það besta til að eiga möguleika á að vinna gullið. Það tókst ekki. Samt sem áður þá hefur íslenska liðið staðið sig betur en nokkur þorði að vona fyrirfram og við erum öll stolt af afreksmönnunum okkar í handboltalandsliðinu.

Mér finnst það samt ekki ásættanlegt að það skuli líða meir en hálf öld á milli þess að við vinnum silfur á Olympíuleikum.  En við gerum bara betur og þessi árangur handboltalandsliðsins sýnir hvað hægt er að gera og hvað það er hægt að komast langt með einbeittum vilja og hörku. Ég er einn þeirra sem hef verið og er einlægur aðdáandi Ólafs Stefánssonar sem mér finnst alltaf skila sínu og rúmlega það. Mér finnst hann vara stóri pabbinn í landsliðshópnum.

Við getum verið stolt af landsliðsstrákunum okkar í Peking. Til hamingju Ísland að eiga þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ekki bara silfur því þetta var flott landkynning sem er gullsígildi. Ég spái allt að 20% aukningu á erlendum ferðamönnum næsta sumar til Íslands vegna þessa stórkostlega árangurs strákanna. Til hamingju Ísland!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll,  tek undir með þér og  Nielsen, þetta er gríðarleg landkynning sem ekki er hægt að með til fjár.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.8.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll aftur og afsakið, þetta átti að vera, meta til fjár.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.8.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Hér í Frakklandi hefur íslenska handboltaliðið gert strandhögg fyrir þjóðina, ef svo mætti segja. Leikurinn sýndur í heild beint og umfjöllun um íslenskan handbolta gegnum tíðina, einstaka íslenska leikmenn, að ég tali ekki um Óla Stef, afar jákvæð.

Fannst mér stundum jafnvel næstum nóg um en ekki lækkaði þjóðarstoltið við þetta. Þeir sögðu m.a. að Íslendingar hefðu með árangri sínum í Peking gert það fyrir handboltann sem Jamaíkumenn hefðu gert fyrir frjálsíþróttirnar með sigri í 100 og 200 metra hlaupum kvenna og 4x100 m boðhlaupi karla. Er ekki leiðum að líkjast.

Svo er athyglisvert að sjá og heyra ummæli fréttamanna hér í Frakklandi og öðrum löndum um hvað Kínverjarnir hafa framkvæmt leikina af mikilli lipurð, hnökralaust og með miklum glæsibrag.

Ágúst Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gott og samhent lið sem veit hvað það vill, getur unnið sigra hvort sem það er í íþróttum eða stjórnmálum.Frjálslyndiflokkurinn, eins og raunar flestir geta lært af handboltaliðinu.Ef frjálslyndiflokkurinn myndi kasta þjóðnýtingaráformum sínum í sjávarútvegi samhliða því sem skipt yrði um formann í flokknum og mynduð ákveðin stefna sem væri skiljanleg almenningi honum til hagsbóta, gæti Frjálslyndiflokkurinn öðlast silfrið í íslenskum stjórnmálum.Íslendingar hafa nú þegar fengið gull hjá flestum hagfræðingum heims í því að reka sjálfbæran sjávarútveg , án styrkja, svo ákvörðun Frjálslyndaflokksins ætti ekki að vera svo erfið hugsandi manni eins og Jóni Magnússyni. 

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2008 kl. 17:50

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Strákurinn minn 9. ára er að framleiða Ólympíu verðlaunapeninga, þetta gefur hugmyndafluginu svo sannarlega lausan tauminn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.8.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2464420

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4096
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband