Leita í fréttum mbl.is

Margrét Frímannsdóttir tekur undir málflutning Frjálslyndra

margretfrimannsdMargrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla Hrauni er fyrrum formaður Alþýðubandalagsins. Hún tók við formennsku í þeim stjórnmálaflokki þegar miklir erfiðleikar steðjuðu að m.a. hafði fyrri formaður klúðrað fjármálunum all hressilega að sögn. Þá sögu kann sumt Alþýðubandalagsfólk betur en ég og ég þekki hana ekki nema af munnlegri frásögn sumra þeirra. Margrét sá að í óefni var komið með þennan arftaka Sósíalistaflokks Íslands og gerði það sem hún gat til að sameina vinstri menn svokallaða í einum flokki, Samfylkingunni. Það tókst þó með þeim harmkvælum að innvígðir og innmúraðir sossar sátu eftir  í faðmi Steingríms J.

Margrét á að baki langan og farsælan stjórnmálaferil. Eftir því sem ég man best þá lagði hún alla jafna allt gott til mála manna og málleysingja svo fremi að Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar og Steingrímur byrgðu henni ekki sýn til skynseminnar.

Það var athyglivert að sjá Margréti í sjónvarpsfréttum í kvöld fjalla um samninga við erlend ríki um að þau taki við erlendum föngum. Þar greindi Margrét frá því hvað hlutfall útlendinga er orðið hátt í íslenskum fangelsum.  Eftir því sem ég gat best reiknað af þessu stutta fréttaviðtali við Margréti þá eru hlutfallslega þrisvar sinnum fleiri útlendingar í fangelsum hér á landi en nemur þeim hlutfallslega fjölda útlendinga sem hér búa.

Margrét ræddi það að nauðsynlegt væri að útlendingar sem hingað kæmu þyrftu að framvísa sakavottorði og nefndi að þeir gæfu einnig aðrar upplýsingar um sjálfa sig.

Þetta er alveg rétt hjá Margréti. Að sjálfsögðu á að gera það sem hún segir. Hún þekkir þetta af eigin raun.  En sósíalfræðingarnir í flokknum sem Margrét stofnaði "Samfylkingunni" kalla þetta rasisma þegar við Frjálslynd höfum bent á þetta. Nú veit ég að Margrét er ekki rasisti frekar en ég eða aðrir félagar mínir í Frjálslynda flokknum. Margrét er einfaldlega skynsöm kona sem vinnur í því umhverfi að hún veit um hvað hún er að tala í þessum efnum.

Skrýtið að fangelsisstjórinn á Litla Hrauni skuli nú fyrst taka undir það sem við Frjálslynd sögðum fyirr kosningar og dómsmálaráðherrann skuli vera að framkvæma það sem við sögðum fyrir kosningar. Þá var það rasismi í munni margra flokksystkina þeirra. Skyldi það fólk vera sama sinnis í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Tek undir þetta hjá Hippó, ég gleymi aldrei þessum þætti og málflutningi Steinunnar V ( alger viðbjóður ) og hvernig Samfylkingin hljóp útundan sér í þeirri umræðu allri. Margrét Frímanns er vönduð manneskja og afar heilsteypt enda dró hún sig til baka úr frontinum hjá Samfylkingunni. Hún hefur ekki passað þar inn lengur.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Tók eftir þessu hjá Margréti og verður mjög fróðlegt að vita hvort Samfylkingin hefur skipt um skoðun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.8.2008 kl. 23:26

3 identicon

Þar sem nokkrir íslendingar eru í fangelsum erlendis við misjafnan aðbúnað, væri ekki eðlilegt að ráðherra gerði sitt til að koma þeim í afplánun hér á landi? Hver er skoðun þín á því Jón?

Rasismi er orð sem ætti ekki að nota í umræðum um útlendinga á Íslandi. Útlendingar eru velkomnir hingað til búsetu, en þeir sem koma hingað til glæpastarfa eiga hiklaust að vera sendir burt. Þar kemur sterkt inn að óska eftir sakarvottorði við komuna til Íslands og væri gert á allt öðrum forsendum en rasisma.

Verðugt og raunhæft verkefni, fyrir þig á þingi, að koma þessu að Jón.

Nökkvi (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Landfari

Margrét Frímannsdóttir er kona sem ávann sér traust og viðingu sem pólitíkus.

Þeir eru nú ekki voaðlega margir sem hafa leikið það eftir.

Landfari, 31.8.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála því Nökkvi að rasismi er orð sem ætti ekki að nota í umræðum um útlendinga en það er einmitt það orð sem að Samfylkingarfólk og fleiri lukkuriddarar hafa notað um okkur.

Sammála því Landfari að Margrét hafi unnið sér traust og virðingu sem pólitíkus.

Guðrún mér finnst það líka spennandi að vita hvort Samfylkingin hefur skipt um skoðun

Jón Magnússon, 1.9.2008 kl. 08:19

6 identicon

Af hverju má ekki kalla rasista rasista? Takmarkar það ekki umræðuna að mega ekki nota tiltekin orð þegar þau eiga við? Hvaða tilgangi þjónar ritskoðun af þessu tagi?

Annað; af hverju er er verið að bera saman fjölda útlendinga í fangelsum á Íslandi og fjölda útlendinga búsetta á íslandi? Hvað skyldu margir af þessum föngum hafa komið hingað sem ferðamenn, eða farandverkamenn? Væri ekki nær að nota einhverjar aðrar tölur? Hvaða tilgangi þjónar þessi samanburður? Er verið að sá einhverjum tortryggnifræjum?

Grímur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:23

7 Smámynd: Landfari

Grímur, það er nú einmitt málið að það á að kalla rasista rasista. Það er hinnsvegar mikil útþynning á orðinu að kalla alla sem ræða málefni innflytjenda, rasita.

Gerir það að verkum að orðið verður merkingarlaust í sinni upphaflegu merkingu.

Hvað aðrar tölur finnst þér heppilegra að nota en fjölda útlendinga búsetta á íslandi?

Án þess að hafa hugmynd um það hefði ég haldið flestir þessara erlendu tugthúslima hafi komið hingað sem ferðamenn.

Verð að viðurkenna að það væri frólegt að sjá hve stórt hlutfall erlendra ferðamanna af hverju þjóðerni fyrir sig, lendi í útistöðum við lögreglu.

Landfari, 1.9.2008 kl. 14:55

8 identicon

Hvernig getur þú Jón talað um innflytjendastefnu Frjálslynda flokksins í einni færslu, og aðild Íslands í Evrópusambandið í þeirri næstu?

Þú talar bara í hringi, held að þú ættir að setjast niður með forystu flokksins og ákveða hvaða stefnu þú villt í raun að FF taki. 

ESB pistlar þínir hafa valdið mörgum úr FF vonbrigðum. Það get ég lofað þér.

Einar (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:38

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Smáinnlegg frá mér, Jón, vegna athugasemdar Gríms "Væri ekki nær að nota aðrar tölur?"  Eins og talað úr mínu hjarta; hvað hafa margir "sterklega grunaðir" útlenskir í farbanni sloppið úr landi án þess að mæta fyrir dóm?  Hlutföllin á Hrauninu myndu snarlega breytast ef allir þeir væru taldir með. 

Kolbrún Hilmars, 1.9.2008 kl. 18:21

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú er bara að sjá til hvort flokksbræður hennar og systur muni saka hana um rasiisma.

Sigurður Þórðarson, 2.9.2008 kl. 23:49

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mjög einfalt mál hér á ferð ef pólitískur vilji er fyrir hendi.

við þurfum bara að spyrja okkur að þessari spurningu. Viljum við hleypa inn í landið mönnum sem hafa verið dæmdir eða eiga yfir höfði sér dóma fyrir ofbeldisverk og jafnvel morð, inn í landið? 

Ef svarið er já þá kemur önnur spurning. Eigum við að velta kostnaði við að hafa þá í fangelsi yfir á Íslenska ríkissborgara? Það lýta margir á Ísland sem land tækifæranna. Ef þú sleppur í gegn með dópið þá ertu orðin ríkur. ef þú lendir í fangelsi þá ertu sendur á 4 stjörnu hótel og í sumarbúðir miðað við það sem gerist í heimalandinu. frítt fæði, uppihald og hann gæti jafnvel unnið sér inn pening áður en hann er sendur heim. 

En Jón. hvernig í ósköpunum ætlar íslensk ríkisstjórn, sama hvernig hún er skipuð að gera eitthvað í þessum málefnum innan ESB? hefurðu hugsað þetta til enda? helduru að skriffinnarnir í Brussel leyfi Íslendingum að loka sínu héraði innan ESB fyrir einhverjum? Ef við erum í ESB þá munum við þurfa að leita leyfis til Brussel fyrir slíku. Heldur þú virkilega að við fengjum það? ég ætla mér nú ekki að skipta mér af FF en hvað í stefnu flokksins samrýmist ESB aðild? alla vega ekki stæðstu málin fyrir síðustu kosningar. 

Fannar frá Rifi, 2.9.2008 kl. 23:51

12 Smámynd: Halla Rut

Margrét er virkilega að standa sig vel í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Og nú skoraði hún feitt hjá mér. Skynsöm og dugleg.

Halla Rut , 3.9.2008 kl. 20:19

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Tek heilshugar undir orð Fannars frá Rifi. Eins og mælt frá mínu brjósti. Eftir því sem ég best veit eru reglur varðandi Schengen þær að ef fangi óskar eftir að fá flutning í sitt heimaland er oftast orðið við því en ekki hægt að skylda þá til að fara. Eins og Fannar bendir á vill auðvitað enginn fara frá Íslandi. Þetta þýðir að við sitjum uppi með erlenda afbrotamenn sem dæmdir eru hér og líka Íslendinga sem dæmdir eru erlendis því þeir vilja koma heim. Það er verið að reyna að breyta þessu en gengur hægt, reyndar vonlaust. Fannar þú ert með stefnu FF á hreinu   kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 1228
  • Sl. viku: 5152
  • Frá upphafi: 2469536

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 4718
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband