Leita í fréttum mbl.is

Rangur og hlutdrægur fréttaflutningur Stöðvar 2.

Í hádegisfréttum og kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um ágreiningsmál innan Frjálslynda flokksins með röngum og hlutdrægum hætti. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson virti ekki þá frumskyldu fréttamanns að afla sér heimilda heldur lét sér nægja að styðjast við frásögn fyrrverandi flokksbróður síns úr Alþýðubandalaginu, Kristins H. Gunnarssonar.

Frétt Stövar 2 er í öllum aðalatriðum röng. Það er fréttastofunni til vansa og átelja verður vinnubrögð eins og þau sem Heimir Már Pétursson viðhefur.  Nú reynir á nýjan fréttastjóra hvort hann samþykkir að svona sé staðið að upplýsingaöflun og fréttamennsku eða hvort hann vill að hægt sé að treysta fréttum stöðvar 2.

Í fréttinni segir að Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti af harðsnúnum andstæðingum útlendinga í Frjáslynda flokknum á suðvesturhorninu. Þetta er rangt. Í fyrsta lagi er enginn slíkur hópur í Frjálslynda flokknum. Því síður bundinn við suðvestur hornið. Staðhæfingin er röng.

Í fréttinni er því einnig haldið fram að ég hafi farið fyrir ályktunartillögu á síðasta miðstjórnarfundi þar sem skorað var á þingflokkinn að skipta um þingflokksformann. Þetta er rangt. Ég hvorki fór fyrir þeirri tillögu hafði nokkuð með hana að gera né var hún mér þóknanleg og vék af fundi um leið og hún kom fram þar sem að tillagan vék að mér persónulega. Þessi staðhæfing í fréttinni er því röng.

Þá er því einnig haldið fram í fréttinni að óvenju margir varamenn hafi setið fundinn þegar tillagan var til umfjöllunar. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið fleiri varamenn í þessu tilviki en almennt gerist á miðstjórnarfundum í Frjálslynda flokknum. Þessi staðhæfing á því ekki rétt á sér.

Í fréttinni kemur Kristinn H. Gunnarsson fram og lætur að því liggja að umrædd tillaga kunni að vera komin fram vegna þess að hann hafi boðið Palestínskar flóttakonur velkomnar. Þetta er rangt og það veit Kristinn H. Gunnarsson fullvel. Tillagan hafði ekkert með það að gera.

Þá heldur Kristinn H. Gunnarsson því fram að engin dæmi séu um tillöguflutning sem lýsi jafnmikilli lítilsvirðingu á formanni flokksins. Hann víkur þó ekki að því í hverju lítilsvirðingin við formanninn á að hafa verið fólgin.

Þegar farið er þannig yfir meginefni fréttarinnar þá liggur fyrir að hún er röng. Hallað er réttu máli og ekki gætt þeirrar frumskyldu fréttamanna að fjalla um mál með hlutlægum hætti.

Staðreynd málsins er sú að fram kom tillaga um að formaður Frjáslynda flokksins viki úr formannanefndinni sem fjallar um lífeyrismál Alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisisins. Sú tillaga var samþykkt með þorra atkvæða gegn atkvæði formanns. Ég var þeirri tillögu samþykkur enda tel ég í andstöðu við Guðjón Arnar Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson að breyta eigi lífeyrislögunum í samræmi við hugmyndir sem fram koma í tillögu Valgerðar Bjarnadóttur.

Borinn var fram tillaga um að skipt yrði um þingflokksformann og ég yrði kjörinn. Tillagan var þó hvorki frá mér komin né hafði ég nokkuð með hana að gera. Þess þá heldur var tillagan mér ekki þóknanleg. Tillagan kom fram vegna þess að fjölmargir flokksmenn telja að Reykjavíkurkjördæmi sé algerlega afskipt en öll völd og störf innan flokksins sem máli skipta séu bundin við Norðvesturkjördæmi eitt og þá nánast eingöngu Ísafjarðardjúp.

Þetta eru helstu staðreyndir í málinu.

Hitt er annað mál að á miðstjórnarfundi þ. 23.5. s.l. lýsti varaformaður flokksins vantrausti á vinnubrögð Kristins H. Gunnarssonar og þá urðu umræður um vinnubrögð hans og varð hann einn til að bera í bætifláka fyrir þau vinnubrögð.

Varðandi það hvort Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti þá verður að finna þeim fullyrðingum stað og gera grein fyrir hverjir það gera. Fjölmargir flokksmenn geta hins vegar gert grein fyrir með hvaða hætti Kristinn hefur veist að þeim með vömmum, skömmum og lítilsvirðingum. Fólk sem er að reyna að vinna flokknum vel í sjálfboðaliðsvinnu. Kristinn og Guðjón Arnar hafa hins vegar staðið að ráðningu vina sinna í þau fáu störf sem flokkurinn ræður. Þess sést m.a. glögg merki á heimasíðu flokksins.

Ummæli sem höfð eru eftir formanni flokksins  finnast mér undarleg, að Kristinn sé lagður í einelti. Mér finnst það undarlegt vegna þess að það er ekki í samræmi við það sem formaðurinn hefur sagt við mig og ýmsa aðra m.a. að Kristinn H. Gunnarsson eigi erfitt með mannleg samskipti og hann væri ekki málefnalega samstíga flokknum auk ýmis annars sem ekki er tíundað að sinni.

Það er alltaf leiðinlegt þegar upp koma deilur innan flokka en stundum er slíkt óhjákvæmilegt.  Ég hef reynt að vinna að uppbyggingu flokksins eftir því sem við hefur verið komið. Staðið fyrir stofnun félaga og flokksstarfi í fullri andstöðu við Kristinn H. Gunnarsson og ef til vill fleiri.

Þrátt fyrir að full ástæða væri til að þingflokkur og miðstjórn kæmu saman til að ræða málin og taka ákvarðanir í þeim mikilvægu málum sem steðja að þjóðinni núna, þá sá hvorki formaður flokksins né þingflokksformaður ástæðu til að boða til funda í þingflokki eða miðstjórn frá því í lok mai og þangað til í september. Þá sá framkvæmdastjórn ekki ástæðu til að boða til funda meðal flokksmanna á sama tímabili. Fundahöld sem ég stóð fyrir ásamt Sigurjóni Þórðarsyni voru hins vegar gagnrýnd harðlega af formanni þingflokksins. Á mínum pólitíska ferli þá þekki ég ekki annað eins áhugaleysi um pólitík eins og þarna kemur fram og virðingarleysi við fólkið í flokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er sammála því Jón að fréttaflutningur Stöðvar tvö var ámælisverður. Ef vinnubrögð fréttastofunnar er svona í mörgum fréttum er nú ekki mark takandi á því sem þar heyrist. Það er deginum ljósara.

Heimir Már sem er jú að vestan hefur greinilega ekki þorað annað en að gera eins og Kristinn segir, Þekkir kanski hans vinnubrögð.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.9.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég sá þessar fréttir í gær og ofbauð gersamlega vinnubrögð þessa fréttamanns. Þó er maður nú ýmsu vanur í undarlegum fréttaflutningi af innri málefnum Frjálslynda flokksins. Samfylkingarmaðurinn Heimir Már hafði ekki haft neitt samband til að mynda við mig til að afla upplýsinga. Hann lá bara í grímulausum áróðri og alhæfingum þar sem hann veittist að æru fjölda fólks.

Reyndi að hringja í hann árangurslaust í gærkvöldi til að koma óánægju minni á framfæri en náði ekki í hann.

Vonandi tekur nýr fréttastjóri Stöðvar 2 á þessu máli.

Magnús Þór Hafsteinsson, 19.9.2008 kl. 10:06

3 identicon

Sammála þessu, fréttin á Stöð 2 var fáránleg. Enn og aftur dettur þessi fréttastöð í rangfærslur. Heimir Már er hlutdrægur í þessu máli.

Signý (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er auðvitað fráleitur "fréttaflutningur" eða réttara sagt fantasía í fréttatíma.  Stöð 2 á sér þó nokkra málsbót  fyrir að hafa haldið uppi jafn ónákvæmri frásögn. Þannig er að Kristinn er eini maðurinn sem er alltaf boðinn og búinn til að efna til óvinafagnaðar með því að viðra í fjölmiðlum stór og smá ágreiningsmál innan FF sem flest snúast um hann sjálfan. Það kann að vera freisting fyrir fréttamann í gúrku og tímahraki að taka við uppkokkaðri forsíðufrétt.

Þetta breytir ekki því að fréttastofan ætti  að leiðrétta þetta.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir að koma þessu svona skilmerkilega á framfæri.

Halla Rut , 19.9.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Rannveig H

Gott að þessi mál eru komin upp á yfirborðið. Hafa skal það sem sannara reynist. Takk fyrir það.

Rannveig H, 19.9.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef enga trú á því að þetta verði leiðrétt. Stöð 2 er búin að einfalda þetta fréttaefni með því að taka afstöðu með Kristni H. Þegar Margrét Sverrisdóttir varð viðskila jafnvægi sinnar viðkvæmu sálar og ákvað að berjast fyrir forystuhlutverki því innan Frjálslynda flokksins sem hún taldi arfborinn rétt sinn, tók hún þá ákvörðun að bera fyrir sig rasiskan málflutning Jóns Magnússonar og Magnúsar Þórs. Þetta svínvirkaði og liðsmenn annara flokka túlkuðu þessa ástæðu út í samfélagið með miklum þunga. Fylgi flokksins var á hraðri uppleið og voðinn vís. Nýtt afl bættist við Frjálslynda og nú var tekið til við að túlka hvílíkir voðamenn þar væru á ferðinni. Óalandi og óferjandi fólk sem allsstaðar hafði orðið til bölvunar þar sem það kom nefinu inn fyrir dyrastafi. Verstur allra var Jón Magnússon sem hafði gengið svo langt að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn. Þráhyggjuheimska Margrétar Sverrisdóttur var orðin að landsfaraldri og afhygli fjölmiðla hefði vart orðið meiri þó fundist hefði frumhandrit Njálu undirritað af höfundi. Nýtt afl, stjórnmálasmtök sem náðu ekki fylgi til framhaldslífs á sjálfstæðum forsendum var orðið þjóðarvá í íslenskri pólitik ámóta og hryðjuverkasamtök á heimsvísu. Bin laden þessa undirförla og blóðþyrsta fólks hét að sögn fréttamanna Jón Magnússon, slægur sem höggormur og samviskulaus.

Íslenskar fréttastofur urðu á eitt sáttar um að þetta yrði þaðan af sá grundvöllur frétta af innra starfi Frjálslynda flokksins sem nota mætti. Þarna sparaðist ómæld vinna við fréttaflutning- málið var leyst með þesum eina og ódýra sannleika.   

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 20:05

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er mjög góð greining á afstöðu bæði þessarar fréttastofu og fleiri, Árni og aðrir hér. Ég er líka sammála því, þessa frétt verður ekki auðvelt að leiðrétta, það er öruggt. Þetta lið vill bara hafa það sem betur hljómar og gerir ekkert með að leggja neina vinnu í að hafa hlutina rétta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.9.2008 kl. 20:29

9 identicon

Leiðindi og aftur leiðindi í Frjálslynda flokknum! Afhverju??

Baldvin Nielsen ,Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:14

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Afar gott innlegg frá Árna hér að ofan, enda ekki við öðru að búast frá honum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.9.2008 kl. 21:37

11 identicon

Auðvitað þekki ég ekki innanflokksmál í Frjálslynda flokknum eða veit nákvæmlega hvað er í gangi þar.  Hef þó smávegis fylgst með bloggsíðum Frjálslyndra og sé því ástæðu til að gera einhverjar athugasemdir við pistil Jóns Magnússonar.

Jón segir: Í fréttinni segir að Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti af harðsnúnum andstæðingum útlendinga í Frjálslynda flokknum á suðvesturhorninu.  Í fyrsta lagi er enginn slíkur hópur í Frjálslynda flokknum. Því síður bundinn við suðvestur hornið. Staðhæfingin er röng.

Kristinn hefur skrifað greinar um málefnum innflytjenda þar sem hann hefur hvatt til hófsemi og gagnrýnt þá sem ala á fordómum.  Nýlega skrifaði hann svo ágæta grein þar sem hann bauð flóttafólk á Akranesi velkomið.  

Hann hefur hlotið afar harkaleg viðbrögð við þeim pistlum sínum frá samflokksfólki sínu sem ég get ekki betur séð að séu harðsnúnir andstæðingar útlendinga margir hverjir.  Ég held að það megi tala um einelti í þessu sambandi.  Það er hins vegar rétt hjá Jóni Magnússyni að þeir eru ekki allir bundnir við Suðvesturhornið.

Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:48

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi leiðindi eiga sér langan aðdraganda Baldvin, og allt frá því skömmu eftir kosningarnar 2007. Þau kviknuðu þegar Guðjón Arnar brá heiti sínu um að Sigurjóni Þórðarsyni yrði veitt starf framkvæmdastjóra ef hann næði ekki kosningu. Þetta mál hefur Guðjón aldrei gert upp við Sigurjón svo mér sé kunnugt um. Og ekki hefur hann gert það upp við okkur hin sem sárnaði þetta mjög Þarna hófust umræður í okkar hópi og þær hafa stigmagnast með þeirri ólgu sem nú verður ekki lengur leynt.

Það er mikilvægara en allt annað þegar flokksstarf er í uppbyggingu eftir klofning og hörð átök að formaður vinni með fólki sínu en standi ekki álengdar og fylgist með þróun upplausnar. Framkvæmdastjóri flokks hefur þeim skyldum að gegna að efla innra starf flokks, sameina fólk til átaka og leysa deilumál. Sama má að nokkru segja um ritara.

Mér er óhætt að upplýsa það að enginn af umræddu fólki hefur haft í frammi tilburði í þá átt að leysa þau ágreiningsmál sem kviknuðu. Og sem kviknuðu í umræðu okkar um störf þeirra sjálfra!

Ég starfa í stjórn félags undir stjórn Tryggva Agnarssonar lögmanns. Tryggvi er einn þeirra sem komu til liðs við flokkinn frá Nýju afli. Það hefur lent á honum að reyna að hafa stjórn á umræðum og reyna að kyrra háar öldur sem við hin höfum á stundum reist. Tryggvi er maður sátta og hefur lagt sig allan fram við að finna leiðir inn í hinn ósnertanlega klúbb á efstu hæðinni, að ógleymdum Jóni Magnússyni sem er óþreytandi í að koma starfi félaganna í Reykjavík í gang. Tryggvi Agnarsson er einn af drengilegustu mönnum sem ég hef starfað með. Það er okkur ómetanlegt að eiga aðgang að Tryggva og að mínu mati ein sterkasta vonin um að þessum ósköpum linni.

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 22:02

13 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Árni það er rétt, það þarf að vera samvinna á milli þeirra sem eru í efstu sætum flokksins og þeirra sem að kusu þá. Það starf hefur ekki verið.

Sigurjón bauð til dæmis starf sitt til að sjá um heimasíðuna endurgjaldslaust, Nei Kristinn H.. sá til þess að Helgi Helgason formaður FF í Kópavogi tæki að sér heimasíðuna gegn greiðslu. Síðan var ritarinn ráðinn til að sjá um gagnaöflun fyrir heimasíðuna á launum.

Það er algjörlega ólíðandi að Kristinn H. stjórni Guðjóni til að safna fólki í kring um sig og borga þeim laun, því ákvaðanir sem þessar eru ekki lagðar undir framkvæmdarstjórn flokksins..

Guðjón Arnar er góður maður og það er engin sem vill honum neitt slæmt, en yfirstjórn Kristins er ekki líðandi lengur.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.9.2008 kl. 22:24

14 identicon

ah svo málið snýst um þetta...öfund vegna verkefna sem aðrir en Sigurjón fengu...og svo er þeim borguð laun í ofanálag..sussum svei attan bara..þetta er sko tilefni til að fyllast heilagri reiði...þið þurfið að ræða þetta á kaffihúsafundum ykkar með draugnum í rykfrakkanum..svei mér þá ef ég sæki ekki bara um aðild að flokknum....reynda er ég útlendingasleikja..en er ekki hægt að lækna það eins og kynvillu? 

luckylady (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:41

15 identicon

Þú luckylady, veist ekki að það er ekki Guðjón arnar né Helgi sem að greiða laun hjá FF. það eru nefnilega önnur öbl, sem gera það.

Þetta er ekki spurning um Störf heldur er þetta spurning um hæfileika. Því miðru hafa fáir séð draugin í rykfrakka nema þá þú, en Magnús Reynir er sá eini sem mætir alltaf í rykfrakka, eða hvað Helgi.

luckyhelgi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:55

16 identicon

luckyhelgi....við þurfum að hittast  önnur öfl...mmm spennandi...kannski að handan? ...já þetta er spurning um hæfileika...grjóni er hlaðinn hæfileikum..við ættum kannski að bjóða honum með...hver er þessi magnús á rykfrakkanum...draugurinn sem ég sá var kona.....eða kannski kvenlegur maður..æ vattever...call me luckyhelgi

luckylady (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 00:06

17 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það eru ótrúlega margir drulluhalar hér að henda einhverjum hálfkveðnum vísum í félaga sína undir dulnefnum. Ég held að umræðan gæti verið hófstilltari ef fólk kæmi til dyranna eins og það er klætt.

Ég vil svo taka undir með honum Árna varðandi persónu Tryggva Agnarssonar. Þekki Tryggva einungis sem mann sátta og heilbrigðrar skynsemi, hugsanlega gæti hann verið of góður drengur í svona drulluslag eins og þarna virðist í gangi?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2008 kl. 09:24

18 identicon

Frjálslyndiflokkurinn hefur verið í einelti hjá fjölmiðlum frá upphafi.

LS.

LS (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:19

19 Smámynd: Guðmundur Björn

Bíddu er Stöð 2 með fréttastofu?  Hélt hingað til að þessi tími á milli 18:30 og 19 væri áróðurs- og kynningarþáttur sósíalista!?

Þið megið eiga það Frjálsyndir, að þið þorið að tala um viðkvæmt mál eins og innflytjendamál opinskátt - en ekkifréttastofurnar og öðrum finnst það bara ekki PC og því fáið þið þetta skítkast á ykkur.

Guðmundur Björn, 21.9.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 673
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6409
  • Frá upphafi: 2473079

Annað

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 5838
  • Gestir í dag: 585
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband