27.9.2008 | 10:42
Arfleifð Bush þvælist fyrir John McCain
John McCain stóð sig vel í fyrstu kappræðum forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum í nótt. Obama var ekki í sama stuði og oft áður og stundum virtist mér hann vera óöruggur og jafnvel þreyttur. Hann sótti þó í sig veðrið fannst mér og John Mc Cain á við þann vanda að etja sem frambjóðandi Repúblikana að vera fulltrúi flokks sem ber ábyrgð á miklum mistökum í utanríkismálum og ber þar hæst innrásin í Írak. Bandaríkjamenn ættu sem fyrst að koma sér þaðan og einnig út úr Afghanistan. Hvaða tilgangi þjónar það að fórna lífi og limum ungs fólks ár eftir ár í tilgangslausu stríði við lítt sýnilegan óvin.
Efnahagslægðin og vandamálin framunan ættu líka að verða vatn á myllu Obama en John Mc Cain náðí að komast ágætlega frá þeim þætti kappræðnanna. John Mc Cain nýtur þess e.t.v. núna að hann er búinn að vera óþæga barnið í Repúblikana flokknum svo árum skiptir.
John Mc Cain stóð sig mjög vel tæknilega og betur en ég átti von á. Obama stóð sig ekki alveg eins vel og ég átti von á. Ég átti raunar von á því að hann mundi brillera en hann gerði það ekki. Eftir því sem ég fékk best greint þá var ekki hægt að greina á milli frambjóðendanna. Báðir góðir en ekki afgerandi góðir.
Efnahagsmálin efst á baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 812
- Sl. viku: 4515
- Frá upphafi: 2426385
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4189
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Gaman, nafni, að fá þessar fréttir af umræðum sem mér gafst ekki tími til að fylgjast með. Og gott er, að McCain standi sig ver. En hvað áttu við, þegar þú segir:
Viltu að talibanar taki yfir í Afganistan? Er baráttan við þá "tilgangslaus"? (ekki sýnist 'Ace' það hér á undan mér). Og hvaða máli telurðu skipta í því sambandi, að óvinirnir gera sig "lítt sýnilega"? Er þeim ekki nóg að auðvelda sér þannig með heigulslegum hætti að fremja fjöldamorð á saklausu fólki? – á þessi dulbúni ræfildóms-gervi-"hernaður" þeirra (sem er reyndar í grófri andstöðu við alþjóðalög) að gefa þeim að auki að þínu áliti forréttinda-friðhelgi í landinu í stað þess að á þeim sé tekið eins og nauðsyn ber til og þeir eiga svo sannarlega skilið?
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 14:28
... að McCain standi sig VEL ... átti þetta að vera!
Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 14:29
Þakka ykkur fyrir Ace og Jón Valur.
Spurning er alltaf hvernig nýtir þú best mannafla og fjármuni til að berjast gegn hryðjuverkum. Innrásin í Írak voru mistök. Al Qaida var ekki í samstarfi með Saddam Hussein og hann átti engin fjöleyðingarvopn. Auk heldur með því að ráðast inn í Írak þá styrktu innrásaraðilarnir stöðu klerkastjórnarinnar í Íra. Íraksinnrásin voru hrapaleg pólitísk mistök og glópska.
Varðandi Afghanistan þá tel ég að það hafi verið eðlilegt að bregðast við eins og Bandaríkjamenn gerðu að styðja uppreisnarmenn í Afghanistan eftir árásina á tvíburaturnana 11.9.2001 í New York. Í framhaldi af því að Talibanar voru hraktir á brott þá var eðlilegt að lagt yrði fjármagn í uppbyggingu þessa stríðshrjáða lands og það var gert. Miklir peningar en hvar lentu þeir? Hvað stór hluti fór í uppbyggingu? Landsmenn sjálfir verða að geta haldið uppi innri friði í landinu. Ástandið er þannig núna að valmúaræktun og eiturlyfjasala vex. Stríðsherrar víða í landinu fara sínu fram og hvorki er hægt að treysta á her og lögreglu. Meira að segja höfuðborgin Kabúl er ekki örugg. Fyrst ástandið er svona og hver höndin er upp á móti annarri þá þjónar það ekki hagsmunum okkar að hafa vestrænan her í landinu. Þvert á móti þá virðist fleiri og fleiri snúast gegn NATO hernum. Þannig verður það því miður oft þegar svona stendur á. Ég tel það þjóna best hagsmunum NATO að fara og taka baráttuna annarsstaðar og með öðrum hætti.
Jón Magnússon, 27.9.2008 kl. 15:32
Og gefa þá talibönum landið eftir –– er það það, sem þú vilt í reynd, nafni minn? Eða hvað er mátulegur kostnaður fyrir þig? Finnst þér frelsi fólks og sérstaklega kvenna ekki þessi virði að verja það? Kemur þér á óvart, að menn falli í þessu stríði? Hyggurðu, að slátrunin yrði ekki æðimiklu meiri, ef Afganir yrðu látnir einir um að berjast við talibana og lenda í lokauppgjöri við þá? Og heldurðu í alvöru, að landið sé mestallt í höndum talibana? Það er fullkomlega raunhæft að heyja þessa baráttu, og þeir sem hafa góðan málstað að verja og sýna þrautseigju og trúfesti við þá hugsjón sína, koma til með að sigra að lokum, a.m.k. ef aulalegar, uppgjafarsinnaðar ríkisstjórnir spilla ekki fyrir þeim.
Þú ert hins vegar á sama máli og Styrmir Gunnarsson (skv. orðum hans í Valhöll um daginn) og fleiri Íslendingar, sem sjá ekki hættuna sem fólgin er í því að hafa talibanaríki þarna næst við Pakistan og þar með líka æfingastað fyrir samherja talibana: al-Qaída. Nei, frelsið og öryggi umheimsins eru víst ekki þess virði að fórna neinu fyrir það.
Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 15:47
Mér fanst Obama vera mun betri. McCain tókst að ljúga allavega 4x á meðan þessu stóð sem kemur fáum á óvart því maðurinn hefur byggt mest alla kosningabaráttu sína á lygum og kynþáttahatri (sem er að miklu leiti það sem Bush gerði með góðum árangri þegar hann hefur verið kosinn). McCain vildi stöðugt meina að Obama skildi ekki hin ýmsu mál sem honum mistókst svo að færa rök fyrir. Svo reyndi hann að benda á alla reynsluna sína meðan Obama benti einfaldlega á að núverandi ástand væri að miklu leiti McCain að kenna og að McSame hefði kosið með Bush stjórninni 90-95% undanfarin 8 ár í öllum málefnum.
Utanríkismálefni áttu að vera sterkasta hlið McCain en ein veikasta hlið Obama. Obama tókst samt að koma meira málefnanlega út, talaði af meiri virðingu og vitneskju. Obama fór þannig framúr væntingum á þessum kappræðum meðan McCain stóð í stað, báðir héldu velli en McCain kom með fleiri lágkúruleg skot og flissaði svo á þann hátt að það lá við að maður fengi velgju.
Mér finst líka áhugavert þegar þeir tala um sigur í öllum þessum stríðum. Það er eins og mörkin milli þess hvort þeir séu í stríði við Írak eða við öfgahópa frá öðrum löndum sem streima inní Írak eða átökin milli trúarhópa innan landsins renni saman í eitt þegar talað er um sigur. Og á hverju ætla þeir að sigrast á endanum?
Stríðið gegn hriðjuverkum er stríð við ósýnilega óvini þarsem hver sem er getur fengið nóg og ákveðið að hefna sín á þeim fjöldamorðum sem Bandaríkin og vinríki þeirra hafa stundað í fjölmörgum löndum í fjölda ára. Hatur fólkst sem hefur misst alla sína nánustu er gróflega vanmetið í þessu öllu saman og um 100.000 saklausra íraskra manna hefur látið lífið svo það er enginn skortur á fólki sem hefur misst mikið. Ekki hjálpar til að Írak hafði ekki verið virðiðið hriðjuverkastarfsemi fyrr en BNA ruddust þangað inn byggt á upplognum sönnunargögnum.
Eftir 7 ára stríð gegn þessum ósýnilega óvini virðist hann sterkari nú en nokkru sinni fyrr og athygli vekur að aldrei er minst á að 16 af 24 flugræningjum voru frá Sádi Arabíu og einnig Bin Laden sjálfur, en samkvæmt Bush þá er SA er einn helsti vinur Bandaríkjana í þessum heimshluta og umræða um að uppræta hriðjuverkastarfsemi þaðan er á mjög miklu bannsvæði.
V (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:04
En því miður þá finst stuðningsmönnum Repúblikana lygin hljóma betur en sannleikurinn
http://arstechnica.com/news.ars/post/20080924-does-ideology-trump-facts-studies-say-it-often-does.html
V (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:06
Þú ert allt of litaður af pólitík til að geta alhæft svona, Jón. Samkvæmt öllum fréttamiðlum, þá telur fólk almennt að Óbama hafi staðið sig miklu betur en öldungurinn Jón MakkKein. En þú sérð bara það sem þú vilt sjá og slærð ryki í augu almennra kjósenda. Mundu bara karlinn minn, það styttist í kosningar...
Egill (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:25
Orð "V" kl. 16.04: "Eftir 7 ára stríð gegn þessum ósýnilega óvini virðist hann sterkari nú en nokkru sinni fyrr," lýsa mikilli vanþekkingu hans á ástandinu í Írak nú í sumar og haust.
Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 17:47
@ Jón Valur : Ég geri mér fullvel grein fyrir því að BNA hafa verið að gera örfáa góða hluti undanfarið í Írak enda kanski kominn tími til. Obama sagði sjálfur að aðgerðir uppá síðkastið þar hefðu farið fram úr hans björtustu vonum.
En "7 ára stríð gegn þessum ósýnilega óvini"... stríðið í Írak er bara búið að vera í 5 ár af þessum 7 sem ég nefndi, ég var að tala um hið opinbera stríð gegn hriðjuverkum og notaði fólksfallið í Írak sem dæmi um fjöldaframleiðslu hugsanlegra hriðjuverkamanna. Eins og Obama benti réttilega á þá er staða al-qaeda og annara slíkra hópa víða um heim sterkari nú en hún var fyrir 7 árum, hatur hefur aukist og öryggi heimsbyggðarinnar í heild hefur versnað.
V (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:37
Obama stóð sig ekki nærri nógu vel í kappræðunum í gærkvöldi....en það er eitt sem mig langar að vita,og það er;Komu Bandaríkjamenn ekki Talíbönum að til að byrja með?
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 20:32
Hvað ætla þingmenn að gera þegar evran verður komin í 200 krónur íslenskar um næstu jól??
Á kannski bara að tala áfram um það hver sé betri leikari Mc Cain eða Obama í þessari kosningarbaráttu í U.S.A um hver þeirra verður næsti forseti í þeirra landi?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:57
@Sóldís Fjóla, Talibanar urðu til með hjálp Bandaríksku, Sádi Arabísku og Pakistönsku ríkistjórnanna og fengu þjálfun frá Bandaríska hernum. BNA studdu þá til 1998 en þá fór starfsemi þeirra úr böndunum. Þess má geta að Osama Bin Laden er einnig fyrrverandi CIA maður og fjölskyla hans bestu vinir Bush fjölskyldunnar þannig að þessi flækja ristir djúpt og nánast alveg óháð flokkum bandaríkjanna.
@B.N., tvö ólík umræðuefni en miðað við gang mála þá mun Obama sem forseti vera líklegri til að hafa góð áhrif á efnahag BNA, sem mun að öllum líkindum skila sér hingað, frekar en McCain svo forsetabaráttan skiptir máli til lengri tíma. Miðað við núverandi ástand á Íslandi þá virðist okkar litla íslenska króna mega sín lítils þegar smá efnahagsvandamál herjar að í öðrum löndum. Skemmtilegt hvað íslenska krónan virðist hrynja á margföldum hraða miðað við aðra gjaldmiðla. Ekki í fyrsta skipti sem þetta ástand skapast hérna og ég vona bara að leitað verði af alvöru að lausn sem endist lengur en til næstu kosninga, jafnvel þó því fylgi einhver skammtíma fórnarkostnaður.
V (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 22:03
Obama var miklu betri, flestir þar á meðal ég eru sammála um það.
Mér finnst fyndið að heyra í JVJ, það er augljóst að hann er mest að spá í kristni vs islam... mér finnst einnig fyndið að heyra hann tala um réttindi kvenna, maðurinn sem vil jafnvel þvinga konur, já barnungar stúlkur í að ganga með barn eftir nauðgun.
Talibanar eða kaþólsk sýn jvj... ég veit svei mér ekki hvað er verra.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 00:06
Maðurinn með krónísku, afar ópviðfelldnu Guðlasts-tilhneiginguna, gervidoktorinn hér á undan mér, getur ekki talað fyrir mína hönd. Væri ég á Alþingi mundi ég ekki reyna að fá sett lög sem þvingi nauðgaða konu til að ganga með og fæða barn sitt, jafnvel þótt ég telji þær konur hrósverðar og hlýðnar við boð Guðs, sem ákveða að ganga með og ala barn í slíkum kringumstæðum (og sannarlega ertu dæmi þess, sem og um, að þær hafa ekki séð eftir ákvörðun sinni um að leyfa barninu að lifa).
En í stað þess að einblína hér á rifrildi þessa mannorðsníðings, "DrE", við ímyndaða stefnu mína og spinna þar upp einhverja theoríu, þá ættum við að horfa hér á það praktíska í málinu: að konur, sem nauðgað er, hafa raunhæfa von um að verða ekki þungaðar og eiga allan rétt og möguleika á að láta hreinsa út sæði árásarmannsins á neyðarathvarfi fyrir konur eða hjá nánast hvaða lækni sem er. Er konum ólíkt meira gagn að slíkri vitneskju heldur en tautinu í "DrE" þessum.
"Talibanar eða kaþólsk sýn jvj... ég veit svei mér ekki hvað er verra," segir hinn sami, ábyrgðarlausi maður, en engan mann hef ég drepið, ólíkt talibönum.
Jón Valur Jensson, 28.9.2008 kl. 01:55
(og sannarlega ERU dæmi þess ...) vildi ég sagt hafa.
Jón Valur Jensson, 28.9.2008 kl. 01:58
Við erum altjent EKKI sammála um það sem þú segir, Hippókrates, að það sé "nánast enginn" munur á sæðiseyðingu og "fóstureyðingu". Það síðarnefnda deyðir lifandi mannveru, en sæðiseyðing gerir það ekki, og það er ekkert heilagt við sæðið að mati kirkjunnar, það er fullkomlega heimilt að fjarlægja slíkt frá rangsleitnum árásarmanni.
Jón Valur Jensson, 28.9.2008 kl. 02:40
Hippókrates er þarna einfaldlega með yfirlýsingar, en ætti að láta það duga fyrir sjálfs sín hönd, og þau viðhorf hans órökstudd þarf ég ekki að kveða í kútinn, þau gera það sjálf í huga hvers og eins með reynslu og tíma. En hann segir mig vilja taka "lífstíðarákvörðun fyrir þolandann," hvaða þolanda? Er ekki kona sem býr til barn með manni GERANDI fremur en þolandi? (ég var búinn að ræða um hin tilfellin sárasjaldgæfu: þungun vegna nauðgunar). En Hippó ætti kannski að leiða athyglina að þeim u.þ.b. 48 milljónum ófæddra barna sem eru þolendur fósturdeyðingar á ári hverju – hverjir eru að taka lífstíðarákvörðun fyrir þá þolendur ef ekki þeir, sem kjósa að láta deyða þá og hinir sem setja lög um slíkt, sem og þeir sem styðja þá stefnu pólitískt í orðum sínum og yfirlýsingum?
Svo þurfum við báðir, Hippó og ég, að leiða hugann aftur að umræðuefninu hans nafna míns – við erum komnir æðimiklu lengra en til Alaska frá því efni !
Jón Valur Jensson, 28.9.2008 kl. 04:22
Mannorðsníðing... vá.. ef JVJ ber virðingu fyrir lífinu hvers vegna reynir hann ekki að berjast gegn smokka & getnaðarvarnabanni kirkjunnar sem hann er í?
JVJ hreykir sinni kirkju fyrir að hlú að eyðnismituðum... en hún gerir ekkert til þess að byrgja brunninn, þvert á móti stækkar hún brunninn
Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir mann sem segist bera virðingu fyrir lífinu, er það ekki?
Þetta er reyndar alveg í tengingu við umræðuefnið því Palin vil banna fóstureyðingar jafnvel þó konu sé nauðgað... hún lætur konur sem hefur verið nauðgað BORGA fyrir svokallað "Rape kit".
Ef JVJ styður hana þá styður hann augljóslega við málstað hennar.
Þar til felagi minn hann JVJ gerir ekkert í að berja niður dogma kirkju sinnar... þá er hann ómarktækur.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:39
Gervidoktorinn talar hér ekki fyrir hönd fólks í heilbrigðisþjónustu. Hann hefur jafnframt gott af að lesa þennan texta úr vefgrein á Kirkjunetinu 10.6. 2006:
Þar að auki er öruggasta vörnin gegn eyðnismiti í 1. lagi að halda sig frá kynmökum (sér í lagi fyrir karlmenn að halda sig frá kynmökum við karlmenn, því að t.d. í Bandaríkjunum eru 6–6,6% samkynhneigðra karlmanna með AIDS eða HIV-veiruna) og í 2. lagi að stunda skírlífi á þann hátt að lifa aðeins kynlífi með maka sínum. En þeir, sem ekki hlýðnast kirkju sinni um að halda 6. boðorðið, þeir eru þeim mun ólíklegri til að hlýðnast boði hennar um að nota ekki getnaðarvarnir, enda eru boðorðin tíu grunnlögmál siðferðisins. Þar að auki leyfist eyðnisýktum karlmanni að nota smokk til að verja konu sína HIV-smiti samkvæmt kaþólskri siðfræði, sem ég samþykki líka, og sama á við, ef eiginkonan er eyðnisýkt.
Um 1,3 milljónir fósturdeyðinga fara fram árlega í Bandaríkjunum. Varaforsetinn hefur ekkert vald til að stöðva það, en getur haft áhrif á val forsetans á hæstaréttardómurum, þegar þeir, sem fyrir eru, deyja eða hætta störfum. Einnig getur Palin haft þessi áhrif beint, ef hún tekur við sem forseti, en það tekur drjúgan tíma, að nýr meirihluti myndist í réttinum, og það verður örugglega ekki á dagskrá þar að banna allar fósturdeyðingar án undantekninga, og forseti landsins getur ekki skipað hæstarétti fyrir um neitt í þá átt eða yfirhöfuð nokkurn skapaðan hlut. Palin er afar góður kostur fyrir lífsverndarsinna. Tækist henni að hafa áhrif (en jafnvel ekki fyrr en í lok kjörtímabilsins) í þá átt að fækka árlegum fósturvígum í USA um eina milljón á ári, þá væri það geysilegur ávinningur fyrir land hennar. Um 25.000 fósturvíg hér á landi frá 1975 eru mikill missir okkar litla lands. Þetta er og verður vaxandi partur af ýmsum vanda þjóðar okkar.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:04
Hippókrates það er stundum misvísandi að alhæfa eins og þú spyrð að varðandi kristilegan Repúblikanaflokk. Spurning kom í kjölfar ákveðinna umræðna og svarið í samræmi við það sem þar var rætt. Það er í sjálfsögðu takmörkuð pólitísk skírskotun varðandi Repúblikana. Ég tel mig vera frjálslyndan stjórnmálamann í hinum Evrópska skilningi þess orðs.
Mér finnst skipta máli að við virðum kristileg gildi og kristilega arfleifð. Sarah Palin eða einstakir trúarhópar eða túlkendur hafa ekkert með það að gera.
Jón Magnússon, 28.9.2008 kl. 18:25
Hver eru svo hin kristilegu gildi? Jú, til dæmis að, ljúga ekki,að stela ekki, að myrða ekki, að virða og elska náunga sinn, að bera ekki ljúgvitni, að girnast ekki maka náunga síns né neitt annað sem náungi þinn á og það sem mér þykir ekki minna miklvægt, að standa við loforð sín .......... gildin eru að sjálfsögðu mun fleiri og hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvort við viljum vera án þessara gilda eða halda þeim á lofti og lifa eftir þeim.
Frjálslyndi getur tekið á sig margar myndir í stjórnmálum eins og við höfum séð, bæði í nærtíma sem fjærtíma.
Nökkvi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:16
Hippókrates ég er að tala um skírskotunina til Repúblikanaflokksins. Ég vil ekki dæma Söru Palin þar sem ég þekki ekki nægjanlega vel til hennar en mér sýnist miðað við það sem ég hef þegar séð að John Mc Cain hafi verið heldur fljótfær við val á varaforsetaefni.
Jón Magnússon, 28.9.2008 kl. 19:35
Örugglega ekki eins fljótfær og sumir ímynduðu sér!
Jón Valur Jensson, 28.9.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.