Leita í fréttum mbl.is

Ráðdeild og sparnaður.

Flestir muna eftir helsta efnahagsúrræði forsætisráðherra sem hann setti fram í sumar að fólk ætti að spara m.a. fá sér sparneytnari bíla auk annars sparnaðar. Þessi ráðgjöf virðist bara eiga við almenning.  Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á undan Davíð og Geir lögðu mikla áherslu á sparnað og ráðdeild í ríkisrekstri og töldu það aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins að standa þannig að landsstjórninni að fyllsta aðhalds og sparnaðar væri gætt.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn skipt um stefnu.  Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra lætur sig ekki muna um að fara til Kína með ráðuneytisstjóra sínum og  mökum þeirra til að horfa á handboltaleik. Vissulega mikilvægan handboltaleik þar sem spurning var um gull eða silfur á Olympíuleikum.  Ferðin kostaði skattgreiðendur 2.090.000 eða tæplega tværmilljónir og eitt hundrað þúsund eða 35.000 á hverja mínútu leiksins.

Ljóst er að fjármunir eru afstæðir og nauðsynlegt er að eyða ríkisins fé til brýnna hluta. Spurningin er hins vegar hvort þessi útgjöld eru afsakanleg. Þurfti menntamálaráðherra, ráðuneytisstjóri og makar að fara? Þau höfðu ekkert með gengi eða gengisleysi landsliðsins að gera. Menntamálaráðherra tók ákvörðun um að fara vegna þess að hana langaði til að horfa á handboltaleik. Vissulega má  hana langa til þess en þá er líka eðlilegt að hún og föruneyti hennar borgi fyrir sig.  Það var engin þjónustu við skattgreiðendur að fara þessa ferð.

Ég velti fyrir mér hvort starfsþunginn í menntamálaráðuneytinu sé svona lítill við upphaf skólaárs að menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóri geti fyrirvaralaust tekið ákvörðun um að hlaupa í burtu í viku að eigin geðþótta.

Nú geta einhverjir reiðst og sagt að eðlilegt hafi verið að menntamálaráðherra sem líka er íþróttamálaráðherra væri viðstödd þennan mikilvæga leik. Þannig er það bara ekki. Það bar enga nauðsyn til og hvernig sem bullinu er á botnin hvolft þá liggur það fyrir að það var engin þörf á þessari ferð. Það væri mannsbragur að því að menntamálaráðherra og föruneyti borguðu fyrir sig en létu skattgreiðendur ekki sitja uppi með kostnaðinn af bruðli og óráðssíu fyrirfólksins í þjóðfélaginu.

Hvað skyldi þurfa skatta margra láglaunafjölskyldna til að borga fyrir íslenska aðalinn í Peking?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég verð núað taka undir með þér að mér finnst það ekki við hæfi menntamálráðherra sé að taka maka og föruneiti úr ráuneytinu á kostnað ríkisins.

Persónulega finnst mér það sök sér að hún fari þarna út, þetta var jú stóratburður og hefði getað orðið enn stærri. En úti voru fyrir nokkrir landar hennar, þar á meðal forsetinn sjálfur þannig að einhvern félagsskap hefði hún getað fundið sér.

Eiginmaður hennar sem er kunnur handboltakappi, og ég get vel skilið að hafi langað á leikinn, hefði getað borgað sína ferð sjálfur. Hann er nú sjálfsagt ekki á neinum verkamannalaunum því Kaupþing virðist gera vel við sína stjórnendur ef marka má fréttir. 

Landfari, 27.8.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Rannveig H

Kvitta undir hvert einasta orð. Þorgerður fær ekki plús í kladdann þarna.

Rannveig H, 27.8.2008 kl. 11:35

3 identicon

Innilega sammála þessu.

Signý (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón Ég tek undir þetta allt hjá þér. Mér finnst þetta óvirðing við íslensku þjóðina og virðing við kínversk stjórnvöld sem þekkt eru fyrir mannréttindabrot af verstu sort. Þau áttu aldrei að fara hvorki hún né forsetinn... það er bara mín skoðun kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er eðlilegt að íþróttaráðherrann sæki ólympíuleika þegar Íslendingar eru þar meðal þátttakenda. Fyrir því er hefð. Mér finnst Þorgerður Katrín hefði átt að réttlæta seinni ferðina á þeim forsendum að hún hafði heitið leikmönnum því að koma á úrslitaleikinn ef þeir kæmust þangað. Slíkt loforð gaf hún í fyrri ferðinni!

Ég ætla ekki að segja mikið um kostnaðinn, hann er óhjákvæmilegur, en get þó tekið undir með landfara að makinn hafi a.m.k. átt að borga sína ferð fyrst þetta var önnur ferð þeirra ágætu hjá hjóna á leikana.

En Jón, eru þetta einfaldlega ekki reglur, að ráðherrar geta tekið maka með á sinn kostnað? Hvaða reglur gilda um ferðalög alþingismanna? Eru makar þá ekki að einhverju leyti eða öllu á kostnað ríkissjóðs?

Kolla er skemmtilega skoðanaföst og þótt oftast sé ég henni sammála get ég ekki verið það nú - þótt virða beri hana að sjálfsögðu.  

Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Spurning hvor eðlilegt hefði verið að borga undir Þorgerði eina einu sinni, hún hefði þó ekki átt að vera við setningu leikanna.

Svo er vísindaferð samgöngunefndar þingsins heldur ekki til fyrirmyndar. Mér finnst það vera skandall að menn láti borga fyrir sig hótelgistingu þegar þeir eiga vísan ókeypis svefnstað á næsta leiti. Góður kvöldverður hefði átt að duga.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með þetta með samgöngunefndina, mér finnst það skandall. Út um gluggann á hótelherbergjunum sáu þeir bókstaflega heim til sín!  Þar setur Alþingi niður.

Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 18:13

8 identicon

Endalaust nöldur er þetta hjá þingmanninum, við vorum að keppa um gull eða silfur og stolt að því og eðlilegt að þetta fólk njóti þess að geta farið og horft á úrslitaleikinn. Efast ekki um að allt hafi verið eftir settum reglum ráðuneytisins og engu stolið úr vasa almennings. Ef eitthvað mætti athuga eru það hinar ýmsu sporslur þingmanna, sbr. frír sími og dagblöð, greiðslur fyrir nefndastörf og fleira.

Nú er spurt fyrir hvað stendur þingmaðurinn í raun, hver eru málefnin og fyrir hvað ætlar hann að berjast á þingi næstu 3 ár?

Nökkvi (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:11

9 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ólafur og Þorgerður gerðu þennan sigur að merkasta afreki sögunnar í íþróttum. Þetta var eitt stórt leikrit til þess að réttlæta komu þeirra á leikana. Ef þau hefðu ekki samið þetta leikrit þá hefði ekki verið hægt að réttlæta kostnað okkar skattgreiðanda. Silfrið var gert að gulli í okkar augu til þess að koma af stað þessum blekkingaleik.

Hvers vegna hafa fatlaðir Íslendingar ekki fengið orðu eftir allt gullið sem þau hafa unnið á Ólympíumótum.

Spurningin er :  Erum við svona einföld og er spillingin orðin svona mikil. En svona sé ég þetta fyrir mér. 

Jón V Viðarsson, 27.8.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Jón Magnússon

Nökkvi þetta er ekki nöldur. Þetta er spurning um hvernig farið er með almannafé. Ferð menntamálaráðuneytis og föruneytis til Peking fyrir rúmar 2 milljónir var óafsakanlegt bruðl. Innheimtumenn ríkisins eru ekki svona léttúðafullir þegar þeir kreista síðasta eyri ekkjunar undan blóðugum skattnöglunum.

Varðandi laun þingmanna þá liggja þau fyrir. Varðandi sporslur þá er frír sími innan ákveðinna marka. Mogginn er frír sem er það eina umfram það sem þú færð Nökkvi. Ekki er greitt fyrir nefndarstörf á þingi.

Nökkvi spyr fyrir hvað þingmaðurinn standi. Það er auðvelt Nökkvi að komast að raun um það með því að lesa greinar og fylgjast með málflutningi mínum í þinginu. Helsta áhugamálið mitt nú er að horfið verði á braut háskalegrar efnahagsstefnu og verðtrygging verði afnumin af útlánum og íslenskir neytendur búi við sambærileg lánakjör og fólkið í nágrannalöndum okkar.  Ef þú hefur áhuga á þá er ég tilbúinn að tala við þig og gera þér fyllri grein fyrir þeim málefnum sem ég legg áherlsu á. Gjörðu svo vel. Sendu mér mail þú sérð netfangið á alþingisvefnum.

Jón Magnússon, 27.8.2008 kl. 21:57

11 Smámynd: Jón Magnússon

Góð spurning  og athugasemd Jón Viðar með fatlað afreksfólk og um spillinguna.

Jón Magnússon, 27.8.2008 kl. 21:58

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég tek líka undir það með ykkur Ágúst og Þóra mér finnst þetta hjá Samgöngunefndinni vera óafsakanlegt bruðl.

Jón Magnússon, 27.8.2008 kl. 21:59

13 Smámynd: Landfari

Gallinn við þig Jón og þínar hugmyndir um afnám verðtryggingar er að þú gerir þér ekki grein fyrir að vextir munu hækka sem verðbótunum nemur og gott betur. Með þvíl laginu munu afborganir þyngjast verulega strax og verðbólan fer af stað. Það gerir afborganir af lánum svo mikklu erfiðari heldur en ef hækkunin leggst við höfuðsólinn og greiðst niður á lásntímanum.

Ég hef eitthvað misst úr fréttunum. Hvaða skandall var þetta hjá samgöngunefnd?

Landfari, 27.8.2008 kl. 22:57

14 identicon

Þú segir: ,,Helsta áhugamálið mitt nú er að horfið verði á (hér á væntanlega að standa ... af) braut háskalegrar efnahagsstefnu og verðtrygging verði afnumin af útlánum og íslenskir neytendur búi við sambærileg lánakjör og fólkið í nágrannalöndum okkar."

Sami söngurinn. Nú langar mig til að sjá þig gera eitthvað í málunum. Og.. nei takk, því miður get ég ekki talað við þig strax, Nökkvi er í felulitum.

Nökkvi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:07

15 identicon

Mig langar að taka undir gagnrýni á menntamálaráðherrann sem mér finnst hafa misfarið alvarlega með almannafé með þessari síðari ferð sinni til Kína. Algerlega óverjandi ákvörðun; ríkisstjórninni til skammar, ekki síst á tímum aðhalds og sparnaðar gagnvart öðrum. Góður pistill hjá þér Jón og þakka þér fyrir.

Hermann Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:46

16 identicon

alveg sammála, mér blöskrar bruðlið hjá öllu þessu sjálfskipaða "tignarfólki" - við kjósum ekki tignarfólk á þing eða viljum hafa það á launum fyrir skattfé, við viljum stéttalaust þjóðfélag jafningja, þetta fólk er þjónar, ekki drottnarar

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:16

17 Smámynd: Halla Rut

Jón, þetta voru fimm milljónir en ekki tvær. Hún, eiginmaðurinn og ráðuneytisstjórinn fóru nefnilega tvisvar, þetta var víst svo gaman.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 12:56

18 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Halla að þetta voru rúmar 5 milljónir í allt þ.e.báðar ferðirnar en ég er eingöngu að tala um þá seinni og hún kostaði fyrir Þorgerði og föruneyti 2.100.000

Jón Magnússon, 28.8.2008 kl. 18:05

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Árna Johnsen var stungið í tukthúsið fyrir að stela. Þorgerður Katrín gengur ennþá laus. Fyrir mér er þjófnaður hennar ekki minni. Megi hún skammast sín og sjá sóma sinn í að segja af sér og biðja þjóðina afsökunar. En það er auðvitað borin von. Því miður. Þetta lið kann ekki að skammast sín og afsögn þegar komið er á spenann hvarflar vitaskuld ekki að neinum þessum fjármjaltavélum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.8.2008 kl. 21:43

20 Smámynd: Landfari

Helga Guðrún, ertu semsagt að taka undir með Árna Johnsen að þetta tilfelli hjá honum hafi bara verið tæknileg mistök? Hann hafi bara ekki borið sig rétt að hlutunum?

Landfari, 29.8.2008 kl. 12:55

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nei.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.8.2008 kl. 19:51

22 Smámynd: Landfari

Helga Guðrún, viltu þá setja Þorgerði í steininn fyrir að hafa farið aftur til Kína?

Landfari, 29.8.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 35
  • Sl. sólarhring: 834
  • Sl. viku: 4549
  • Frá upphafi: 2426419

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 4217
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband