Leita í fréttum mbl.is

Það sem þú segir, gildir.

michelle-obamaEiginkona Barack Obama hélt góða ræðu á flokksþingi Demókrata í nótt. Þar sagði hún m.a. að hún og eiginmaður hennar sem vonandi verður næsti forseti Bandaríkjanna ættu mörg sömu áhugamál og deildu mörgum hugðarefnum og hugsjónum. Hún lagði sérstaka áherslu á að meðal þess væri:

Að þú gerir það sem þú segist ætla að gera og haldir orð þín.

Að umgangast alla með virðingu óháð því hvort þú ert sammála eða ekki.

Mér finnt þetta skipta miklu. Þannig samþykki ég ekki að það sé heimilt  eins og sumir halda fram að segja ósatt í pólitík af því að það veiti einhvern sérstakan rétt til þess. Mér finnst einmitt óheilindin sem við höfum séð að undanförnu t.d. í borgarstjórn Reykjavíkur sýna að það eru ekki svona stjórnmál sem við eigum að hafa eða vilja.

Gerum frekar inntak þess sem Michelle Obama sagði í gær. Það er í raun forsenda siðrænna stjórnmála. Spurning er hvaða leið íslenska þjóðin vill fara.


mbl.is Draumurinn lifir í Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér líst vel á Obama - og konuna hans ekki síður. Þetta eru orð að sönnu og mættu margir tileinka sér þau.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.8.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þannig samþykki ég ekki að það sé heimilt  eins og sumir halda fram að segja ósatt í pólitík
Finnst þér þetta í alvöru - eða finnst þér stundum í lagi að ljúga örlítið ef málefnið er nægilega gott, t.d. kristniboð í skólum?

Matthías Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 12:21

3 identicon

Það á að standa við gefin loforð hvort sem það er í pólitík eða annars staðar........

Hollt að hafa það í huga hvar sem menn eru í sveit settir.

Nökkvi (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég óttast það mest að Barak Obama verði aldrei ástsæll þjóðarleiðtogi í Bandaríkjunum. Ég sé í honum leiðtoga sem velur leiðir sátta og umburðarlyndis en sættir sig ekki við ofbeldi auðhringa og blindrar og mannfjandamlegrar markaðshyggju. Ég óttast að hann verði syrgður sem píslarvottur innan fárra mánaða. Við munum söguna.

Martin Luther King átti sér draum. Frjálshyggjumenn dreymir ekki; græðgin heldur fyrir þeim vöku.

Árni Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Að gefnu tilefni vil ég vísa á pistil um fölsun Guðna Ágústssonar og Alþingis.  Já, það sem þú segir gildir!

Matthías Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 599
  • Sl. viku: 4406
  • Frá upphafi: 2464396

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 4073
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband