Leita í fréttum mbl.is

Undarlegt verklag ríkisstjórnar.

Mér er verklag ríkisstjórnarinnar algjörlega óskiljanlegt. Forsætisráðherra og einstakir samráðherrar hans og stundum öll ríkisstjórnin sitja allar helgar á fundum í ráðherrabústaðnum eða í stjórnarráðinu. Hvað er fólkið að gera allan þennan tíma. Ríkisstjórnir eru til að marka stefnu og taka ákvarðanir. Það er ekki gert. Hvað er þá verið að gera? Er svona gaman að vera saman?

Engar ákvarðanir eða fáar eru teknar. Annað hvort er ágreiningurinn svo mikill innan ríkisstjórnarinnar að hún kemur sér ekki saman um nauðsynlegar aðgerðir vegna þess efnahagsvanda sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa kallað yfir þjóðina öðrum fremur. Eða ríkisstjórnin veit ekki hvað hún á til bragðs að taka.

Svo virðist sem Samfylkingin sé með það á hreinu hvað þarf að gera. Sækja um aðstoð IMF alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Sækja um aðild að Evrópusambandinu og reka Davíð Oddsson.

En hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Það liggur ekki fyrir. Ljóst er þó að hann vill hvorki reka Davíð né sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvað þá með alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Vill hann e.t.v. ekki heldur sækja um aðstoð þangað? Hvað vill þá Sjálfstæðisflokkurinn gera? Nauðsynlegt er að forustuflokkurinn í ríkisstjórn geri grein fyrir því. 

Bið eftir stefnumótun ríkisstjórnar til lengri og skemmri tíma er óþolandi. Ríkisstjórn sem veit ekki hvað á að gera getur ekki gert borgurum þessa lands betri greiða en að fara frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það verður að boða til kosninga sem allra fyrst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:19

2 identicon

Sæll.

Þú spyrð hvað þeir séu að gera þarna,svarið er.                                  Koma eigum sínum undan, skyldi þó ekki vera ?

Nei gamanlaust, mér blöskrar þessi, blindingsleikur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja Jón minn,

Það er auðvitað leiðinlegt að vera fyrir utan. Kannske værir þú fyrir innan ef þú hefðir ekki verið svona óþolinmóður. Og ég held að þú sért alltaf betri fyrir innan en utan eftir að hafa þekkt þig svo lengi.

En kosningar núna ? Skyldi vera almenn stemning fyrir því ?  

Halldór Jónsson, 20.10.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Er ekki glundroði millum flokkanna um aðgerðir ?

Eitthvað finnst mér örla á að svo sé.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Halldór, það er stemning fyrir því að skipta liðinu út. Bæði í ríkisstjórn og Seðlabanka. Mér finnst  ríkisstjórnin hafa staðið illa að málum og þessi bið algjörlega óþolandi því er  hlálegt að hlusta á þá Geir og Björgvin hæla sjálfum sér.

Þóra Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:40

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Samfylkingin er að sjálfsögðu með það á hreinu hvað á að gera, enda hefur flokkurinn á að skipa mörgum rótækum umbótasinnum sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti.

Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn er svo spurt; Svarið er augljóst... halda völdum númer eitt, tvo og þrjú og láta alla þræði liggja til sín sem og hingað til, sama hversu trosnaðir þeir eru. Eftir síðustu kosningar batt maður t.d. von við þá miklu endurnýjun sem varð á þingflokki Sjálfstæðismanna. En drottinn minn dýri! Það örlar ekki á nýrri hugsun hjá þeim og alls ekki sjálfstæðri... Ef þú ert að bíða eftir hugmyndum og lausnum frá sjálfstæðisflokknum sem taka mið af þjóðarhag máttu bíða lengi. Er ekki annars langsótt að vænta framfaraskrefa frá mönnum sem öðrum fremur á sök á því að hafa sparkað okkur áratugi aftur í tímann.    

Atli Hermannsson., 20.10.2008 kl. 00:51

7 identicon

Davíð er einfaldlega blóðtappi í heilastarfsemi sjálfstæðisflokksins, spurning hvort hann dragi flokkin til dauða ( 4.9% fylgi)

Birgir Þórarinsson (veiran) (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 02:54

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er tími núna til að kjósa fólk en ekki flokka ?

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 09:05

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ágætur vinur minn sagði við mig í gær: Ísland er bananalýðveldi og Davíð er bananinn.

Ómar Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 09:24

10 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór það er alltaf leiðinlegt að vera fyrir utan þegar þeir sem eru fyrir innan eins og þú kallar þá vita ekki sitt rjúkandi ráð og geta ekki tekið vitrænar ákvarðanir. Hefur þú kynnt þér orð prófessorsins bandaríska sem skrifar í Morgunblaðið í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnunin gæti ekki verið verri þó að ríkisstjórnin hefði verið valin af handahófi úr símaskránni.

Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson var kjörinn foringi hans. Sá ekki annað en hann og stefna hans mundi leiða til ófarnaðar.  Eftir á að hyggja Halldór, hefur það ekki sýnt sig að vera rétta afstöðu?

Jón Magnússon, 20.10.2008 kl. 09:56

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er einmitt mergurinn málsins Atli. Hvernig í ósköpunum getum við búist við því að menn sem hafa sparkað okkur áratugi aftur í tímann og leitt kreppu og gjaldeyrisskort yfir þjóðina séu líklegir til að gera eitthvað rétt.

Jón Magnússon, 20.10.2008 kl. 09:57

12 Smámynd: Jón Magnússon

Það væri mjög gott Jón ef kosningakerfið okkar væri þannig að það væri hægt að kjósa fólk frekar en flokka en núverandi kosningakerfi býður ekki upp á það. Það eina sem þú getur gert er að strika út á einum lista eða breyta röðun á honum.

Jón Magnússon, 20.10.2008 kl. 09:59

13 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar bananar hanga venjulega saman í klasa þannig að Davíð er varla eini bananinn.  Annars sagði Roger Whitthaker sá frábæri söngvari einu sinni eitthvað á þessa leið:

"Politicians are lika bananas.  They are all yellow and they stick together."

Jón Magnússon, 20.10.2008 kl. 10:01

14 identicon





Erum við Íslendingar ekki bara föst í þessu? Ég bara spyr.

5 vísbendingar um það að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar

1. Óðaverðbólga
2. Gjaldeyrisskömmtun
3. Stríð við Breta
4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhálmsson
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður





Dísa skvísa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:52

15 identicon

Það vantar í brandarann eins og hann var sagður:

Politicians are like a bunch of bananas, they hang together, they are all yellow and there is not a straight one among them.

Palli (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:38

16 Smámynd: Jón Magnússon

Fyrirgefðu Palli þetta var eftir minni og mig minnti að hann væri eins og ég var með hann. Mig minnir endilega að hann tali um "they stick together". En það er orðið ansi langt síðan ég las þetta þannig að þú hefur sennilega rétt fyrir þér.

Jón Magnússon, 20.10.2008 kl. 17:11

17 identicon

Þegar Davíð hverfur úr bankastjórastóli Seðlabanka og hættir þar með vonandi afskiptum af stjórnmálum bæði leynt og ljóst, værir þú til í að koma til baka til liðs við Sjálfstæðisflokkinn Jón? Það má ímynda sér að áframseta þeirra í ríkisstjórn verði staðreynd næstu ár, jafnvel þó kosningar yrðu nú, og því væri hæfileikum þínum líklega betur komið þar í hóp. Það veitir nefnilega ekki af að hrista duglega upp í staðnaðri hugmyndafræði þess flokks og værir þú vel til þess fallinn. Ég er þeirrar skoðunnar að þeim fari að verða það ljóst að þau að verða að endurskoða sig og mér finnst vanta djarfar framsæknar hugmyndir og í raun nýja stefnu.

Nökkvi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:39

18 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Maður botnar lítið í þessum vinnubrögðum, ekkert gerist nema að Samfylkingin hreytir einhverjum ónotum í samstarfslokkinn svona rétt á milli funda.

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2008 kl. 00:41

19 identicon

Mér finnst nú alvarlegt mál, að það skuli ekki hafa verið uppi á borðinu, og þar með í umræðunni, að þjóðin og ókomnar kynslóðir skuli hafa verið gerðar ábekingar í starfsemi bankanna á erlendri grundu, þar sem í ofanálag buðust önnur kjör en hér heima. 

Guðmundur Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 806
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 5745
  • Frá upphafi: 2426379

Annað

  • Innlit í dag: 747
  • Innlit sl. viku: 5301
  • Gestir í dag: 675
  • IP-tölur í dag: 635

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband