20.9.2008 | 18:21
Gott þing Neytendasamtakanna.
Þingi Neytendasamtakanna var að ljúka. Þingið var fjölmennt og mikil eindrægni og samstaða ríkti á þinginu.
Sennilega er fréttnæmasta ályktun þingsins þessi:
" Þing Neytendasamtakana telur tímabært að við látum reyna á það með aðildarviðræðum hvort hægt sé að ná viðunandi samningum í málum sem varða sjávarútveg og landbúnað. Ljóst er að hagsmunir heimilanna í þessu máli eru það miklir að ekki er ástæða til að bíða lengur að láta reyna á þessa þætti með aðildarviðræðum. Það yrði að sjálfsögðu þjóðin sem tæki lokaákvörðun um ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningar liggja fyrir."
Þessi tillaga var samþykkt af 87% þeirra sem greiddu atkvæði en 13% þeirra sem atkvæði greiddu voru á móti. Afstaðan innan Neytendasamtakanna er því afgerandi.
Það var ánægjuleg tilbreyting að vera á fjölmennum fundi þar sem eindrægni, vinátta og baráttuandi var einkennandi fyrir stemmninguna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 502
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Gott mál. Hvaða afstöðu hafa svo Frjálslyndir til inngöngu í ESB?
Kv.Hermann
Hermann (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:58
Já, út með sprokið Jón...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2008 kl. 19:55
Það er alltaf góður andi þar sem Jóhannes Gunnarsson er innan dyra. Bestu kveðjur til míns gamla vinar héðan úr Skírinu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.9.2008 kl. 20:47
"eindrægni, vinátta og baráttuandi "
Kristinn H. Gunnarsson hefur sumsé ekki verið á þingi neytandasamtakanna í dag?
salem (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:09
Hárrétt athugað salem, þarna skiptist fólk á skoðunum á siðmenntaðan hátt án þess að vera með leiðindi og skæting.
Þóra Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:32
Aðildarviðræður strax!! Þetta ritar Frjálslyndur.
Jóhann H., 20.9.2008 kl. 23:01
Ég er hlynnt inngöngu í ESB.
Annars takk fyrir síðast, á sýningunni í Ráðhúsinu.
Svava frá Strandbergi , 20.9.2008 kl. 23:11
Viðar, þetta er ekki stefnubreyting, bara common sense...
Jóhann H., 20.9.2008 kl. 23:14
Kristinn H. Gunnarsson var ekki á þingi neytendasamtakanna.
Sigurgeir Jónsson, 20.9.2008 kl. 23:19
Ég hef lengi beðið eftir útspila frá Neytendasamtökunum varðandi ESB og fagna því heilshugar, enda afgerandi með afbrygðum eins og við mátti búast.
Atli Hermannsson., 20.9.2008 kl. 23:22
Þetta eru ótímabærar umræður. Á meðan við náum ekki betri stjórn á ríkisfjármálum okkar og stýrivextir Seðlabankans eru 15,5 prósent er engin von um að báknið í Brussel líti hýrum augum til okkar!
Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:24
Tekur nokkur maður mark á ályktun Neytendasamtakana? Vonandi ekki.
Ekki halda að ESB sé töfralausn fyrir Ísland, ó nei, því svo er aldeilis ekki! Við erum ekki hópsálir og myndum rekast illa undir stjórn ESB, svo ekki sé meira sagt.
Láttu þér ekki detta annað í hug Jón en að það yrðu hin mestu mistök fyrir þjóðina.
Nökkvi (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:52
ESB og evra er ekki hugsuð sem félagsmálastofnum fyrir þjóðir sem geta ekki greitt reikninganna sína sjálfar.
Þjóðir sem eru komnar í ógöngur vegna óráðsíu í peningarmálum sínum verða að bjarga sér sjálfar.
Eftir að slíkar þjóðir eru komnar með sitt á hreint er hægt að fara að tala um þessa hluti með viti þ.a.s. um mögulega inngöngu inn ESB. Það þarf fyrst að breytta stjórnarskráni á tveimur þingum sem dæmi til að geta gengið inn í ESB svo ef af því yrði þá í framhaldinu væri hægt að skoða hvort vilji væri fyrir því hjá evru þjóðunum að leyfa Íslandi að taka upp evru sé þá vilji fyrir því hér á landi eftir að hlutirnir væru komnir í lag í okkar hagkerfi.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:55
Undarlegt hvernig þetta fólk lætur – eða kannski ekkert undarlegt eftir allan byljandann í EBéliðinu og barlómsmönnum sí-bölvandi krónunni. Annars er vert að spyrja: Fekk Jóhannes, eins og fullyrt var við mig, skilaboð frá Samfylkingunni um að hefja sókn fyrir því að láta okkur innlimast í EBé?
Og hver er svo staða Jóns Magnússonar í öllu þessu? Hann skrifar hér grein fyrir tæpum sex klst. og talar um "ánægjuleg[a] tilbreyting[u] að vera á fjölmennum fundi þar sem eindrægni, vinátta og baráttuandi [hafi verið] einkennandi fyrir stemmninguna" – á fundi þar sem stefnt er á EBé-"aðildarviðræður"! (= umsókn á mannamáli), en er ekki enn farinn að svara fyrstu augljósu spurningunum í athugasemdum manna þar á eftir: "Hvaða afstöðu hafa svo Frjálslyndir til inngöngu í ESB? ... Já, út með sprokið Jón..." En er það ekki svo, sem mig hefur alllengi grunað, að hann er einn þessara EBé-sinna fram í sína fínu fingurgóma?
Ekkert framsal landsréttinda, takk. Ekkert niðurrif á Frjálslynda flokknum, takk. Enga misnotkun á Neytendasamtökunum, takk.
Og nú þurfa menn, áður en þeir hætta sér mikið lengra í þessa átt, að fara að rifja upp landráðalögin. Þar segir (í 86. gr. alm. hgl., leturbr. jvj): "Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt."
Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 00:29
Ég var staddur í Grikklandi nánar tiltekið Krít sem er jú ESB land með EVRU. Ég ræddi þar við fólk um kaup og kjör. Þar eru allir sammála um að hagur hafi versnað hjá fólkinu eftir upptöku Evrunar. Tildæmis er Starfsmaður á kassa í verslun með 75.000 kr Ísl á mánuði í tekjur þegar búið er að taka af launum 50% skatt. Þessi laun eru fyrir 11 tíma vinnu + helgarvinnu. Fríið hjá þessu fólki er ein vika á ári og ekkert orlof innifalið. Verðlag í verslunum er mjög hátt , tildæmis kosta 6 egg í bakka um 5 Evrur og Nautahakk eitt kíló 5 Evrur. Á flugvellinum kostar ein pilsa eða samloka 5 Evrur. Svona er þetta líka á Spáni , Portúgal og fleirri löndum sem gengið hafa þarna inn. Fólk frá Albaníu og Búlgaríu koma svo og bjóðast til að vinna fyrir helmingi lægri laun. Vildi bara koma með þetta komment til þess að upplýsa fólk um það hvað við getum haft það miklu betra hér án þess að ganga í ESB og helst að ganga úr EES.
Jón V Viðarsson, 21.9.2008 kl. 10:46
Vegna spurninga Jóns Vals Jenssonar þá greiddi ég atkvæði með tillögunni hér að ofan. Mín afstaða í málinu hefur legið fyrir mjög lengi algjörlega óháð efnahagsástandi. Ég er sammála Jónasi H. Haralz að við eigum að klára þessa umræðu með að sækja um aðild og fá úr því skorið hvað er í boði. Síðan tökum við ákvörðun fyrr ekki.
Varðandi landsréttinn þá tel ég að mikilvægum landsréttindunum hafi verið deilt með Evrópusambandinu með EES samningnum.
Ég tel EES samninginn gallaðann að mörgu leyti einna helst raunverulegt afsal löggjafarvalds á mörgum mikilvægum sviðum. Þar er deilt landsréttindum með óeðlilegum hætti með Evrópusambandinu. Í stað þess að hafa engin áhrif á þeim sviðum sem við höfum deilt með Evópusambandinu í EES þá mundum við fá þau innan sambandsins.
Spurningin er hverjir eru hagsmunir Íslands og íslendinga. Það eru þeir hagsmunir sem við verðum að tryggja sem best. Af þeim sökum get ég ekki svarað því að ég vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið vegna þess að ég get ekki án þess að samningsskilmálar liggi fyrir gert mér grein fyrir því hvort það er nokkur glóra fyrir okkur að gera það eða ekki.
Jón Magnússon, 21.9.2008 kl. 11:01
Þakka svarið Jón, það er vit í því. Svona þarf að gera þetta og engu hægt að svara endanlega fyrr en ljóst er hvað væri í pokanum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.9.2008 kl. 11:05
Hvað mikið vægi fáum við í slíkri atkvæða greiðlu ef við færum inn í ESB í prósentum ? 0,3%? Það verður miðað við höfðatölu allar atkvæðagreiðlur í framtíðinni hjá ESB!!!
Ný lönd sem koma inn fá ekki neitunarvald eins og þetta var þar áður innan ESB og varð frægt þegar Danir höfnuðu Maastrich-samningnum á sínum tíma.
Þetta vald er farið. Það kemur mér verulega á óvart að hæstaréttarlögmaðurinn Jón Magnússon haldi því fram að við fáum meira vægi ef við förum inn í ESB heldur en að halda sjó innan EES samningsins.
Við áttum alltaf í upphafi leiks að fara í tvíhliða samninga í stað þess að skrifa undir þennan EES samning á sínum tíma sama og Sviss gerði sem er land með ESB löndin umhverfis landið sitt en það er önnur saga.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:21
Ég tek undir með öllu þessu hjá Baldvin Nielsen, en þakka um leið Jóni Magnússyni hans hreinskilna svar, þótt ég harmi mjög afstöðu hans á þingi Neytendasamtakanna. Ekki gæti ég kosið Jón í þingkosningum, og hvaða flokk sem ég kysi, myndi ég fyrst og fremst halda mig frá EBé-sinnuðum flokkum, en í 2. lagi ávallt strika yfir alla EBé-sinna sem hugsanlega væru á lista þess flokks sem ég kysi.
Baldvin hefur komið með mótrök gegn viðhorfi Jóns í sambandi við fullveldisafsalið. Ég er sammála því, að við hefðum ekki átt að gera EES-samninginn, heldur knýja á um tollalækkanir á þeim hluta fiskafurða, sem enn var með umtalsverða tolla, með öðru móti en EES-samningi, eins og unnt var þá. Fullveldisafsalið var meira en margir gerðu sér grein fyrir, eins og menn hafa áttað sig á síðar. En Baldvin fer með algerlega rétt mál, þegar hann bendir á, að við hefðum sama sem engin áhrif, sem heitið geta, á lagagerð EBé, ef við værum þar aðildarríki, og missir neitunarvaldsins yrði okkur eins og öðrum þjóðum þar afdrifaríkur. Ennfremur er það rangt, sem EBé-sinnar héldu fram lengi, að með EES-aðilinni værum við að meðtaka 80% af lagagerðum EBé – rétt tala er margfalt minni, en ykist a.m.k. þrefalt við EBé-innlimun. Fullveldisafsalið yrði þar með margfalt alvarlegra.
Þar að auki kæmu svo til alls kyns breytingar Evrópubandalagsins á komandi áratugum, m.a. til að mæta stórfelldum erfiðleikum vegna aldurshrörnunar þjóðamassans á meginlandinu, hrörnunar sem myndi bitna á getu þess til að vera "góði gæinn" sem útdeilir fé á báða bóga í ríkidæmi sínu. Þróun fátækari hluta bandalagsins hefði líka forgang fram yfir að ausa fé í vellríkar þjóðir eins og okkur eða Norðmenn.
Verst væru þó áhrifin á sjávarútvegsstefnuna: með 10 ára reglulegu millibili er hún endurskoðuð, og það er EBé eða Brusselveldið, sem áskilur sér þar allan rétt, allan fullveldisrétt, til að breyta stefnunni. Við værum að samþykkja opinn víixil og leggja hann inn í Brusselbáknið til að láta kommissarana þar um að fylla hann út að eigin vild, ef við hlypum á okkur með því að ganga í þetta yfirríkjabandalag. Og hver þörf er okkur á því?
Ríkin í Bandaríkjum Ameríku hafa meira löggjafarvald í eigin málum en Ísland hefði, ef það léti innlimast í EBé. Stefnan á EBé er bein atlaga gegn sjálfstæðishefð okkar, misvirðing við sjálfstæðisbaráttuna, Jón forseta og aðra þá, sem mörkuðu þá leið. EBé-innlimunarbaráttan er stefna sem lítilsvirðir Alþingi og löggjafarvald okkar í eigin málum. Hún stefnir ennfremur á svo alvarlegt framsal á landsréttindum, á forræði yfir mikilvægum þáttum ríkisvaldsins, að menn ættu að leiða hugann að því, hvort hér sé ekki efnislega verið að storka og ögra áðurnefndum landráðalögum og raunar brjóta þau, ef menn reyna að koma þessari landsölustefnu í framkvæmd.
Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 12:45
Ágætu Jón Valur og Baldvin. Þið virðist ekki vilja líta til þess hvaða svið eru fyrir utan EES samninginn en þau eru í aðalatriðum þessi:
Tollabandalagið (sem skiptir ekki máli þegar næstu lotu IWT samninganna lýkur)
Meginhluti landbúnaðarmála.
Fiskveiðar
Viðskiptastefna gagnvart 3.ju ríkjum
Stefna í efnahags- og peningamálum (myntsamband)
Samræming skatta
Ekki skylda til að koma á innri markaði
Samstarf í utanríkis- og öryggismálum
Lögreglumál og lagaleg samvinna í refsimálum
Flest nýmæli Maastricht samningsins eins og EB ríkisborgararéttur, sérstakur umboðsmaður, vegabréfsáritanir o.fl.
Schengenreglur
Evrópudómstóllinn
Við höfum tekið upp Schengenreglurnar og ýmislegt fleira af ofangreindu þó það sé utan EES. Önnur atriði eru innan EES samningsins. Nú spyr ég hvað af ofangreindum atriðum er afsal landsréttinda? Hvað af ofangreindum atriðum sér fólk ekki að geti verið hægt að ná samningum um? Hvaða atriði eru það sem æskilegt væri að vera í samstarfi við Evrópusambandið um.
Jón Valur og Baldvin ég taldi heppilegra að við gerðum tvíhliða samning við Evrópusambandið svipað og Sviss en það var því miður ekki gert. EES er hugsað og var hugsað sem biðsalur fullrar aðildar innan skamms tíma og þessvegna m.a. þarf að taka EES samninginn til skoðunar ef við ætlum að vera utan Evrópusambandsins. Besti kosturinn væri væntanlega að við gætum gert tvíhliða samning við Evrópusambandið og samið um það sem okkur væri þóknanlegt en látið hitt vera utan við. En það þarf tvo í tangó.
Jón Magnússon, 21.9.2008 kl. 13:48
Sæll Jón Magnússon. Vísa til bloggs míns um stórkostlega pólitíska misnotkun ESB sinna á Neytendasamtökunum. Og skil alls ekki þína
pólitík lengur Jón Magnússon. Rekur hér harða afstöðu í innflytjenda-
málum vegna ógnar við okkar menningu sem þú segir, en ert
jafnhliða tilbúinn að stórskerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar með
því að ganga inn í ESB. Bara skil ekki svona tviskinnung. Annað
hvort hafa menn þjóðleg öfgalaus viðhorf eða ekki.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 15:43
Guðmundur þakka þér fyrir bloggið þitt.
Þú getur auðveldlega séð þó ekki sé á öðru en skrifum mínum hér á bloggsíðunni að ég hef þjóðleg öfgalaus viðhorf.
Að hvaða leyti hafa ESB sinnar misnotað Neytendasamtökin?
Finnst þér EES samningurinn veita okkur fullnægjandi eða betri tryggingu fyrir innstreymi útlendinga en aðild að Evrópusambandinu?
Jón Magnússon, 21.9.2008 kl. 16:05
Það er afsal landsréttinda, nafni, að undirgangast að meðtaka sjávarútvegsstefnu EBé, hvernig sem hún kann að verða eftir 10 ár, 20 ár, 30 ár, 40 ár o.s.frv., og að ráða sama sem engu um hvernig hún er endurskoðuð í hvert skipti.
Hvað ertu að veðja á þetta bandalag fremur en eitthvað annað? Af hverju getum við ekki verið sjálfstæð þjóð, sitjandi hér bæði á Ameríku- og Evrópuflekanum? Reyndist það Nýfundnalendingum vel að gefa frá sér sjálfstæði sitt í hendur Kanada? Og á hvern hátt væri betra að ganga í Hrörnunarbandalag Evrópu heldur en Bandaríki Ameríku, þar sem er meiri hagvöxtur en hér suðaustur af, minna atvinnuleysi, stærri, þróttmikil yngri kynslóð en í gömlu (bráðum afgömlu) Evrópu og vöruverð sízt hærra þar vestra og dollarinn bara bærilega stöðugur? Og hvernig stendur á því, að menn ímynda sér alltaf, að vöruverð lækki hér sjálfkrafa við upptöku evru? Hækkaði það ekki í ýmsum löndum eins og á Spáni og Grikklandi og Portúgal við umskiptin? Verða ekki farmgjöld, geymslugjöld, álagning o.fl. hátt hjá okkur? Og getum við ekki lækkað tolla sjálf, t.d. á bílum og mörgu öðru? Matarkarfan drepur engan, það þarf að hugsa um margt fleira, enda er hún aðeins lítill hluti af útgjöldum flestra, og hjá okrinu og farmgjöldunum verður ekki komizt með evruupptöku. Þar að auki talið þið aldrei um óhagræðið af því að vera með gjaldmiðil sem haggast ekki eftir okkar þörfum, ástandi hér og hentugleikum, heldur eftir annarra ástandi. Hver getur neitað því, að lækkun gengis krónunnar nýtist útgerð, fiskvinnslu og öðrum útflutningsfyrirtækjum, sjómönnum og ferðaþjónustunni allri ákaflega vel og að þetta sendir innspýtingu fjármagns í samfélagið? Gengið var of hátt, það er staðreynd, en krónan er nógu þjál til að finna sitt jafnvægi.
Við þurfum enga innlimun í annað ríkjabandalag, hvorki austan né vestan Atlantsála.
Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 16:08
Jón Magnússon. Fór ytarlega yfir það á bloggi mínu í hverju sú
misnotkun felst. Neytendasamtökin eiga að fjalla um neytendamál
en EKKI að taka pólitíska afstöðu til mesta pólitíska hitamáls lýð-
veldisins.
Svo eitt. Hvernig ætlar þú að verjast kvótahoppinu milli landa hafanadi frjálst framsal kvóta á Íslandsmiðum? Veistu ekki að með
aðild að ESB fer í raun allur kvóti á Íslandsmiðum sjálfkrafa
á uppboðsmarkað ESB og þar með útlendingar bakdyramegin inn í
fiskveiðilögsöguna? En það er kannski smámál eins og hjá
öðrum ESB-sinnum. Blind alþjóðahyggja ykkar ESB-sinna er ALGJÖR þótt hún stórskaði íslenzka þjóðarhagsmuni!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 16:23
Svo vil ég fá afstöðu formannns Landssambands ungra Frjálslynda
til þessara mála. Styður hann Jón Magnússon í þessu máli Viðar
Helgi?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 16:55
Gott hjá þér, Guðmundur!
Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 17:18
Tek heilshugar undir með Jóni Vali, Baldvini og Guðmundi Jónasi. Janframt vil ég meina að Neytendasamtökin séu að fara langt út fyrir svið sitt með með svona ályktun. Enda var ályktunin ekki samþykkt samhljóða. Fólk bjóst ekki við því að það væri komin á pólitískan æsingafund.
Ítreka það sem ég sagði hér að ofan: Láttu þér ekki detta annað í hug Jón en að það yrðu hin mestu mistök fyrir þjóðina að ganga í ESB.
Þú ert íslendingur, act like it!
Nökkvi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 17:41
Guðmundur, Neytendasamtökin hafa fjallað um Evrópusambandið og hagsmuni neytenda og látið gera ítarlega úttekt á hagsmunum neytenda í því sambandi. Mér þykir líklegt að þú getir Guðmundur komist inn á þá úttekt á heimasíðu Neytendasamtakanna. Varðandi kvótahopp og frjálst framsal þá tel ég m.a. að eitt sem við þurfum að breyta ef til kæmi að ganga í Evrópusambandið en það er fiskveiðistjórnarkerfið. Svo verða menn að lesa Guðmundur en ekki æða áfram eins og stríðshestur með bundið fyrir bæði augun. Ég skrifaði áðan að það yrði að skoða þetta út frá hagsmunum okkar íslendinga og engu öðru. Það er grundvallaratriðið.
Ég þekki afstöðu Viðars H. Guðjohnsen til Evrópusambands aðildar og hann er eindreginn andstæðingur hennar.
Vinur minn Jón Valur. Ég virði afstöðu þína og tek mikið mark á skoðunum þínum líka í þessu máli. Ég hef ekki sagt að ég vilji að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Ég hef lýst því í skrifum annarsstaðar að mér þyki hæpið að það geti gengið upp af ýmsum ástæðum. Ég vil hins vegar skoða hvað er í pokanum áður en ég vil henda honum.
Jón Magnússon, 21.9.2008 kl. 17:43
Jón Magnússon. Allir sem nenna að skoða í ESB-pokann og kynna sér
hann sjá heildarmyndina strax hvað Ísland varðar. Eða erum við kannski hér að tala um allt aðra poka?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 21:20
Sá í fréttun í kvöld að Evrópunefndin er að fara til Brussel á morgum með þig Jón Magnússon innanborðs trúlega sem fulltrúa Frjálslynda flokksins. Það á að fara að ræða það við ESB fulltrúanna um hvort möguleiki sé á að við getum tekið upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið þ.a.s. það á að reyna að sjá hvort EES samningurinn dugi til þess að það sé hægt að finna leið bakdyramegin inn í þetta myntbandalag sem nokkur ESB lönd hafa komið á innan ESB.
Stóra-Bretland, Svíðþjóð og Danmörk eru ekki þar á meðal sem dæmi´þau hafa sína mynt en þá a.m.k.Því spyr ég þig Jón hverjir eru fulltrúar þessara landa sem eru í ESB en eru í myntbandalaginu sem ætla að ræða við Evrópunefndina? Fyrsta stoð Evrópusambandsins byggir að miklu leyti á Rómarsáttmálanum frá 1957, og er því hálfgerð stjónarskrá sambandsins.
Það er nauðsynlegt Jón að þið í nefndinni farið yfir Rómarsáttmálann þar má margt finna sem sýnir að þar á bæ er engin afsláttur gefin til framtíðar hvorki er varðar sem dæmi landbúnarmál eða fiskveiðamál til einstakra ríkja innan ESB. Það skullu allar þjóðir sitja saman við sama borð þegar kemur að regluverkinu sem ESB vinnur eftir. Það er hægt að fá undanþágur Skotar fengu undanþágu fyrir sig á sínum tíma þeir fengu að halda fiskveiðalögsögunni áfram í 15 ár fyrir sig samkvæmt samkomulagi Stóra-Bretland gerði við ESB á sínum tíma. Árin liðu þó þau væru 15 þau liðu samt og nú eru allar þjóðir innan ESB komnar inn fyrir landhelgi Skotanna sem var þeirra fyrirgefðu.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
P.S.
Passa sig svo á Rómarsáttmálanum Jón Magnússon og félagar í Evrópunefndinni !! Góða ferð.
B.N. (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:26
Þakka þér fyrir Baldvin ég verð innanborðs. Ég hef farið yfir Rómarsáttmálann og aðra nýrri sem máli skipta. Við meðvitaðir neytendur pössum okkur að sjálfsögðu á smáa letrinu.
Jón Magnússon, 21.9.2008 kl. 21:42
Eru ekki innheimt félagsgjöld í Neytendasamtökunum ? Er það rétt að Jói í Bónus geri samtökin út ? Af hverju sé ég þau aldrei skoða verð í hans búðum heldur bara í hinum ? Ég skráði mig einu sinni í þessi samtök en er greinilega dottinn út fyrir löngu. Er þetta bara prívatsjó Jóhannesa ?
Halldór Jónsson, 21.9.2008 kl. 22:52
Flott að sjá Jón með smá letrið.
Það er annað Jón það er nýja stjórnarskráin sem ESB ætlar sér að innleiða þó að það hafi ekki tekist vel í byrjun Frakkland, Holland og nú síðast Írland felldu það í þjóðaratkvæðagreiðlu sem haldin var í þessum löndum fyrir nokkrum misserum síðan að vilja þessa stjórnarskrá.
Það er en í gildi hjá þeim þjóðum sem eru í ESB í dag að hvert land fyrir sig hefur neitunarvald yfir málefni sem þetta hvort það eigi að samþykkja eitt stykki nýja stjórnarskrá eða ei fyrir ESB. Búlgaría ef ég man rétt fór með þetta fyrir þjóðþingið og þar var þessi stjórnarskrá samþykkt og mér skilst að ESB vilji frekar fara þá leið að fá þjóðirnar eftirleiðis til að fá þjóðþingin til að blessa þetta fyrir hönd þjóðar sinnar þar sem reynlan sýni að það væri ekki hægt að stóla á lýðræðislegar kosningar um stjórnarskrána. Það er verið að bauka með þessa stjórnarskrá bak við tjöldin eftir þessa útreið sem lýðræðið lék þessa stjórnarskrá og fulltrúar ESB eru nú að velta fyrir sér hvernig hægt sé að keyra(plotta) stjórnarskrána í gegn í þeim ríkjum sem nú þegar hafa hafnað nýju stjórnarskrá ESB. Jón ég verð að viðurkenna það að það hefur verið alveg ómögulegt fyrir mig að komast yfir þetta plag(drög af nýju stjórnarskrá ESB) á íslensku a.m.k til að sjá hvernig þessi stjórnarskrá lítur út á prenti . Ég veit að þar er talað um að neitunarvald dettur út sem hvert ríki hafði og atkvæðin telja eftir stærð ríkjanna þannig að ef Þýskaland og Frakkland lyfta upp hendi þá er málið samþykkt sem dæmi.
Jón þar sem þú ert mikil neytinda maður og ert í Evrópunefndinni gætir þú ekki sem slíkur komið því kring að þessi nýja stjórnarskrá sem er væntanleg fyrir ESB verði þýdd á íslensku og sett svo á netið fyrir okkur alþýðunna til þess að við getum séð hvernig framtíðarsýn þessara manna sem fara með ESB valdið er.
Ég er þess fullviss að ef þessi stjórnarskrá nær fram að ganga og við Íslendingar værum komnir þarna inn í ESB væri hægt að koma á herskyldu á þegnanna sem hér búa á Frónu sem dæmi án þess að viðÍslendingar fengum nokkurt um það ráðið. Það er vandlifað í þessum heimi.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:04
Halldór Jói í Bónus hefur ekkert með Neytendasamtökin að gera.
Sammála þér Baldvin um að láta þýða þetta á íslensku.
Jón Magnússon, 22.9.2008 kl. 05:01
Ég þakka svör þín skýr í gær kl. 17:43, nafni minn. Kem svo síðar í dag í umræðuna.
Jón Valur Jensson, 22.9.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.