Leita í fréttum mbl.is

Þessi spá er varla marktæk.

Spá Hagdeildar ASÍ er að sjálfsögðu byggð á bestu gögnum sem fyrir hendi eru. Hagdeildina vantar hins vegar mikilvæg atriði og upplýsingar til að geta spáð með nokkri vissu um framvindu mála. Eins og er þá er óvissan um framvinduna gríðarleg og nú þegar 17 dagar eru liðnir frá því að Alþingi setti neyðarlögin svonefndu þá liggja marktækar upplýsingar um stöðu bankanna og skuldir þeirra innanlands og utan ekki fyrir. Ekki liggur fyrir hvaða skuldir þjóðin verður að taka á sig og hvaða skuldir borgast ekki.  Það skiptir miklu varðandi áframhaldandi vinnu við að koma efnahagslífinu á kjöl að upplýsingar liggi fyrir um stöðuna. 

Það er ekki nógu gott að ríkisstjórnin skuli ekki hafa það sem forgangsverkefni að upplýsa þjóðina um raunverulegt umfang vandans. 

 Vonandi gengur hagspá ASÍ ekki eftir þannig að verðbólga verði minni. En hún gæti því miður orðið miklu meiri.


mbl.is Spá yfir 20% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega þetta Jón

Það er ekki nógu gott að ríkisstjórnin skuli ekki hafa það sem forgangsverkefni að upplýsa þjóðina um raunverulegt umfang vandans

ég á heimtingu á frekari útskíringum - og það átt þú líka

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ég tel að ASÍ hefði betur sleppt því að setja fram einhverja spádóma við þessar aðstæður, því eins og þú segir vantar allar forsendur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2008 kl. 01:06

3 identicon

Ég er sammála því að seinagangur ríkisstjórnarinnar er óásættanlegur, tug þúsundir Íslendinga fær ekki upplýsingar um hvort það fái sparifé sitt greitt. Þetta er algjörlega óþolandi ástand.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég skil ekki svona skrif. Er hægt að byggja spá á öðrum upplýsingum en tiltækum?  Og ganga ekki allar spár út á að segja til um framvindu mála? Út á hvað annað ganga þær? Er fyrirvari í þessari um að ekkert sé að marka hana?

Þegar nýjar upplýsingar bætast við endurskoða menn spána, væntanlega, ekki satt? Ætli nokkur spá sé marktæk, ef út í það er farið, við núverandi aðstæður? Og eru ekki allar spár úreltar um leið og þær hafa verið samdar? Nema eitthvað af pælingum Nostradamusar kannski?

Ágúst Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 07:37

5 Smámynd: Dunni

Sennilega er það nú þannig að þau bestu gögn sem fyrir hendi eru í dag verða úrelt á morgun þegar ríksitjórnin sleppir næsta upplýsingaskammti út til þjóðarinnar.

Það er nátturulega óbærlegt hvernig ríkistjórnin heldur þjóðinni frá upplýsingum um stöðu mála og er alls ekki til að vekja traust almennings á stjórnvöldum.  En mér finnst þið í stjórnarandstöðunni ekki veita stjórninni nógu mikið aðhald. Engin umræða hefur farið fram í þinginu, mér vitandi, um traust þings og stjórnar á Seðlabankanum. Hef heldur ekki orðið var við að stjórnarandstaðan hafi krafið ríkisstjórnina um opið upplýsingaflæði um björgunaraðgerðirnar. Hef á tilfinningunni að stjórnarandstaðn viti lítið meira um hvað er að gersat en fólkið á  götunni.

Annars fáumvið í Ósló tækifæri til að pumpa Steingrím Sigfússon um upplýsingar er hann fundar með okkur á morgun.  Það er alla vega jákvætt að fá þingmenn í heimsókn af og til að skiptast á skðunum við.     

Dunni, 24.10.2008 kl. 07:58

6 identicon

Viltu ekki kenna Davíð Oddsyni um þetta líka ? 

Helga (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 1697
  • Sl. viku: 3303
  • Frá upphafi: 2414052

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 3017
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband