Leita í fréttum mbl.is

Þotuferðir og lúxussnekkjur.

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa vakið athygli á því að viðskiptaráðherra Breta þáði boð um rússnesks ólígarka um dvöl í lúxussnekkju hans.  Fleiri stjórnmálamenn í Bretlandi dragast inn í málið m.a. forkólfar úr breska íhaldsflokknum. Þá liggur fyrir að ólígarkinn hefur lagt fram gríðarlega fjármuni í kosningasjóði. 

Hvernig væri að íslenskir fjölmiðlar öfluðu upplýsinga um það hverjir úr hópi íslenskra stjórnmálamanna og frétta- og blaðamanna ásamt öðrum máttarstólpum þjóðfélagsins hafa á undanförnum árum verið í tíðum boðsferðum í lystisnekkjum íslenskra auðmanna.  Einnig hverjir það eru sem hafa þegið utanlandsferðir og dýr boð frá íslenskum auðmönnum undanfarin ár. Síðast en ekki síst að afla upplýsinga um það til hvaða stjórnmálaflokka þessir menn hafa greitt undanfarin ár.

Hvaða fjölmiðlar íslenskir skyldu nú leggja í þá vinnu að afla þessara nauðsynlegu upplýsinga sem þjóðin á rétt á að fá að kynna sér? Gæti það verið að Morgunblaðið og Fréttablaðið séu í þeim tengslum við eigendur sína að þessir fjölmiðlar sinni ekki brýnu rannsóknarhlutverki sínu?

Hvað þá með ríkisfjölmiðilinn? Fréttamenn á RÚV hafa stundum átt góða spretti. Hvernig væri nú að þeir sýndu þjóðinni hvað í þeim býr og flettu ofan af því hvaða stjórnmálamenn og fréttamenn hafa verið tíðir boðsgestir í lúxusferðirnar sem boðnar voru af útrásarvíkingum og bönkum landsins.

Fólkið í landinu á rétt á að fá þessar upplýsingar.  Hverjir fóru í boðsferðirnar? Hverjum var boðið?

Var einhverjum stjórnmálamanni boðið sem fór ekki?


mbl.is Fjölmiðlafár í Bretlandi út af snekkjudvöl stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

The Viking - heyrt af einum jarphærðum af vinstri vængnum - kemur úr Eyjum

Jón Snæbjörnsson, 21.10.2008 kl. 12:50

2 identicon

Sá jarphærði ætti að minnsta kosti að bera af sér sakirnar ef einhverjar eru. Nú bregður svo við að hann þegir.

Karl (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta eru góðar og gegnar ábendingar hjá þér Jón. Svona hluti er gott að fá upp á yfirborðið. Við lestur þessa pistils þíns sýnist mér eitt og annað vera falið á milli lína.

Ég held að þú vitir heilmikið um hvaða menn hafa þegið alls kyns boð frá "auðmönnum". Þú skorar á ýmsa aðila að upplýsa þjóðina um málið.

Ég er viss um að þú getur, að minnsta kosti að einhverju leyti, sett þessar upplýsingar fram hér á netinu.

Hefur þú kjark til þess?

Björn Birgisson, 21.10.2008 kl. 15:32

4 identicon

Mjög þörf ábending hjá þér! Hvers vegna ætli almenningur hafi ekkert frétt af raunverulegri stöðu bankana undanfarin ár? Núna kemur hver sérfræðingurinn fram á fætur öðrum og segir að þetta hafi verið fyrirsjáanlegt og löngu vitað...en hvers vegna rötuðu slíkar upplýsingar ekki til okkar í gegnum fréttamiðlana???

 Almenningur hefur lesið um stórveislur íslenskra auðmanna - það væri gaman að sjá gestalistana úr helstu partýunum líka

Gudrun (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:13

5 identicon

Þrælslundin ríður ekki við einteyming. Ef einhverjum er um að kenna þetta ástand hér er það þeim sem ekki spurðu spurninga né kröfðust svara þegar stóð á að þeim væri svarað, og þessum stjórnkerfisstofnunum sem hefðu átt að hafa vit á því að FYLGJAST með!

Skítt með partýin.

Mistökin liggja í því að menn bugtuðu sig og beygðu fyrir peningum!

Nökkvi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:09

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Góð ábending, en þarf fjölmiðil til að upplýsa þetta? Ert þú ekki í aðstöðu sem þingmaður til þess??? Skora á þig að beita þér í málinu

Viðar Eggertsson, 21.10.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Já þetta verkefni ætti nú að vera á færi alvöru rannsóknarblaðamanna. Ef ég man rétt hafa þær nú verið nokkrar ferðirnar sem farnar hafa verið með fjölmiðlamennina sjálfa með.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.10.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta samband fréttamanna við auðmenn og hagsmunasamtök er eitthvað sem ætti að vera með vakandi auga yfir.

Ríkissjónavarpið sló tóninn með furðulegu samkrulli einstaka fréttamanna og LÍÚ.  Ég minnist þess að fyrrum "fréttamaðurinn" Páll Benediktsson hafi framleitt áróðursmynd á kostnað LÍÚ sem um íslenskan sjávarútveg og hélt síðan áfram eins og ekkert væri að fjalla um sjávarútvegs og byggðamál.

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2008 kl. 10:54

9 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Magnússon alþingismaður!

Hvenær ætlar þú að upplýsa okkur hin um það sem þú veist um samsukk auðmanna, stjórnmálamanna og fréttamanna?

Láttu það bara flakka - ef þú þorir!

Björn Birgisson, 22.10.2008 kl. 13:35

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Málið er ekki bara fréttamenn auðmenn og einhverjir tilgreindir eða ótilgreindir stjórnmálamenn þetta á við um alla sem setið hafa á þingi frá 1990 og flesta ef ekki alla þá efnhagssérfræðinga sem við eigum þannig að þetta er ansi stór hópur.  Jón þinn flokkur er ekki undanskilinn né VG, það má segja að fulltrúalýðræðis sé gengið sér til húðar hér á landi og við verðum að finna lýðræðingu nýjan farveg.

Einar Þór Strand, 22.10.2008 kl. 17:19

11 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Magnússon, þingmaður

Þú svarar í engu  þeim áskorunum sem fram hafa komið í kjölfar þinna skrifa. Þú ert  líklega einn af þeim sem betur fellur að gera árás úr launsátri, en að ganga beint til verks. Ekki gott fyrir þig.

Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband