Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hundsar ríkisstjórnin stjórnarandstöðuna.

Formenn Framsóknarflokksins, Frjálslyndra og Vinstri Grænna lýstu sig og flokka sínar eiðubúna til að taka þátt í vinnu við undirbúning aðgerða til að leysa kreppuna á fjármálamarkaðnum við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið þessu boði og sér ekki ástæðu á þessu stigi til að hafa samráð við stjórnarandstöðuna.

Við í stjórnarandstöðuflokkunum höfum bent á nauðsyn víðtækrar samstöðu um lausn efnahagsvandans en ríkisstjórnin virðist enn staðráðin í að taka ekki því boði.

Við umræður á Alþingi hefur stjórnarandstaðan gætt þess að fara fram með gát til að auka ekki á kvíða almennings. Þrátt fyrir það sjá nokkrir embættismenn í heilbrigðisgeiranum sig tilknúna til að fara fram á að stjórnmálamenn gæti orða sinna. Það höfum við svo vissulega gert í stjórnarandstöðunni.

Vandamálið er ekki það að stjórnmálamenn þurfi að gæta orða sinna. Vandamálið er það að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki verið að vinna vinnuna sína og neitað að horfast í augu við vandann. Ég, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðni Ágústsson höfum ítrekað frá því í fyrrahaust vakið athygli á þeim vanda sem væri framundan en talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gert lítið úr þeim varnaðarorðum og iðulega valið þeim hin verstu skammaryrði. Nú kemur í ljós að stjórnarandstaðan hefur unnið af heilindum, bent á og varað við. Það er ríkisstjórnin sem hefur ekki unnið vinnuna sína.

Hvað á stjórnarandstaða þá að gera? Horfa á þegjandi á hliðarlínunni af því að ríkisstjórninni dettur ekki einu sinni í hug að virða stjórnarandstöðuna viðlits? Að neita sér um málfrelsi svo sem nokkrir embættismenn fara fram á?

Nei ástandið er það alvarlegt að stjórnarandstaðan getur ekki horft þegjandi á. Hún verður að sinna því hlutverki sem stjórnarandstaða hefur í öllum lýðfrjálsum löndum að veita ríkisstjórn aðhald og benda á það sem að hennar mati er nauðsynlegt að gera. Nú duga engin vettlingatök og ábyrgðin er alfarið ríkisstjórnarinnar.

Það er skömm að því að ríkisstjórnin skuli ekki virða stjórnarandstöðuna viðlits þegar hún býður fram sáttarhendi til að þjóðin geti samstíga unnið sig út úr vandanum. Þá leið vill ríkisstjórnin greinilega ekki fara. Af hverju skyldi það nú vera?


mbl.is Mætt snemma til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

" Af hverju hundsar ríkisstjórnin stjórnarandstöðuna. "

Skrif þín um ríkisstjórnina skýra málið að mestu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 12:15

2 identicon

Sammála Heimir! Frjálslyndi flokkurinn er eins og hann er uppbyggður í dag er ekki stjórntækur það er svo mikið lýðskrum þar á bæ því miður.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg makalaus kokhreysti hjá Samfylkingarfurstum eins og þér Heimir að tala svona. Ég hef einmitt í skrifum mínum bent á vandann framundan allt frá því sumarið 2007. Ég hef bent á að það fyrirkomulag sem höfum í gjaldmiðilsmálum væri óásættanlegt. Hvað hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin  settist í ríkisstjórn og var ánægð með að taka við af Framsókn og verða ný hækja ríkjandi stjórnvalda.  Hvað hefur svo ríkisstjórnin gert. Hvaða peningamálastefnu hefur hún mótað. Hvaða viðbragðsaðgerðir hafa verið markaðar. Engar. Það er þess vegna sem vandamálin eru með þeim hætti sem þau eru.

Það vorum við Frjálslynd sem töluðum um það fyrir kosningar og vorum með það sem okkar stefnu að breyta um kerfi varðandi krónuna. Hefði verið farið eftir því þá væru vandamálin ekki jafnalvarleg og þau eru í dag. Það vorum við Frjálslynd sem höfum barist fyrir afnámi verðtryggingarinnar og það erum við Frjálslynd sem vijum afnema gjafakvótakerfið.  Hvar er Samfylkingin í þessum málum? Fínt fólk í ríkisstjórn. Án aðgerða og stefnumótunnar í því sem skiptir alþýðuheimilin í landinu mestu máli.

Jón Magnússon, 4.10.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Baldvin þú hefur iðulega komið með skynsamlegar ábendingar hér á síðunni minni en hvað átt þú við þegar þú talar um Frjálslynda flokkinn eins og hann er uppbyggður í dag.
Hvað átt þú síðan við með lýðskrum. Fólk verður að skýra orð sín það er ekki hægt að henda fram svona órökstuddum fullyrðingum.

Jón Magnússon, 4.10.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Jón Magnússon

Flotkerfið reynist ágætlega fyrir stóra gjaldmiðla eins og Evru og Dollar. Vandamálið eru litlu gjaldmiðlarnir og ég tala nú ekki um örmynt eins og íslensku krónuna. Vandamálið okkar er aðhaldsleysi í fjármálastjórn. Ábyrgðarlaus eyðslustefna ríkisins um árabil og glórulaus stefna Seðlabankans í stýrivaxtamálum. Enginn gjaldeyrisvarasjóður sem orð er á gerandi til að mæta áföllum.  Ríkisstjórn og Seðlabanki bera ábyrgð á því hvernig komið er. Það er engum öðrum um a kenna.

Jón Magnússon, 4.10.2008 kl. 14:28

6 identicon

Það eru nú ekki nema nokkrir dagar síðan að allt logaði í innanbúðardeildum í súpueldhúsi Frjálslyndra. Þið þurfið að vinna ykkur inn trúverðugleika, ekki flóknara en það.

Ef þér tekst ekki að rífa þennan flokk upp og auka fylgi hans verð ég að benda þér á hæfileikum þínum er sólundað þarna. Mér hefur fundist og hef bent á það í einhverju svari á blogsíðu þinni, að þú átt heima í Sjálfstæðisflokknum.

Það er mikil synd að stjórnarandstaðan sé ekki virt viðlits í þessum mestu erfiðleikum efnahagsmála landsins og segir meira um stjórnarsamstarfið en margt annað. Góð stjórnun felst nefnilega í því að leita sér ráðgjafar sérstaklega hjá þeim sem eru manni ekki alltaf sammála.

Það væri sterkur leikur hjá ykkur stjórnarandstæðingum að stofna skuggaráðuneyti, leggja fram tillögur til úrbóta og vera sýnileg sem mér finnst þið ekki vera nógu mikið, nema svona ein og ein ágætis ræða á þingi.

Ekki eyða tímanum í að kvarta undan því að ,, fá ekki að vera með".

Nökkvi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:54

7 identicon

Miðstjórn Frjálslynda flokksins | 23.09.2008 | 14:27Aðför að grundvelli Frjálslynda flokksins

,,Svo virðist vera sem valdabrölt herji nú á Frjálslynda flokkinn enn einu sinni. Við getum ekki betur séð en verið sé að reyna yfirtöku á flokknum. Okkur líkar það illa, því við höfum í lengstu lög viljað stilla saman strengi og halda málefnum flokksins til streitu. En nú er ljóst að það er ekki hægt. Ákveðnir aðilar hafa sýnt að þeir komu inn í flokkinn með því hugarfari að yfirtaka hann og laga að sinni stefnu. Eins og reyndar var marg varað við á sínum tíma. Á viðskiptamáli væri þetta kölluð tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku.

Okkur þykir vænt um Frjálslynda flokkinn, og það sem hann stendur fyrir, Við erum líka ánægð með forystu flokksins og nefnum þar fyrst og fremst formanninn Guðjón Arnar Kristjánsson. Forysta flokksins hefur sömu stefnumál á dagskrá og við undirrituð, og leggur sömu áherslur. Þó við teljum ekki upp fleiri, þá er á þessum lista kjarninn úr Frjálslynda flokknum eins og hann var, fólk sem hefur unnið mikið fyrir flokkinn, oftast sjálfboðavinnu og yfirleitt án hávaða eða fyrirgangs.

Við gengum í upphafi til liðs við flokkinn, einmitt vegna áherslna hans á málefni hinna dreifðu byggða, sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin og hlut byggðanna í misskiptu samfélagi og höfum starfað með honum síðan. Okkur hefur liðið vel með þessar áherslur, og líka áherslur okkar í málefnum útlendinga. þ.e. stefnu flokksins, samkvæmt málefnasamningi okkar. Við tökum undir áherslur Guðjóns og þingmanna okkar í velferðarmálum, og tillögur og frumvörp sem þeir hafa lagt fram um þau mál.

Sem fyrr segir þá er greinilegt að aðilar innan flokksins vega nú leynt og ljóst að formanninum og þar með flokknum. Nú svo komið að við getum ekki orða bundist. Á miðstjórnarfundum hafa átt sér stað endurteknar árásir á þingflokksformanninn Kristinn H. Gunnarsson, en jafnframt er í gangi undirróðursherferð á hendur formanninum þó sé erfitt að sjá hvaðan fréttir berast, en þannig er eðli rógsins.

Guðjón Arnar hefur sýnt ótrúlega hugprýði og stillingu við þessi niðurrifsöfl. Það að hann vilji halda frið, eins lengi og stætt er, er viturlegt. Hinn vitri ræðst ekki fram, heldur leyfir hlutunum að hafa sinn gang, til að sjá hvaða stefnu þau taka. Hins vegar er óhætt segja, að þeir sem vega að Guðjóni nú, þekkja hann ekki eins vel og við og það fólk sem honum stendur nær. Gamli skipstjórinn, er ef til vill seinþreyttur til vandræða, en að grípa til aðgerða, hefur aldrei vafist fyrir honum, þegar til kastanna kemur. Við höfum líka fulla trú á að svo verði nú.

Við höfum ekki viljað ræða opinberlega um þessi innri mál flokksins, vegna þess að við vonuðum að þessum rógi linnti og menn myndu snúa bökum saman. En svo kemur að því að það er ekki hægt að þegja lengur. Þannig líður okkur núna. Þeir sem ekki eru ánægðir með stefnu flokksins, og forystu, ættu frekar að velja sér annað skipsrúm en að stunda þessa niðurrifsstarfsemi. Þeim átti að vera ljós stefnumál flokksins þegar þeir gengu til liðs við hann.

Málefni Reykjavíkur eru vissulega góðra gjalda verð, en það vill svo til að flokkurinn mælist ekki með mikið fylgi þar, sem sýnir að styrkur hans liggur á landsbyggðinni, enda ekki vanþörf á að vinna að þeim málefnum sem brenna á hinum dreifðu byggðum landsins. Út af þeirri stefnu höfum við aldrei vikið, og förum vonandi ekki að gera það nú.

Það er skiljanlegt að fólk vilji komast til forystu í flokknum og láta að sér kveða, en við erum orðin þreytt á sífelldum ófriði og niðurrifsstefnu í þágu slíkra eiginhagsmuna. Hér vilja margir verða kóngar og ekki seinna en strax.

Á tveggja ára fresti er landsþing Frjálslynda flokksins. Það á að skera úr um hverjir veljast til forystu, valdir af félagsmönnum flokksins, þar er vettvangurinn til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Þeir sem vilja komast til meiri metorða en þeir hafa nú þegar, ættu að bíða þess tíma en ekki sitja og kynda undir ófriði meðal flokksmanna, það er hætt við því að það komi í bakið á þeim sjálfum.

Okkar afstaða er ljós, meðan Guðjón Arnar gefur kost á sér til formanns í Frjálslynda flokknum, munum við standa þétt að baki hans. Best væri að fólk færi að vinna saman, og láta reyna á málefnin. Málefni og stefna Frjálslynda flokksins eru góð og algjörlega nauðsynleg að okkar mati.

Valdabrölt eins og nú á sér stað í flokknum tætir hann bara niður. Gefur óvinunum gott færi á að skjóta föstum skotum. Enginn er verri óvinur, en sá sem þykist vera vinur, en er svo þegar á reynir Lúsifer í dulargerfi.''

Við undirrituð eigum sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins
Ásthildur Cesil Þórðardóttir,
Hanna Birna Jóhannsdóttir,
Pétur Bjarnason,
Pétur Guðmundsson.

Sæll Jón

Hér kemur smá frá mér þ.a.s. grein hérna fyrir ofan sem ég fann á bb.is hana mátti lesa einnig í Morgunblaðinu ekki fyrir löngu.

Þessi grein sem fjórir miðstjórnarfulltrúar eru skrifaðir fyrir greininni er bara smá dæmi í raunveruleikanum afhverju ég tel Frjálslynda flokkinn ekki vera stjórntækann.

Jón það er maðkur í mysunni hjá Frjálslynda flokknum maðkurinn er kallaður Lúsifer í greininni. Hver er hann?

Ég hef sjálfur  hugmynd um það hver hann er sem kalla mætti Lúsifer mín vegna en ég er ekki viss um að þau sem skrifuðu greinina séu með sama Lúsifer í huga og ég. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:54

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón

við lestur pistils þíns verður það áleitin spurning hvernig lýðræðið er höndlað á Íslandi. Ég er mjög fyrir opið virkt borgaralegt lýðræði. Á ég þá við að borgarirnir séu virkir og gagrýnir alltaf, ekki bara í kosningum. Að stjórnarandstaðan sé ekki virt viðlits er langt frá öllu velsæmi, í raun hrein og klár heimska. Spurningin er hvort heimskan sé skipstjórinn á skútunni okkar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.10.2008 kl. 20:59

9 identicon

Það brennur á mér spurning til þín Jón.::Er það rétt sem að maður er að heyra að Rúmenar og Búlgarar,fái óheftan aðgang að Íslandi voru Núna 1 janúar á næsta ári?

Númi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón.... af hverju skyldi það nú vera að ríkisstjórnin vill ekki hafa þig með... spáðu í það.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 23:21

11 Smámynd: Jón Magnússon

Nökkvi þetta er góð ábending varðandi stjórnarandstöðuna og það er nú ekki þannig að ég sé að kvarta heldur finnst mér tilefnið til að ná samstöðu vera fyrir hendi og það eigi að nota það. Vandinn er ekki síst vegna óstjórnar þeirra sem mynda ríkisstjórnina.

Jón Magnússon, 5.10.2008 kl. 00:02

12 Smámynd: Jón Magnússon

Baldvin þessi grein var skrifuð vegna rangra upplýsinga og aðeins einn af þeim aðilum sem skrifar undir greinina var á fundinum.  Ég veit ekki hver sá er sem kallaður er Lúcífer í greininni þú segist hafa hugboð um það Baldvin.

Jón Magnússon, 5.10.2008 kl. 00:04

13 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er þingræðið ekki virkt hér eins og í Bandaríkjunum þar sem valdamesti maður heims eins og Bandaríkjaforseti er kallaður þarf að bíða í marga daga eftir að þingið samþykki það sem hann leggur til. Hér tekur Davíð strákana sína Geir og Árna Matt í bíltúr og þeir ákveða þetta.

Jón Magnússon, 5.10.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er einhver meiri háttar misskilningur Jón Ingi að þetta hafi með mig að gera. Þó þér kunni að finnast ég vera merkilegur þá er það nú þannig að það eru 3 stjórnarandstöðuflokkar og það er ekki haft samband við einn þeirra. Ekki rugla Jón Ingi.

Jón Magnússon, 5.10.2008 kl. 00:11

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Þetta er alveg rétt, það er í raun með ólíkindum að sjá menn koma til skrafs og ráðagerða úr öllum áttum hinna ýmsu hagsmunasamtaka hvað varðar það ástand sem uppi er, meðan samráð við stjórnarandstöðuflokka er ekkert.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2008 kl. 00:26

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Baldvin.

Ertu ekki á leiðinni heim aftur ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2008 kl. 00:27

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Geir Haarde og þeir sem hafa ráðið för hafa verið í afneitun á augljósu hættu sem fylgir óheftri skuldasöfnun.  Danskir bankar vöruðu við þessu og það gerðu fleiri á alþingi.

Það mætti segja mér að Geir Haarde vilji halda afneitun á eigin ábyrgð eitthvað lengur.

Sigurjón Þórðarson, 5.10.2008 kl. 09:05

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón minn. Nú held ég að þú hafir gert hann Heimi frænda minn orðlausan. Síðast þegar ég vissi var hann sjálfstæðismaður og ófáanlegur til að veita þar nokkurn afslátt.

En að öðru: Nú sýnist mér stefna í aðstoð frá lífeyrissjóðum okkar með upphæð sem nemur 200 milljörðum. Það teldi ég jaðra við rán ef afhenda á þá peninga sömu mönnum og stýrðu bönkunum í þrot. Að því viðbættu að hafa núverandi ríkisstjórn og Seðlabankastjóra áfram við stjórnvölinn. Allar aðgerðir stjórnvalda verða að byrja á því að innkalla eignir þeirra í öðrum fyrirtækjum og flokka þær undir endurgreiðslu á fjármunum sem í raun voru eign þeirra stofnana sem þeir stýrðu en settu í þrot með refsiverðu ábyrgðarleysi.  

Árni Gunnarsson, 5.10.2008 kl. 15:00

19 Smámynd: Himmalingur

Kannski leynist einhver gáfumaðurinn eða konan í stjórnarandstöðu sem gæti skyggt á miður gáfulega stjórn vora?! Það má víst ekki ske?!

Himmalingur, 5.10.2008 kl. 17:17

20 identicon

Sæl Guðrún María

Hver veit?

Þakka þér Guðrún María fyrir allt gamalt og gott áður en yfirtakan fór fram á Frjálslynda flokknum.

Kveðja, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:29

21 identicon

Sæll

 Ég nenni ekki að lesa öll kommentin sem eru komin hérna fyrir ofan. Til þess er ég einfaldlega of þreyttur og þarf að byrja að vinna klukkan sex í fyrramálið...... rúmið kallar. 

EEEEEEEEEEEEEn þú skrifar orðrétt:

"Nei ástandið er það alvarlegt að stjórnarandstaðan getur ekki horft þegjandi á. Hún verður að sinna því hlutverki sem stjórnarandstaða hefur í öllum lýðfrjálsum löndum að veita ríkisstjórn aðhald og benda á það sem að hennar mati er nauðsynlegt að gera. Nú duga engin vettlingatök og ábyrgðin er alfarið ríkisstjórnarinnar."

Getur það verið hugsanlegt að ástæðan fyrir því að stjórnarandstöðunni sé ekki boðið í fundarhöldin í ráðherrabústaðnum sé vegna þessarra feitletruðu orða?

Stjórnarandstaðan getur ekki horft þegjandi á...... akkúrat. Þessvegna er ykkur ekki boðið með. Núna þurfa allir að horfa fram á veginn, fá álit sérfræðinga og annarra fagmanna. Það sem skiptir máli er að leysa vandann. Vandinn leysist ekki með því að hafa aðila úr stjórnarandstöðunni andandi ofan í hálsmálið á ráðherrum ríkisstjórnarinnar, gargandi og veinandi ef þeir stíga í hægri löppina en ekki vinstri, eða öfugt.

Stjórnin er að kalla alla helstu fagmenn landsins til ráðargerða og það skiptir engu hvað lögfræðingar, sjómenn eða fyrrum íþróttafréttamenn stjórnarandsöðunnar hafa að segja. Þeir fara eftir því sem FAGMENNIRNIR segja. Vel má vera að þeir taki jafnvel meira mark á fagmönnunum ef þeir eru ósammála stjórninni vegna þess að það er ekki þeirra skylda að tuða og væla yfir öllu sem stjórnin segir, ólíkt stjórnarandstöðunni. 

Svo er það hin feitletraða setningin."Ábyrgðin er alfarið ríkisstjórnarinnar."

Ætli þetta sé ekki stærsta ástæðan fyrir því af hverju ykkur er ekki boðið með í ráðherrabústaðspartýið. Þið þurfið alltaf að leita af sökudólg. Hvaða árangur næst með því að vera alltaf að benda á hinn og þennan og segja að sökin og ábyrgðin sé hans? Yrði það ekki bara til að flækja málin að hafa ykkur stjórnarandstöðuna með í partýinu þar sem þið eruð með vísifingurinn á lofti í ásökun um hverjum sé um að kenna. 

Núna er málið að allir leggist á eitt við að bjarga því sem bjargað verður. Núna er ekki tími til að tala um hverjum sé um að kenna og hver ber ábyrgð á hinu og þessu sem miður hefur farið.

Núna verður að reisa þjóðfélagið upp af rassgatinu og koma því upp á lappirnar aftur.......... þegar því er lokið má fara að benda á sökudólga og ábyrgðarmenn. Það er ekki tímabært að gera það núna.

Þegar öllu þessu er lokið. Þá má fara að fletta ofan af þessum félögum þínum í Glitni sem eru búnir að tæma alla sjóði og setja þá í sín eigin fyrirtæki.......... ekki satt? 

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 00:48

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Arnór mér sýnist þú misskilja þetta. Frjálslyndi flokkurinn græðir ekkert á að fara inn í brennandi hús og taka þar með áhættu á reykeitrun og brunasárum. Auðveldar er fyrir flokkinn að standa álengdar. Flokkurinn vill fyrst og fremst sýna ábyrgð á þessari ögurstundu. Með sama hætti væri eðlilegt að stjórnin sem stendur nú ráðlaus neiti að þiggja aðstoð vegna þess að við höfum réttilega bent á að betur hefði mátt gera. Ríkisstjórnin  má ekki vera svo hörundsár og ábyrgðarlaus. Núna liggur of mikið við.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 19:13

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

leiðr.  á að standa neiti ekki að þiggja

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 19:14

24 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sæll. Einhversstaðar sá ég fyrirsögn í blaði um daginn "Jón Magnússon breytir blökkumanni í apa"  mér varð hugsað til þessarar fyrirsagnar þegar ég sá kommentið frá Árna Gunnars um hvernig þú breyttir Heimi frænda hans í samfylkingarmann.

Hver ætli fyrirsögnin í blaðinu verði á morgun???  

Jóhann Kristjánsson, 7.10.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 522
  • Sl. sólarhring: 1032
  • Sl. viku: 5895
  • Frá upphafi: 2460512

Annað

  • Innlit í dag: 492
  • Innlit sl. viku: 5394
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 466

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband