Leita í fréttum mbl.is

Sigurbjörn Einarsson

Sigurbjörn Einarsson var tvímælalaust helsti trúarleiðtogi þjóðarinnar síðustu áratugi.

Ég minnist þess í fyrsta skipti sem ég hlustaði á hann þá var ég í Menntaskólanum í Reykajvík og Sigurbjörn kom til að ræða við okkur um kristni og kirkju. Það voru nokkrar áleitnar spurningar sem brunnu þá á mínum vörum sem ég spurði Sigurbjörn að og átti fyrirfram ekki von á að fá ásættanlegt svar frá honum. Ég hafði iðulega spurt þessara spurninga áður en ekki fengið viðunandi svör að mínum dómi.  Í þetta skipti brá svo við að Sigurbjörn svaraði öllum spurningum mínum með þeim hætti að sá efi sem var í unglingssálinni var ekki lengur til staðar.

Mér finnst þakkarvert að hafa átt þess kost að kynnast Sigurbirni Einarssyni og njóta leiðsagnar hans að nokkru.

Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við Sigurbjörn Enarsson.

 Ég bið fyrir góðar kveðjur til fjölskyldu og náinna ættingja Sigurbjörns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúleysingjatalibanarnir hjá Vantrú voru fljótir að sverta minningu þessa góðmennis með því að ráðast á son hanns í grein á forsíðu þeirra.

Grein þeirra heitir "Öfga-Karl Sigurbjörnsson"

Það vantar Kristinn-hægriflokk á Íslandi.

LS.

ls (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig í ósköpunum svertir þessi grein minningu Sigurbjörns? Það er ekki eitt orð um Sigurbjörn í þessari grein

Það vantar ekki Kristinn-hægriflokk á Íslandi, Jón Magnússon er í slíkum flokki.

Matthías Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 14:03

3 identicon

Það verður að segjast að það er soldið djúpt í árina tekið að segja að öll þjóðin standi í þakkarskuld við biskup..

Annars ætla ég að segja sem minnst um þetta svo ég lendi ekki í veseni.

Auðvitað votta ég aðstandendum samúð mína... þó svo að ég skilji ekki kristna sorg því menn eru jú að fara á æðra plan.

Peace.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Herra Sigurbjörn Einarsson var án nokkurs vafa einn merkasti Íslendingurinn á síðustu öld og allt til dauðadags.

Jens Sigurjónsson, 29.8.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Séra Sigurbjörn var sprottinn upp úr Skaftfellskri sveitamenningu, þar sem umburðarlyndi, hjálpsemi og gestrisni var öðru fremur í hávegum haft.  Með þetta veganesti og einlæga trú varð hann einn allra virtasti íslendingur sögunnar.   -   En einhvern öfga hægri flokk vantar okkur alls ekki á Íslandi.

Þórir Kjartansson, 30.8.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Blessuð sé minning hans.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.8.2008 kl. 02:24

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurbjörn Einarsson hlýtur að verðskulda þann vitnisburð að hafa verið merkur andlegur leiðtogi þjóðarinnar í allri góðri siðfræði. Í honum holdgerðist máttur kærleikans í þeirri kenningu sem hann boðaði og verðskuldar að verða hafinn yfir allar deilur um trúarskoðanir. Því þegar upp er staðið þá er öll andleg trú okkar mannanna leiðsögn um samskipti. Og einmitt vegna þess tókst Sigurbirni Einarssyni að taka pólitíska afstöðu í málefnum samtíðar sinnar og bauð sér þar að storka smáborgaralegum viðhorfum um það hvað embætti hans leyfðist að bera í tal. 

Boðberi friðar og kærleika og þó jafnframt ódeigur og vopnhvass stríðsmaður gegn ranglætinu í öllum þess fjölmörgu myndum.

Herra Sigurbjörn Einarsson biskup var ógleymanleg persóna og á að verða það um alla ókomna tíð á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband