Leita í fréttum mbl.is

Áhættusæknir auðmenn.

Sumir blaðamenn Fréttablaðsins virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeirra hlutverk er að greina hlutlægt frá fréttum, mönnum og málefnum.  Þá virðast sumir blaðamenn þessa blaðs ekki átta sig á því að atvinna þeirra byggist á því að áhættusækinn auðmaður tók blaðið að sér og ákvað að halda áfram útgáfu þess þegar annar áhættusækinn auðmaður hafði ekki náð að gera blaðið arðbært og varð að selja það.

Í Fréttablaðinu í dag er reynt að gera grín að athugasemdum mínum við orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún talaði um að senda áhættusækna fjármálamenn úr landi. Staðreyndin var sú að ég benti á í umræddri grein að áhættusækni væri undirstaða þess að nýir hlutir gerðust í markaðssamfélagi. Fréttablaðið væri t.d. ekki til ef ekki hefði verið áhættusækinn fjárfestir sem stofnaði blaðið.  Skrýtið hvað sumir blaðamenn eru rofnir úr tengslum við söguna þegar þeir vilja koma höggi á einhvern. 

Undarlegt að blaðamenn Fréttablaðsins skyldu ekki taka ofangreind ummæli Ingibjargar Sólrúnar og velta upp spurningunni um hvað hún var að segja um útrásina og útrásarvíkinganna á fundum í Danmörku, Englandi og víðar. Þá er nokkuð sérstakt að Fréttablaðið hefur ekkert fjallað um tengsl Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar við suma af þeim áhættusæknu auðmönnum sem hún gagnrýnir þegar fjarar undan þeim. Það væri vel við hæfi að Fréttablaðið hefði smá sómakennd og færi með nákvæmum hætti í gegn um þann kafla í stjórmálalífi Samfylkingarinnar.

Af hverju fjallar Fréttablaðið ekki um það hverjir fóru í þotuferðirnar með auðmönnum Íslands síðustu árin. Voru þar ef til vill of margir stjórnmálamenn úr Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, blaðamenn og fréttamenn til þess að slíkar fréttir yrðu taldar það sem engilsaxar tala um sem "political correct" eða stjórnmálalega rétt.

En aftur að tilefninu. Ég held því fram að áhættusæknir einstaklingar séu oft undirstaða framfara í markaðsþjóðfélagi. Sagan segir okkur það.  Einstaklingar og þjóðfélög sem taka aldrei áhættu ná aldrei árangri.  Velferðarsamfélög vesturlanda byggist á þeirri auðsæld sem áhættusæknir einstaklingar færðu þjóðfélögunum. Þjóðfélög skipulagshyggjunar hafa aldrei getað fært þjóðum sínum sambærilega velsæld.  Þess vegna skiptir máli að til séu áhættusæknir fjárfestar og framkvæmdamenn. Þeir eiga hins vegar ekki að ráða ferðinni og þeir eiga að taka áhættu á eigin reikning en ekki annarra, það er grundvöllur markaðssamfélagsins.

Það er annars merkilegt að blaðamenn Fréttablaðsins skuli ekki sjá ástæðu til að birta úr greinum sem ég hef skrifað undanfarin t.d. 5 ár þar sem ég vara við peningamálastefnunni, viðskiptahallanum, verðtryggingunni, lækkun og afnámi bindisskyldu Seðlabanka Íslands, fljótandi gengi o.s.frv. sem voru allt orð sem voru í tíma töluð og við stæðum ekki frammi fyrir þeim þrengingum sem við gerum í dag hefði verið farið að þeim sjónarmiðum og markmiðum sem ég hef haldið fram undanfarin ár. Það er sannleikurinn í málinu. En Fréttablaðið hefur ekki sóst eftir því að leiðrétta mistök sín eða hafa það sem sannara reynist. Það er vegna þess að Fréttablaðið er ekki hlutlægur fréttamiðill.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón. Mjög góð grein hjá þér Jón og þörf ádrepa.

Já Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún þykjast stundum vera stikkfrí þegar erfiðleikar steðja að og benda þá í sífllu á aðra. En kjósa svo að baða sig í kastljósinu þegar vel gengur. Þetta er þjóðhættulegur hentistefnuflokkur, sem hefur með sjálfumgleði sínu og andvaraleysi sínu komið þjóðinni á þvílíka vonarvöl. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru þar engir eftirbátar. En Samfylkingin getur með engu móti þvegið hendur sínar af þessum voðaverkum. Nú eru þeirra helstu bjargráð að troða þjóðinni í Evrópusambandið. 

EFTIR AÐ HAFA ÁTT STÓRAN ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ KOMA ÞJÓÐINNI Á VONARVÖL, ÞÁ ERU NÚ ÞEIRRA HELSTU ÚRRÆÐI NÚ AÐ KOMA OKKUR Í EVRÓPUSAMBANDIÐ SAMA HVAÐ ÞAÐ KOSTAR. ÞETTA ER EKKERT ANNAÐ EN  ÞJÓÐHÆTTULEGUR LANDRÁÐAFLOKKUR OG ÞEIR ÆTTU AÐ SKAMMAST SÍN !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

á mínum vinnustað hafa margir starfsmenn eldir en meira af þeim sem yngri eru frábeðið sér að fá Fréttablaðið á morgnanna - þau hafa líka frábeðið sér að þurfa að hlusta á fréttir eða fréttaskíringarþætti borna fram af útvarstöðinni Bylgunni svo einfalt er það

Jón Snæbjörnsson, 21.10.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón, mig langar að spyrja þig að einu;

hvenær má þjóðnýta fyrirtæki, lendur, bankareikninga, jarðréttindi ofl hérlendis sem erlendis, eða hvaða forsendur þurfa menn að hafa til að svo sé gert ?

Jón Snæbjörnsson, 21.10.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Snæbjörnnsson Það er ákvæði í stjórnarskránni sem fjallar um eignarréttinn að hann sé friðhelgur og komi til þjóðnýtingar skuli koma fullt verð fyrir. Það eru reglurnar sem við höfum og íslenskt réttarsamfélag byggir á hvað þetta varðar.

Jón Magnússon, 21.10.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Snörp grein Jón. Vandinn er sá að fjölmiðlarnir eru því miður veikasti hlekkurinn í þjóðmálaumræðunni. Þetta stafar af tvennu. Annars vegar eignarhaldi og hins vegar því að fjölmiðlamenn eru allt of margir uppbelgdir og yfirlætisfullir kjánar, sem ekki átta sig á því að auðmýkt er undanfari virðingar. Ágætt dæmi um þetta er einfeldningslegur leiðari, sem birtist í Fréttablaðinu í dag og heitir "Viðspyrnan".

Gústaf Níelsson, 21.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 815
  • Sl. viku: 4518
  • Frá upphafi: 2426388

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 4192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband