Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá dómsmálaráðherra.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er án efa einn dugmesti ráðherra sem við eigum í dag. Fólk getur að sjálfsögðu greint á um marga hluti og þannig er það með ýmis verk dómsmálaráðherra að það eru ekki allir sammála og þannig er það og á að vera í lýðræðislandi. Af sjálfu leiðir að þeir sem gera eru í meiri hættu á því að vera umdeildir en þeir sem gera ekki.

Ég hef ítrekað bent á ýmis vandamál sem eru því samfara fyrir fámenna þjóð að taka við miklum fjölda útlendinga á stuttum tíma. Sósíalíska félagsfræðikynslóðin með Eirík Bergmann fræðimann í broddi fylkingar hefur algjörlega hafnað þessu og brugðist ókvæða við.

Nú hefur dómsmálaráðherra farið að eins og ég benti á  fyrir tæpum tveim árum síðan, að við ættum að fara að, með svipuðum hætti og Norðmenn hafa gert að semja um að refsifangar af erlendu bergi brotnu afplánuðu refsidóma sína í heimalandi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra samið um það við stjórnvöld í Litháen að þau annist um að framfylgja refsidómum yfir þrem Litháum sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot hér á landi. Næsta skrefið hjá dómsmálaráðherra er eftir því sem sagt er í fréttum að semja með sama hætti við stjórnvöld í Póllandi.

Dómsmálaráðherra á skilið að fá þakkir fyrir þessa framkvæmd.  Það er betra að horfa með raunhæfum hætti á þau mál og vandamál sem skapast þegar fjöldi fólks af erlendu bergi brotið kemur til landsins í staðinn fyrir að bora upp í nefið á sér og neita staðreyndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Góður pistill Jón, sammála þér. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.8.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Algerlega sammála þér í þessari stórgóðu færslu, Jón. Menn eiga að njóta sannmælis, hvar í flokkum þeir standa, og Björn Bjarnason er einhver allra duglegasti stjórnmálamaður sem við höfum átt. Verst að hann skuli ekki ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn, hann á þar samleið í mörgum málum... en þetta er auðvitað bara skemmtileg óskhyggja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 12:55

3 identicon

Mér skilst að nú geti þessir fangar ekki lengur mótmælt því að vera sendir til síns heimalands eins og þeir gátu gert áður og þar með tafið afgreiðslu mála sinna og því getað dvalið hér í afplánum. Aðbúnaður fanga er það góður hér á landi að menn hafa séð ,hag" sínum borgið með að koma hingað og stunda ólöglega iðju hér frekar en heima hjá sér.

Ég er þér sammála Jón, þetta er ágætis gjörð hjá Birni Barnasyni og hefur vonandi fælingarmátt, og hvetur erlenda menn síður til afbrota hér, þegar ekki er lengur hægt að afplána á hótel Litla-Hrauni. Hafandi sagt þetta þá er Litla-Hraun engin paradís og erfitt fyrir menn að vera sviptir frelsi sínu en í því er refsingin fólgin. Sjálfsagt er að aðbúnaður sé góður og ég er sannfærður um það að það megi gera enn betur, til þess að menn komi betrumbættir úr fangelsum, enda eru þetta betrunarhús og sem slík eðlilegt að þau standi undir nafni.

Líklegt er að fangelsin í heimalöndum þessara ólánssömu ungu manni séu ekki með tærnar þar sem Litla-Hraun er með hælana þegar kemur að aðbúnaði fanga.

Nökkvi (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:32

4 identicon

Sammála þér Jón..!!!! þessar línur þínar sína þroska og þor..... !!!!!

Gestur (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér Jón og svo sannarlega á að hrósa mönnum góð verk sama hvaða flokki þeir tilheyra.

Eftir allt, þetta er land okkar allra, og okkar allra hagur.

Halla Rut , 31.8.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er bara hjartanlega ósammála þessu lofi um stjórnmálamann sem eftir allan þennan tíma gerir það sem lá í augum uppi að þurfti að gera. Þetta minnir á alla orðuberana sem heiðraðir hafa verið fyrir að mæta þokkalega á kontórinn sinn. Ríkisstjórnin á svo fjöldamargt ógert af þeim verkum sem henni bera skyldur til að koma í verk. Þar á Björn Bjarnason óskilinn hlut í mörgu efni.

Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 18:07

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það gerir ekki gott verk vont að benda á eitthvað óunnið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 19:39

8 Smámynd: Heidi Strand

Þetta lofar góðu.

Heidi Strand, 31.8.2008 kl. 20:08

9 Smámynd: Guðmundur Björn

Árni: Þú ert eins og sannur umhverfisfasisti og sósíalisti (á meðan þeir voru utan ríkisstjórnar) og heldur að öll "loforð" séu framkvæmd á einni nóttu.  Björn Bjarnason sem er "sökudólgur Íslands" vegna nauðsynlegra en stundum óvinsælla ákvarðanna, er einhver besti ráðherra sem Ísland hefur alið.

Guðmundur Björn, 31.8.2008 kl. 20:35

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég skal verða þér sammála Heidi að þetta lofi góðu. Og Helga Guðrún, ég gaf það ekki í skyn að mér þætti þetta vont verk. Mér finnst bara ekki ástæða til að bera lof á ráðherra fyrir það eitt að lufsast til þess að setja lög sem þjóðinni verða til gagns. Ég held nefnilega að þessi viðbrögð ykkar sýni það að nú er svo komið að enginn á lengur von á því að þessi ríkisstjórn verði öðrum að gagni en þeim sem fjármögnuðu framboðin. Ég hef lengst af verið gagnrýninn á verk ríkisstjórna og einu hefur þá gilt hverjir þar sátu og sváfu.

En af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins sé ég engan skárri en Björn Bjarnason sem er reynslubolti og afburðamaður að gáfum. Ég hafði trú á að Þorgerður Katrín og Guðlaugur Þór gætu orðið góðir ráðherrar en sú von dvínar hratt. Ég er ekki maður til að gefa ráðherrum S. fylkingarinnar einkunnir, enda veit ég að þess er beðið í ofvæni að það fólk fái stöðu til að gleymast. Undanskil þar aðeins Jóhönnu Sig.

Þetta eru mínar skoðanir en ég hef ekki stöðu þína í pólitískum vitsmunum Guðmundur Björn sem setur fram úrskurð um besta ráðherra sem Ísland hefur alið!

Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 21:32

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ofurlítil viðbót: Ég tel það ekki galdur að stýra málum fámennrar og auðugrar eyþjóðar sem Íslands á þann veg að allir geti lifað við góð atvinnuskilyrði, traustan fjárhag og velferðarkerfi eins og best verður. Það þarf hinsvegar samhentan og vinnusaman hóp ógæfufólks til að stýra þessari þjóð inn í það hörmungarástand sem nú blasir við íslenskum heimilum haldi svo fram sem nú horfir.  

Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér í því Árni að það er virkilegur galdur að stýra málum þannigin eins og þeir segja á Austurlandi.  Hins vegar finnst mér rétt að láta vita þegar verið er að gera það sem manni finnst vera gott hvort sem það hafi átt að gera fyrr eða síðar.

Jón Magnússon, 31.8.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 403
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 4917
  • Frá upphafi: 2426787

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 4564
  • Gestir í dag: 369
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband