Leita í fréttum mbl.is

Spillingunni sagt stríð á hendur.

John McCain valdi réttan meðframbjóðanda þar sem Sarah Palin fylkisstjóri í Alaska er. Með henni fær framboðið ferskleikablæ sem það þurfti svo nauðsynlega á að halda.

Athyglivert er að John McCain skuli segja spillingunni stríð á hendur og skuli taka það sérstaklega fram að þar sé flokkur hans ekki hvítskúraður.  Mikið þætti mér varið í Geir Haarde ef hann færi í sama ham hvað þetta varðar og John Mc Cain enda ekki vanþörf á þar sem sumir flokksmenn hans eru farnir að líta á ríkissjóð eins og akur sem megi taka úr að geðþótta.

Fyrir tæpu ári síðan þegar forkosningar Demókrata og Repúblikana voru að byrja þá skrifaði ég hér á bloggið mitt að mínir draumaframbjóðendur við forsetakosningarnar væru þeir Barrack Obama og John McCain. Báðir boðuðu þeir breytingar og hefðu eitthvað nýtt fram að færa. Á þeim tíma var Hillary Clinton líklegasti frambjóðandi Demókrata en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá ógæfu að hún næði útnefningu. Margir voru taldir líklegri en John McCain en hann stendur nú þvert á alla spádóma uppi sem sigurvegari.

Fyrirfram hefði ég bókað auðveldan sigur Demókrata eftir ógæfu stjórn George W. Bush en John McCain hefur sýnt það aftur og aftur að hann er hið mesta ólíkindatól þegar kemur að því að vinna kosningar sem enginn bjóst við að hann myndi vinna.  Kosningabaráttan verður spennandi en alla vega þá eru bestu mennirnir sem í boði voru í kjöri.


mbl.is Sjálfstæður endurbótasinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu ekki að grínast? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn með Geir Haarde í forsæti er farinn að líta svo að hann eigi ríkissjóð með hurðum og gluggum.

Nýjasta nýtt er að Geir hefur ekki séð ástæðu til þess að upplýsa hverjir vextirnir eru á milljarða láninu sem var mikil skrautfjöður Geirs og stærsti og mikilvægasti liðurinn í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.  Ekki má Geir Haarde heyra á það minnst að veiða meiri þorsk þó svo að það eitt gæti skilað þjóðarbúinu 2 falt meiri gjaldeyri en sem nemur lántökunni sem hann er svo stoltur yfir en vill samt sem áður ekki upplýsa um vextina.

Dómur markaðirns yfir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er enn sem komið er mjög neikvæður. Krónan lækkar þrátt fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi fyrst og fremst miðað að því að hækka gengi ísl krónunnar. 

Sigurjón Þórðarson, 5.9.2008 kl. 12:02

3 identicon

Ferskleikablærinn er stórkostlegur sem fylgir henni Palin. Hvaða kona sem er í byssuklúbb, er á móti fóstureyðingum fagnar því innilega að sonur hennar sé hermaður og fagnar því enn meira að hann sé á leiðinni til Íraks að murka nokkra shita eða svo. Svo síðast en ekki þá gustar af henni íshokkíilmurinn.

Kona sem allir vilja. 

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Eyþór Hauksson

Sammála þér Hippókrates þessi kona er bara ekki í lagi.En þessir blessuðu Kanar eru nú svo skrítnir að þeir eru vísir með að kjósa þessa öfgafullu Bíblíu konu í Hvíta húsið enda troða þeir trúnni allstaðar inn.

Eyþór Hauksson, 5.9.2008 kl. 19:33

5 identicon

Palin er huggleg kona, ímynd hinnar fullkomnu eiginkonu og móður sem auðveldlega hefur sinnt starfi sínu sem ríkistjóri um leið. Ég er hræddur um að hún hafi einungis passað í hlutverk sem þurfti að fylla til að draga frá Obama atkvæði. Hún er á vissan hátt ígildi Obama.

Þetta er aðeins klók leið að takmarki republikana, forsetaembættinu og hefur að öllum líkindum ekkert að gera með hæfni Palin sem stjórnmálamanns (ef einhver hæfni er til staðar). Hér má nefna orð eins og transparent politic og ég er hissa á þér Jón, að sjá þetta ekki eins og þetta blasir nú við.

Nökkvi (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þegar ég tala um að það fylgi ferskleiki Söru Palin þá er það framkoma hennar og hvernig hún setur fram mál sitt. Ég er hins vegar alveg sammála þeim sem um það hafa fjallað hér að hún er óttalegt afturhald á mörgum sviðum.  Það er líka alveg ljóst að val hennar var úthugsað til að ná atkvæðum frá Obama.

Hún Sarah er hins vegar firna góður ræðumaður og kemur mjög vel fyrir.

Jón Magnússon, 6.9.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hippó, Eyþór, Nökkvi, Gunnar og trúlega Gullvagninn. Ég get ekki líst því hvað mér leiðist að vera hjartanlega sammála ykkur því þetta er afar hugguleg og eflaust frambærileg kona eins og Jón segir.  Ég vil sjá hlut kvenna mun meiri í stjórnmálum en hann er í dag. Ég hefði t.d. kosið að Hillary hefði Obana. Hitt er sjálfsagt rétt að alltof margir í Ameríku eru einfaldir öfgatrúarmenn og þessi boðskapur rennur ljúft um kokið á þeim. Ansans vesen. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 1258
  • Sl. viku: 5203
  • Frá upphafi: 2469587

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 4763
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband