Leita í fréttum mbl.is

Ísland, Túrkmenistan og Zimbabwe

Það er óneitanlega slæmt að heyra það að íslenska krónan skuli vera einn af þeim gjaldmiðlum sem hafa staðið sig verst á árinu og við skulum þar vera í flokki með Túrkmenistan og Zimbabwe.

robert-mugabeZimbabwe hefur um langa hríð verið stjórnað af Robert Mugabe sem hefur nánast verið einræðisherra í landinu. Hann og fylgismenn hans hafa ekki hikað við að limlesta og myrða pólitíska andstæðinga sína og verðbólgan í landinu mælist í hundruðum prósenta. Robert Mugabe stal bújörðum hvítra manna í landinu af þeim en það datt engum í hug að tala um rasisma og sósíalistarnir á Norðurlöndum sem höfðu hátt hér á árum áður yfir framferði hvítra manna í landinu sem fóru þó aldrei fram af sama dólgshætti og Robert Mugabe hafa þagað yfir þessum ógnarverkum. Því miður er svo komið að íslenski gjaldmiðillinn er kominn í hóp með dollaranum í Zimbabwe sem enginn tekur alvarlega.

saparmuratEyðimerkurlandinu Túrkmenistan er stjórnað af forseta fyrir lífstíð sem kallar sig Túrkmenabashi eða eða faðir þjóðarinnar. Hann gaf nýlega út sína þriðju ljóðabók og var útsending rofin og ljóðabókin lesin og hún var samstundis sett á námskrá skólabarna í landinu.  Allir fjölmiðlar í Túrkmenistan eru í ríkiseign og er algjörlega stjórnað af yfirvöldum. Sjónvarpsþættir og annað efni frá Rússlandi er allt vandlega ritskoðað fyrir sýningu. Ríkisrekin netfyrirtæki eins og Turkmentelecom stjórna netnotkun almennings.Túrkmensk yfirvöld hafa gerst sek um gróf mannréttindabrot og símhleranir eru taldar regla á hótelherbergjum í landinu. Nú er íslenska krónan komin í hóp með Túkmenska manatinu í hópi verstu gjaldmiðla í heimi.

Það átti öllum að vera ljóst að það var óráðsvegferð að láta gengi íslensku krónunnar ráðast á markaði. Til þess að það hefði átt að geta gengið hefðum við þurft að hafa tengingu af stekum gjaldmiðli og styrk af þeim seðlabanka sem þar um ræðir. En við erum búin að feta þessa vegferð nú  í 7 ár. Ég hef allan tímann varað við þessu og talið þetta hið mesta óráð. Það hefur nú komið í ljós. Þó verður að segja það að hefði verið haldið um gjaldmiðilsmálin af skynsemi þá værum við ekki í þessu hræðilega ástandi.

david_oddssonEr hægt að láta mennina sem bera ábyrgð á hruni þjóðargjaldmiðilsins og óðaverðbólgunni stjórna ríki og Seðlabanka?


mbl.is Krónan heldur einna verst verðgildi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Ég sá þetta í morgunn og var að vona að enginn myndi blogga um þetta. Skömmin er nóg.

En allt verður að vera borðleggjandi þegar tekið er til á heimilinu.

Sæll að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:32

2 identicon

Jón: Túrkmenabashier reyndar dáinn...

BJ (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir BJ það hefur greinilega farið fram hjá mér. Var það ekki sambærilegur harðstjóri sem tók við?

Jón Magnússon, 3.10.2008 kl. 11:07

4 identicon

Hvernig er það, er Davíð Oddsson óskeikull að manna mati? Maður sem hefur áður tekið ákvarðanir sem hafa orkað tvímælis og á ég þar við gjörning þeirra Halldórs Ásgrímssonar varðandi Íraksmálið. Þorir enginn að segja nei við þennan mann eða eru menn virkilega hræddir við hina margumtöluðu smjörklípuaðferð hans? Mér fannst þó bæði heyrast meira hugrekki en áður í svörum Geirs H. og Þorgerðar K. í fréttum í gær þegar þau voru spurð út í hugmyndir Davíðs um þjóðstjórn, en þau svöruðu einhvernveginn á þann veg að Davíð væri nú bara embættismaður. Mér fannst eins og loks væri verið að setja hann á ,,sinn stað" sem hefði fyrir löngu þurft að gera af þessu framvarðarfólki sjálfstæðisflokksins, ekki satt? Þau eiga ekki heima í stjórnmálum ef þau ætla sér að sitja undir fjarstýringu Davíðs Oddssonar mikið lengur, nú þarf þetta fólk að sýna sjálfstæði.

Það kom fram í ræðu þinn á þingi í gær, nokkuð sem manni hefði þótt eðlilegt að gera, það er að segja að ákvarðanir af þessum toga sem varða afkomu þjóðarinnar eigi að vera ræddar á þinginu. Að sjálfsögðu!! Er stjórnun landsins eitthvað sem þingmönnum kemur ekki við?

Nú spyr ég: Ber enginn ábyrgð á þessu ástandi? Ætti ekki að víkja Davíð embættismanni úr starfi, vegna rangra ákvarðana!

Þú spyrð:Er hægt að láta mennina sem bera ábyrgð á hruni þjóðargjaldmiðilsins og óðaverðbólgunni stjórna ríki og Seðlabanka?

Blasa svörin ekki við!

Nökkvi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Núverandi forseti Túrkmenistan er í daglegu tali kallaður "GúrbanGúlí"

samanber frétt um málið á stöð 2, þar sem hlátur var fréttamönnum efst í huga  ->  http://www.youtube.com/watch?v=egIPNUI_K4o

http://en.wikipedia.org/wiki/Gurbanguly_Berdimuhammedow

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Jón Magnússon

Viðar við tengdumst svonefndu Bretton Woods kerfi sem með nokkurri einföldun má segja að hafi aðallega tengst Bandaríkjadal. Milton Friedman var harður talsmaður fyrir því að gengi gjaldmiðla mundi fljóta og í sjálfu sér getur það gengið fyrir stór myntkerfi eins og Evrur og Dollara en það gengur ekki fyrir örmynt eins og íslensku krónuna nema hún tengist þá stærri gjaldmiðli. Menn gleyma því hins vegar að Milton Friedman talaði um aðhald í peningastjórn og að peningamagn í umferð mætti aldrei aukast umfram framleiðsluverðmæti það væri ávísun á verðbólgu.

Við höfum haft þannig hagstjórn undanfarin ár. Gengið var hækkað og haldið stöðugu með ofurháum stýrivöxtum. Við fluttum inn gjaldeyri en út vexti. Með því að halda gengi krónunnar allt of háu þá var verðbólgan sem var undirliggjandi falin. Nú erum við að taka timburmennina alla út á stuttum tíma.

Það vona allir að þjóðin komist sem minnst sködduð frá þessum hremmingum.

Jón Magnússon, 3.10.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvöss en réttmæt færsla hjá þér Jón.

Þú spyrð: Er hægt að láta mennina sem bera ábyrgð á hruni þjóðargjaldmiðilsins og óðaverðbólgunni stjórna ríki og Seðlabanka?

 Þetta er góð spurning. Ég efa að nokkur viti borinn maður þori að svara henni játandi í votta viðurvist. 

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 13:33

8 identicon

LOL!

DV er að væla útaf myndinni af Mugabe..

Það mætti setja saman svona apamynd af Davíð Oddsyni líka!

LS.

LS (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:41

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir LS það er alveg rétt að DV birtir frétt vegna myndarinnar af Mugabe undir fyrirsögninni "Jón Magnússon gerði blökkumann að apa" Það er ekki rétt. Ég valdi þessa mynd úr myndasafni á Google af Mugabe forseta Zimbabwe. Það kom ekkert við litharhætti Mugabe. Það stafar hins vegar af því að hann er einn versti harðstjóri sem uppi er í dag. Hann hefur látið myrða og limlesta stjórnarandstæðinga m.a. hafa óaldarflokkar hans myrt og nauðgað frambjóðendum annarra flokka en þeim sem Mugabe rekur.  Ef til vill hefði verið betra ef það hefði verið fótósjoppuð mynd af óargadýri þá hefði ég birt hana því að mér finnst Mugabe ekki vera mennskur. Hann ber ábyrgð á allt of miklum illvirkjum til þess. Fréttamaður DV er að reyna að búa til reyk án þess að nokkur eldur sé enda er fréttamaðurinn þeirrar pólitísku skoðunar að það er í sjálfu sér eðlilegt en það er ekki góð fréttamennska.

Jón Magnússon, 3.10.2008 kl. 13:56

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég fékk sent eftirfarandi varðandi Túrkmenistan frá gjörhugulum aðdáanda landsins:

"Turkmanbashi, eða "faðir allra Túrkmena" lést fyrir 1-2 árum síðan eftir skammvinn veikindi og við af honum tók mun frjálslyndari einstaklingur sem ég man ekki í svipinn hvað heitir !

Miklar umbætur hafa verið í landinu frá því hann féll, t.d. er búið að breyta heitinu á mánuðunum aftur en "faðir allra Túrkmena" hafði nefnt þá eftir sjálfum sér og fjölskyldumeðlimum sínum, söngur hefur verið leyfður aftur opinberlega og búið er að einhverju leyti að leyfa gsm síma og aðgang að internetinu svo eitthvað sé talið.

Á hinn bóginn er rétt hjá þér að gjaldmiðill þeirra er einskis virði."

Jón Magnússon, 3.10.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Dunni

Þessu bloggi fylgir einhver alflottasta myndaröð sem im getur á Moggablogginu.  Þeir hefðu bara allir átt að vera í apalíki.

Dunni, 3.10.2008 kl. 16:08

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar Djúpivogur var þriðja  stærsta þorp á Íslandi kom þangað blökkumaður sem þótti njóta kvennhylli og með þeim afleiðingum að hann eignaðist  stóran afkomendahóp, meðal annarra fyrrum forsætisráðherra.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 19:08

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Við megum víst ekki mála.......... á vegginn, eða hvað !

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 672
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6408
  • Frá upphafi: 2473078

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5837
  • Gestir í dag: 584
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband